Vikan


Vikan - 22.05.1986, Page 8

Vikan - 22.05.1986, Page 8
Allt sem þig hefur alltaf langað til að vita um kræklinga... en þorðir ekki að spyrja Þegar heim er komið eru skeijarnar hreinsaðar og af þeim skafinn allur gróður og hrúðurkarl- ar. Karl sýndi okkur skemmtilega aðferð við að ná fiskinum úrskelinni: Skeljarnar eru aðskild- ar, fiskurinn er I annarri en hin er tóm og mjórri endi tómu skeljarinnar er notaður til að losa fiskinn sem fer síðan beint í munninn. Svona girnileg - og gómsæt - verður síðan purpurahimnan eftir að búið er að gera við hana ýmsar kúnstir og fylla síðan með hrís- grjónablöndu. Síðan er kræklingurinn settur I pott eða pönnu með loki og soðinn við mikinn hita þar til skeljarnar hafa opnast vel. Þeim skeljum, sem ekki opnast eða illa, er hent. Ásu finnst betra að hella hvítvíni yfir skeljarn- ar og sjóða þannig en allavega er (næstum) nauðsynlegt að drekka hvítvín með matnum. Hver og einn getur siðan bragðbætt fiskinn eftir smekk, til dæmis með sítrónu. salti. pipar og hvítlauk. Ristað brauð og grænmeti er borið með hér.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.