Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 30

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 30
X Bókakynning Vikunnar ai<ílar\itis eftír Ólaf Gunnarsson r Heilagur Andi og englar vitis nefnist ný skáldsaga eftir Olaf Gunnarsson. Ólafur erfyrir löngu kunnur af skáldskap sínwn en áður hafa birstfrá hans hendi sögumar Ljóstollur, Milljón prósent menn og Gaga, en tvœr þœr síðarnefndu verða gefnar út í enskri þýðingu á nœsta ári af hinu virta útgáfufyrirtœki AIli- son & Busby i London. Heilagur Andi og englar vítis segirfrá ungum manni á Islandi sem ákveöur aó bjarga jörðinni. Það er verslunar- og lyftinga- maðurinn Össur-Mamma sem til þessa hefurfengist við að smíða eilífðarvél- án árangurs-milli þess sem hann afgreiðir í Iwnnyrðaverslun Hönnu móður sinnar En alls staðar liggur hið illa í leyni og ekki heiglum hent aö sjá við því. Dag nokk- um birtast englar vitis-sjálfir Hell’s Angels-i Reykjavík... Heilagur Andi og englar vítis er sannkölluð gleðisaga um björg- un jarðarinnar. Höfundur teflirfram óborganlegum persónum, hver annarri litríkari: Fúttí, ástkona Össurar, sem höfundur kallar Venus undan Eyjafjöllum, vitisenglamir Terrible-Tedog Litli-Jesús að ógleymdri sjálfri Hönnu-Mömmu. Að baki gásk- anum býr djúp alvara höfundar sem með sögunni kallar samferðamenn sína til ábyrgðar. Bókaútgáfan Forlagið gefur bókina út. Hér er gripið niður í miðja sögu. Á ferð og flugi Ossur-Mamma lá endilangur á beddanum í hosilóinu og svaf óvær eftir að hafa hent Eyja- fjalladrottningunni úl. Hann neitaði að viður- kenna í svefninum að hann hefði verið svona vondur við hana. Þannig hagaði til í hosilóinu að veggirnir voru rauðir en loftið svart og upp í loftið var skrúfað- ur ástarspegill. Þau höfðu fest hann þar í samein- ingu, andstutt bæði og titrandi af girnd. Þegar Össur vaknaði lá hann með andlitið við spegilinn. Hann skoðaði sjálfan sig lengi og hugs- aði á meðan, æ, mikil ósköp eru að sjá mig í framan, ég hlýt að liggja með andlitið upp við loftið. Hann sneri sér við og sá sjálfan sig liggja á beddanum og hrapaði, það var eins og brjóstið væri að sundrast í allar áttir og hann settist upp. - Vá! sagði Össur-Mamma við sjálfan sig. Ég flaut þarna uppi undir lofti. Það er ekki della. Hann lagðist á bakið yfirkominn af atburðum dagsins og fann þá aðra hönd sína síga hægt frá skrokknum og fingurgómana snerta fyrst kalt steingólfið og síga síðan ofan í það, hann strauk um sjávarfægða steinvölu sem hafði verið hrærð í sementið áratugum áður. Hann reis varlega á fætur úr sjálfum sér og steig fram á gólfið. Hann stóð lengi hreyfingar- laus í astrallíkama sinum og skoðaði sig vandlega. Það var engu líkara en hann væri látinn fyrir góðri stundu, og það var mikill friður og mildi yfir andlitinu. Hann hallaði sér fram til að skoða sig betur og fann þá að fæturnir lyftust frá gólfinu. Nei! Ég get flogið, hugsaði Össur. hann seig löturhægt og þrýsti svo fótunum injúklega í gólf- ið og lyftisl alla leið upp að lofti í hosilóinu og seig síðan rólega niður aftur. I þriðja sinn drap hann fótum niður og spyrnti nú rösklega í gólfið, rauk í gegnum loftið og dró undir sig fæturna og seig hægt niður og settist mjúklega í Búddastellingu á flatt þakið á hann- yrðaversluninni. Hann sat með lokuð augun nokkra stund og hætti varla á að opna þau. Hvílík skelfileg veröld getur ekki beðið handan vitundar mannsins, hugs- aði hann. Hann varð fyrir sárum vonbrigðum. Reykjavík var furðu lík sjálfri sér. Allt var óbreytt. Össur athugaði bæinn hægt og rólega, allan sjóndeildar- hringinn en kom ekki auga á neitt sem var 30 VIKAN 44. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.