Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 45
Einu sinni sem oftar haíði Mýsla farið í bíó og Kisa stóð fyrir utan og beið eftir henni. Skyndilega heyrði hún kunnuglega rödd segja fyrir aftan sig: „Komdu sæl, fröken Kisa.“ Þama var Högni þá kominn. Það var ekld laust við að Kisu brygði en hún reyndi að láta á engu bera og svaraði kveðjunni kuldalega. Högni lét sem hann tæki ekki eftir því og hélt áfram: „Þú virðist vera að bíða eftir einhveijum sagði hann og glotti lymskulega. Kisa fitjaði upp á trýnið því henni var ekkert um Högna gefið. Hún vissi hveiju hann var að falast eftir og vildi þess vegna að hann hypjaði sig burt. „Þú ættir að fara og það strax,“ sagði hún reiðilega. „Þér kemur ekki við hvað ég er að gera hér.“ En Högni var óstöðvandi: „Mýsla vinkona þín hefur þó ekki skroppið í bíó eða ertu kannski bara að telja stjömum- ar?‘ Það hlakkaði í Högna og hann hugsaði sér gott til glóðarinnar. Kisa var nú farin að' tvístíga. Hvemig í ósköpunum áttu þær að sleppa undan Högna? Högni tók eftir hvað Kisa var orðin óróleg og var því fullviss um að áætlun hans myndi takast. Kisa og Mýsla höíðu alltof oft runnið honum úr greipum og þeim skyldi ekki takast að leika á hann í þetta skiptið. Nú opnuðust dymar á bíóhúsinu og fólkið þyrptist út. Þegar Mýsla kom út sá hún hvar Högni stóð fast upp við Kisu. „ 0, ó, nú hef ég komið okkur í mikla klípu, ég verð að reyna að losa okkur úr henni með einhveijum ráðum. Það besta sem Kisa gerði núna væri að láta sem hún væri hér ein. Ég verð að reyna að gefa henni merki án þess að Högni taki eftir mér.“ Hún fór að vinka, hoppa og láta öllum illum látum. Loksins tók Kisa eftir henni. Mýsla gaf henni merki um að fara. Kisa skildi það strax og fór að geispa og sagði þvi næst syfjulega: „Jæja, Högni, nú ætti ég að fara að tygja mig heim því það er orðið svo framorðið.“ Högni tók eftir þessari óvæntu breytingu á Kisu og fylltist torúyggni. Hann leit í kringum sig en gat ómögulega komið auga á neitt sem orsakaði þessa breytingu. Kannski hafði hon- um skjátlast, kannski var Kisa ein á kvöld- göngu. Þetta var allt fremur skrítið og hann hafði heldur ekki séð Mýslu koma út með hinum bíógestunum. Þar sem Högni var mik- ið karlmenni lét hann engan bilbug á sér finna og hélt ótrauður áfram: „Þú ætlar þó ekki að fara heim án Mýslu. Þú getur ekki skilið hana eina eftir, litla og vamarlausa." Hann fylgdist grannt með við- brögðum Kisu en þegar hann sá að henni brá hvergi bauðst hann til að fylgja henni heim. Hann var viss um að það myndi alveg slá Kisu út af laginu. Mýsla, sem stóð rétt fyrir aftan þau og heyrði allt sem sagt var, kinkaði ákaft kolli til Kisu. Kisa, sem ekki lét slá sig út af laginu, tók undir arminn á Högna. „Við ættum þá að drífa okkur áður en verð- ur alveg dimmt,“ sagði hún. Högni vissi varla hvaðan á hann stóð veðrið en hélt af stað heimleiðis með Kisu upp á arminn. Mýsla læddist á eftir þeim og reyndi að láta lítið á sér bera en þegar þau voru komin langleiðina heim var hún svo óheppin að reka sig í tunnu- gami sem stóð á gangstéttinni. Bang! Það kom ógurlegur hvellur. Kisa og Högni hrukku í kút og snem sér snöggt við. Nú kom Högni auga á Mýslu, tók eldsnöggt viðbragð og náði að handsama litlu músina. Mýsla varð lafhrædd og fór að háskæla. „Loksins náði ég þér, litla músartetur,“ sagði hann og glotti illskulega. „Þið hélduð að þið gætuð snúið á mig en það erekki svo auð- velt, get ég sagt ykkur.“ Kisu var nú nóg boðið, hún setti út klæmar og stökk á Högna. Hún ætlaði að frelsa Mýslu þó að hún setti sjálfa sig í mikla hættu með þvi. Högna brá svo að hann missti Mýslu, sem tók strax á rás heim að stóra húsinu. , Jæja, Kisa mín, svo þú heldur að þú kom- ist upp með t>etta,“ sagði hann og gerði sig líklegan til að þrífa í Kisu. Kisa slapp naum- lega úr greipum hans og hljóp eins hratt og hún gat á eftir Mýslu. Aður en Högni vissi af vom þær báðar á bak og burt. Hann sá að það var vonlaust að reyna að elta þær svo hann gafst upp og hélt heim dapur í bragði. En Kisa og Mýsla vom alls ekki daprar, þær hrósuðu happi því hurð hafði svo sannarlega skollið nærri hælum í þetta skiptið. Þær fengu sér fyrst að borða og lögðust síðan til svefns í körfunni hennar Kisu, þreyttar og slæptar eftir atburði kvöldsins. Eitt er alveg víst: Þeir sem sáu þær liggja þama saman svo þétt hvor upp að annarri fóm að efast um að kettir og mýs gætu yfirleitt verið óvinir. Skrýtlur Óli: Mamma, hvað er ég gamall? Mamma: Þú ert jafngamall og fing- urnir á annarri hendi eru margir. Óli: Hvernig cetli höndin líti út þegar ég verð fimmtugur? Ólöf Kristín sendi okkur þessa skrýtlu og myndina af Óla. En hér koma svo fleiri skrýtlur. - Ég ætla að fá lifrarkœfu, takk. - Franska eða heimatilbúna? - Hver er munurinn? - Þá frönsku búum við til sjálf en fáum þá heimatilbúnu í dósum. Palli litli hafði fengið að vita að stóra systir hans hafði eignast litla dóttur. - Þetta er nú alveg stórmerkilegt, sagði hann. - Ég er ekki nema átta ára og samt er ég orðinn móður- bróðir. Með þessu áframhaldi verð ég orðinn afi áður en ég fermist. Jón: Pétur, borðar þú alltaf allan matinn heima hjá þér? Pétur: Já, yfirleitt. Jón: En hvað fá þá hinir að borða? 44. TBL VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.