Vikan


Vikan - 08.01.1987, Page 8

Vikan - 08.01.1987, Page 8
Astrid Lindgren veröur áttræö á þessu ári. Astrid Lindgren Höfundur ódauðlegra bókmenntaverka Hver þekkir ekki sögur Astrid Lindgren? Lína langsokkur, Emil í Katt- holti, Bróðir minn Ljóns- hjarta og Elsku Míó minn hafa allar komið út á ís- lensku og eru löngu orðnar heimsfrægar. En afreksverk Astrid eru langt frá því að vera upp talin. Astrid Lindgren er geðþekk kona. Hún er ljúf í lund og góð í umgengni. Hún er farin að sjá nokkuð illa og háir það henni töluvert. Hún hefur búið við Dalsgötu í Stokkhólmi í fjörutíu og fimm ár. Þangað flutti hún ásamt eiginmanni sínum og börnum. En nú er mað- urinn látinn og börnin farin. Astrid er hins vegar afskaplega hress. I hinu meðalstóra húsi er allt fullt af bók- um, málverkum og skreytingum við ævintýri hennar. Húsgögnin eru gamaldags og hillur og borð eru þakin af ýmsum persónulegum munum. Upp á síðkastið hefur kvikmyndaheimurinn verið að skyggnast inn í heim sagna þessarar merkilegu konu. Auk þeirra mynda, sem hafa þegar verið gerðar eftir sögum hennar, var á siðasta ári hafist handa við að kvikmynda Línu langsokk í Bandaríkjunum og Elsku Míó minn í Sovétrikjunum, Englandi og Sví- þjóð. Sænska sjónvarpið gerði heimildarmynd um Astrid og er einnig að kvikmynda eftir einni af sögum hennar í Smálöndum. Ævintýrið hófst veturinn 1941. Þá lá dóttir skáldsins, Karin, í rúminu vegna lungnabólgu. Dag einn sagði hún við móður sina: „Segðu mér frá Linu langsokki.“ Karin hafði gripið nafnið úr lausu lofti. Astrid hugsaði með sér að stúlka sem hefði svona skrýtið nafn hlyti að gera margt skrýtið. Og Astrid sagði frá. Sögurnar urðu margar og langar. Karin og vinkonur hennar urðu hrifnar af þessari skrýtnu stelpu, með freknur og rauðar fléttur, hinum gífurlegu kröftum hennar, hestinum, 8 VIKAN 2 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.