Vikan


Vikan - 22.05.1986, Page 34

Vikan - 22.05.1986, Page 34
krifstofustúlkurnar, sem vinna með henni, I eru allar komnar í I skæru litina- svo mik- . _ il er dýrðin að það liggur við að fólk fái of- birtu í augun þegar það stendur fyrir framan föngulegan hópinn. Síða, þunna frakkann í ár eru þær allar búnar að verða sér úti um og engu líkara en kaupið leyfi fatakaup við hver mánaðamót. En það eru fleiri á skrifstof- unni og afar erfitt að alhæfa nokkuð enda stúlk- urnar á mismunandi aldri. Skrifstofustúlkan í skær- lita frakkanum á -síðan kynsystur í bönkum, sjopp- um og hinum fj ölbreyttustu störfum og skólastúlkur, aðeins yngri en hún, elska sömu flíkurnar og fara í sömu verslanirnar í leit að fatnaði - í þetta sinn í verslunina Sautján. Hún er kona á frama- braut, gjarnan í stjórnunarstarfi en gæti þó verið lög- fræðingur hjá stór- um samtökum, og fer að sjálfsögðu aldrei í strætó. Fötin kaupir hún eftir merkjum og ekki er óal- gengt að hún kippi þeim með í tíðum ferðum sínum til útlanda. Fötin, og þá sérstaklega vinnufötin, verða að vera klassísk og ekkert er upplagðara en að fá flíkur sem hægt er að nota til skiptis við hinar ýmsu peysur og blússur þannig að í hvert sinn myndist nýr búningur. Buxnadragt sem þessa fær hún í versluninni Assa og ekkert auðveldara en að fá pils í stíl sem hægt er að bregða sér í þegar hádegis- verðarfundir á Arnarhóli eru annars vegar. Hvers vegna velur hún einmitt svona föt? Jú, hún um- gengst mikið fólk í svona fötum, hittir það erlendis, tekur eftir að það eltir ekki tískuna heldur fer í vissar búðir og heldur upp á merki eins og Mondi og Etienne Eigner. Góð taska undir mikilvæga pappíra er nauðsynleg og þá helst þessi góða úr mjúka leðr- inu með merkinu utan á en síður harða, svarta stress- boxið. Aftur á móti má hún vera farin að láta aðeins á sjá, það sýnir bara hversu mikið hún er notuð og um að gera að slá því þá fram að nú sé mál til komið að endurnýja. Frakkinn á öxl- unum er ómissandi þegar konan á framabraut kemur hlaupandi inn á fundi og þá er líka gott að gleraug- un hangi í keðju. Hann er blaðamaður, oft að flýta sér, kem- ur við á ólíklegustu stöðum og finnst ekkert að því að hvíla sig á strætóbekknum þegar bíllinn er eina ferð- ina enn á verkstæði og leigubílaferð á leið í viðtal ekki á dagskránni. Hann spáir lítið í fötin en er samt í vissum stíl og mundi aldr- ei fara og kaupa það sem er í tísku. Gamlir frakkar sýna hvað hann velur og skórnir með háu hælunum, sem eru að verða með síð- ustu pörum sinnar tegund- ar, eru gersemi í augum blaðamannsins. Hann hef- ur hvort sem er ekki etm a að vera alltaf að endurnýja - þessa kannast kunningj- arnir við og minnast jafnvel á þá endrum og eins - sem er langt frá því að vera þyrnir í augum þessa frjálslega manns.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.