Vikan


Vikan - 08.01.1987, Side 7

Vikan - 08.01.1987, Side 7
I Tjörnina í desember var opnaður í Reykjavík, nánar tiltekið í Templarasundi 3, nýr veitingastaður sem á áreiðanlega eftir að kitla bragðlauka margra fisksælkera. Sá nefnist Við Tjörn- ina og sérhæfir sig í fisk- og grænmetisréttum ýmiss konar. Yfirmatreiðslumaður staðarins er enginn annar en Rúnar Marvinsson sem hefur getið sér gott orð fyrir fiskrétti sína og fleira á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Honum til fulltingis er Eiður Örn Eiðsson og leggja þeir áherslu á að bjóða gest- um upp á ferskasta hráefni sem fáanlegt er á markaðnum. Salurinn er mjög vinalega búinn og tekur rúmlega 30 manns í sæti. Við Tjörnina er opinn alla daga vikunnar fyrir svanga sælkera í hádegi og að kvöldi. Við Nokkrir boðsgesta við opnun staðarins. Sá stutti nælir sér í góðgæti Og svo er eins gott að fylgjast með gangl mála í eldhúsinu. Eiður og af borðinu. Rúnar meistarakokkar til vinstri. Tíminn flýgur frá Herbert Time flies heitir splunkuný hljómplata sem Herbert Guðmundsson sendi nýlega frá sér. Herbert sér alfarið um sönginn á plötunni en um hljóðfæraleik og bakraddir sjá úrvalsmenn í stéttinni. Nokkrir þeirra eiga og heiðurinn af textunum, sem eru á ensku, þeir Steingrimur Einarsson, Magnús Hávarðarson og Mick Pollock. Herbert er hins vegar höfundur laganna. Myndarleg kynning á plötunni fór fram á dögunum í Hollywood og voru undirtektir viðstaddra stórgóðar. Herbert syngur af innlifun i Hollywood. I TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.