Vikan

Eksemplar

Vikan - 30.10.1986, Side 30

Vikan - 30.10.1986, Side 30
X Bókakynning Vikunnar ai<ílar\itis eftír Ólaf Gunnarsson r Heilagur Andi og englar vitis nefnist ný skáldsaga eftir Olaf Gunnarsson. Ólafur erfyrir löngu kunnur af skáldskap sínwn en áður hafa birstfrá hans hendi sögumar Ljóstollur, Milljón prósent menn og Gaga, en tvœr þœr síðarnefndu verða gefnar út í enskri þýðingu á nœsta ári af hinu virta útgáfufyrirtœki AIli- son & Busby i London. Heilagur Andi og englar vítis segirfrá ungum manni á Islandi sem ákveöur aó bjarga jörðinni. Það er verslunar- og lyftinga- maðurinn Össur-Mamma sem til þessa hefurfengist við að smíða eilífðarvél- án árangurs-milli þess sem hann afgreiðir í Iwnnyrðaverslun Hönnu móður sinnar En alls staðar liggur hið illa í leyni og ekki heiglum hent aö sjá við því. Dag nokk- um birtast englar vitis-sjálfir Hell’s Angels-i Reykjavík... Heilagur Andi og englar vítis er sannkölluð gleðisaga um björg- un jarðarinnar. Höfundur teflirfram óborganlegum persónum, hver annarri litríkari: Fúttí, ástkona Össurar, sem höfundur kallar Venus undan Eyjafjöllum, vitisenglamir Terrible-Tedog Litli-Jesús að ógleymdri sjálfri Hönnu-Mömmu. Að baki gásk- anum býr djúp alvara höfundar sem með sögunni kallar samferðamenn sína til ábyrgðar. Bókaútgáfan Forlagið gefur bókina út. Hér er gripið niður í miðja sögu. Á ferð og flugi Ossur-Mamma lá endilangur á beddanum í hosilóinu og svaf óvær eftir að hafa hent Eyja- fjalladrottningunni úl. Hann neitaði að viður- kenna í svefninum að hann hefði verið svona vondur við hana. Þannig hagaði til í hosilóinu að veggirnir voru rauðir en loftið svart og upp í loftið var skrúfað- ur ástarspegill. Þau höfðu fest hann þar í samein- ingu, andstutt bæði og titrandi af girnd. Þegar Össur vaknaði lá hann með andlitið við spegilinn. Hann skoðaði sjálfan sig lengi og hugs- aði á meðan, æ, mikil ósköp eru að sjá mig í framan, ég hlýt að liggja með andlitið upp við loftið. Hann sneri sér við og sá sjálfan sig liggja á beddanum og hrapaði, það var eins og brjóstið væri að sundrast í allar áttir og hann settist upp. - Vá! sagði Össur-Mamma við sjálfan sig. Ég flaut þarna uppi undir lofti. Það er ekki della. Hann lagðist á bakið yfirkominn af atburðum dagsins og fann þá aðra hönd sína síga hægt frá skrokknum og fingurgómana snerta fyrst kalt steingólfið og síga síðan ofan í það, hann strauk um sjávarfægða steinvölu sem hafði verið hrærð í sementið áratugum áður. Hann reis varlega á fætur úr sjálfum sér og steig fram á gólfið. Hann stóð lengi hreyfingar- laus í astrallíkama sinum og skoðaði sig vandlega. Það var engu líkara en hann væri látinn fyrir góðri stundu, og það var mikill friður og mildi yfir andlitinu. Hann hallaði sér fram til að skoða sig betur og fann þá að fæturnir lyftust frá gólfinu. Nei! Ég get flogið, hugsaði Össur. hann seig löturhægt og þrýsti svo fótunum injúklega í gólf- ið og lyftisl alla leið upp að lofti í hosilóinu og seig síðan rólega niður aftur. I þriðja sinn drap hann fótum niður og spyrnti nú rösklega í gólfið, rauk í gegnum loftið og dró undir sig fæturna og seig hægt niður og settist mjúklega í Búddastellingu á flatt þakið á hann- yrðaversluninni. Hann sat með lokuð augun nokkra stund og hætti varla á að opna þau. Hvílík skelfileg veröld getur ekki beðið handan vitundar mannsins, hugs- aði hann. Hann varð fyrir sárum vonbrigðum. Reykjavík var furðu lík sjálfri sér. Allt var óbreytt. Össur athugaði bæinn hægt og rólega, allan sjóndeildar- hringinn en kom ekki auga á neitt sem var 30 VIKAN 44. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.