Vikan

Útgáva

Vikan - 24.04.1986, Síða 13

Vikan - 24.04.1986, Síða 13
I « f; \ Frá dimission í MR1963. sion beri meiri svip suðrænna kjötkveðjuhátíða en gömlu góðu skólakveðjuathafnarinnar. Grímubúningarnir, sem nú ein- kenna dimissionir framhaldsskól- anna í Reykjavík hvað mest, voru með öllu óþekkt fyrirbæri fyrir 13-1 5 árum. í Menntaskólanum í Reykjavík hafa menn haft það að sið að kveðja rektor og kennara með viðhöfn á tröppum skólans með ræðuhöldum og sungnir voru stúdentasöngar. Síðan var geng- ið um bæinn og eitt af því djarf- asta, sem stúdentsefnin leyfðu sér, var að fleygja frökkum sínum upp í loftið. Árið 1958 tóku stúd- entsefnin upp á því að aka á dráttarvélum um götur bæjarins með heyvagna hlaðna nemend- um í eftirdragi. Fyrir 12 árum tóku nemendur í MH upp á því í sum- um bekkjum, en þá dimitteruðu síðustu bekkir þess skóla, að ein- kenna sig. Einn bekkurinn klæddist hveitipokum sem á voru klippt göt fyrir höfuð og útlimi. Ekki var það íburðarmikill bún- ingur en ef til vill upphafið að því sem síðar varð. Aðeins einu til tveimur árum síðar var það orðið alsiða að bekkir eða útskriftar- hópar úr áfangakerfum skólanna reyndu að upphugsa sem frum- legasta grímubúninga og oft ekkerttil sparað. Um þetta leyti ársins er ekki óvanalegt að sjá Chaplin, trúða, hermenn, Playbo- y-kanínur eða múmíur í Voga- vagninum eða á sprangi um götur borgarinnar. Stundum hefur sumum af eldri kynslóðinni þótt uppátæki ungdómsinskeyra um þverbak. Stúdentsefnin hafa þol- að freistingar dagsins misvel og komið hefur fyrir að skólameistar- ar hafi mátt áminna menn um að sýna stillingu. En hvað um það - menn dimittera ekki nema einu sinni á ævinni — allflestir í það minnsta. Þessi Vika kemurútá sumardaginn fyrsta og sumardagurinn fyrsti gefur möguleika á spá- mennsku. í Sögu daganna segirfrá því sem kallað var að láta „svara sér í sumar- tunglið". Sá sem leit í sumar- tunglið í fyrsta sinn átti að steinþegja og bíða þess að talað væri til hans. Úr því ávarpi mátti svo lesa spádóm. Nýtrúlofuð stúlka settist til dæmis á stól- garm og fékk þessa aðvörun: „Varaðu þig, hann ervaltur." Unnustinn sveik hana um sumarið. Skemmtileg spá- mennska, en varastu að villast í frumskógi táknrænna orða. Það eina sem skiptir verulegu máli er að túlka spádómsorðin djarflega og skemmtilega. Við gefum upp nokkur túlkunar- dæmi. Spádómsorð: Hvaðertu eiginlega að gera? - þýðir stór- kostlegtatvinnutilboð. Láttu ekki eins og asni - þýðir að þú verðir uppgötvaður. Komdu að borða - þýðir aðalvinningur að eigin vali í fegurðarsamkeppni eða happdrætti. Farðu að sofa - þýðir að þú leysir dularfulla morðgátu og komist í heims- fréttirnar! Gamli gangsterinn, James Cagney, er látinn og fjalirnar og hvíta tjald- ið þar með einu goðinu fátækara. Cagney var mjög vinsæll leikari, jafnt meðal samverkamanna sinna sem áhorfenda. Lykillinn að frægð hans og leiksigrum er líklega fólginn í hans eigin orðum: „Það er ekki margt sem ég get kennt þér um leiklist nema þetta: Láttu þig aldrei síga niður á hæl- ana. Slakaðu aldrei á. Ef þú slakar á þá slaka áhorfendur á og spennan fellur. Meintu alltaf hvert orð sem þú segir." Cagney fæddist í New York árið 1904, hætti fljótt í skóla og vann það sem bauðst hverju sinni. Hann byrjaði leiklist- arferil sinn í söngleikjasýningum. Einn þessara söngleikja var kvikmyndaður og keyptu Warner Brostvo leikara úrsýning- unni til að leika í kvikmyndinni. Annar þeirra var Cagney og þannig hófst kvik- myndaferill hans. Hann lék í glæpamynd- um um áratugaskeið og var alltaf hinn harði, ósveigjanlegi en töfrandi töffari, ekta gangster af gamla skólanum og einn fárra sem ógnuðu veldi Humphrey Bog- art. Cagney lék í fjölda frægra mynda en eftirlætismynd hans sjálfs var Yankee James Cagney og systir tians. Jeanne, léku systkin i óskarsverðlaunamyndinni Yankee Doodie Dandy. Doodle Dandy, árgerð 1942. Árið áður hafði hann verið ásakaður um kommún- isma, en með myndinni hreinsaði hann sig af öllum áburði því hún var barma- full af ættjarðarást. Yankee Doodle Dandy sló í gegn og fyrir hana hlaut James Cagney verðlaun gagnrýnenda í New York og hin eftirsóttu óskarsverð- laun. 17. TBL VI KAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.