Vikan

Tölublað

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 30.10.1986, Blaðsíða 27
Umsjón: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Það verður að fara mjög varlega í að fjarlægja þessi hús. Það er ekki alltaf nauðsynlegt að varðveita timburhús á þeim stað þar sem þau voru byggð heldur er hægt að flytja þau á milli staða ef nauðsyn krefur. Mörg af þessum húsum eru staðsett þannig að það hefur verið þrengt of mikið að þeim til að þau njóti sín. En við verðum að fara gætilega í allar breytingar og hugsa okkur vel uin varðandi hverju við viljum kasta fyrir róða og hvað við viljum varð- veita. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur: Nýjar tillögur til afgreiöslu Skortur á heildarskipulagi gamla miðbæjarins hefur háð eðlilegri upp- byggingu þessa svæðis verulega. Ýmsar tillögur hafa verið gerðar um einstaka hluta gamla miðbæjarins en aldrei hefur verið ráðist í heildar- skipulag þessa svæðis fyrr en nú. Þetta svæði markast af Tjörninni og höfninni annars vegar og Lækjargötu og Aðalstræti hins vegar. Fyrrverandi vinstri meirihluti lét deiliskipuleggja svokallaðan Póst- hússtrætisreit 1979-1980 en sá reitur afmarkast af Lækjargötu, Austur- stræti. Pósthússtræti og Skólabrú. 1 þessu deiliskipulagi var gert ráð fyrir að kæmi til endurbyggingar á ná- kvæmlega sömu lóðum og gert er í nýju skipulagstillögunum. Hins veg- ar var nánast engin grein gerð fyrir umferðar- og bílastæðamálum sem er þó mikilvæg forsenda þess að skipulag sé framkvæmanlegt. I greinargerð þessa skipulags kom m.a. fram að það sem einkenndi götumynd byggðar vestan Lækjar- götu væri mikið ósamræmi i hæð og gerð húsa þannig að til stórra lýta væri. Það er einmitt þetta atriði sem skipulagshöfundar nýja skipulagsins hafa reynt að meta, ekki síst hvað snertir uppbyggingu vestan Lækjar- götu og vestan Aðalstrætis. Eg held að það sé óumdeilt að nauðsynlegt sé að efla - og bæta - götumynd þessara tveggja gatna. En vafalaust verða deilur um leiðir að þessu mark- miði. Það er í sjálfu sér eðlilegt þegar um er að ræða hluta af elstu byggð borgarinnar. í nýju skipulagstillögunum er gert ráð fyrir að íjölmörg eldri hús standi áfram og lögð áhersla á að nýjar byggingar geti sem best fallið að eldri byggð. Víða erlendis hefur þetta tek- ist mjög vel og flestar stærri borgir í nálægum löndum hafa með einum eða öðrum hætti endurnýjað hluta af eldri borgarhlutum eða miðbæjum sínum. Markmiðið með endurskipulagn- ingu gamla miðbæjarins er fyrst og fremst að efla stöðu og hlutverk hins eina og sanna miðbæjar Reykjavík- ur. Við viljum treysta gamla mið- bæinn i sessi sem stjórnsýslu-, viðskipta- og þjónustumiðstöð Reykjavíkur og landsins alls. Við vilj- um einnig skapa betri skilyrði fyrir fjölbreytt mannlíf, menningarstarf- semi og tómstundir fólks. Til að fyrrgreindum markmiðum verði náð er í skipulagstillögunum byggt á eftirfarandi forsendum: - bætt umhverfi og betri aðstaða sköpuð fyrir gangandi vegfarend- ur, m.a. með fjölgun göngugatna, aukinni gróðursetningu og skjól- myndum. - úrbætur í umferðar- og bílastæða- málum, m.a. með byggingu bíla- geymsluhúsa, - veruleg fjölgun íbúða. 15 íbúðir eru nú í gamla miðbænum en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 60-80, - auknir möguleikar á starfsemi sem fer fram eftir að verslunum og skrifstofum er lokað. Það er löngu orðið tímabært að veru- legt átak verði gert í endurnýjun og uppbyggingu gamla miðbæjarins. Það er von mín að þær skipulagstil- lögur, sem á næstunni verða af- greiddar frá skipulagsnefnd, ljúki því stöðnunartímabili sem í tugi ára hef- ur lamað allt endurbyggingarstarf í gamla miðbænum. Skipulagsvinnunni lýkur senn og framkvæmdir þurfa að hefjast. Því fyrr því betra. 44. TBL VI KAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.