Vikan


Vikan - 08.01.1987, Side 9

Vikan - 08.01.1987, Side 9
1944. Þá Steinninn góði apanum og öllu hinu. Lína komst ekki á blað fyrr en varð Astrid fyrir því happi að fótbrotna. Happ var það sökum þess að á hinum löngu stundum, sem hún varð að halda kyrru fyrir, fór hún að skrifa. Hún skrifaði niður sögur um Línu langsokk og gaf dóttur sinni í af- mælisgjöf. Afrit var sent til útgáfufyrirtækis en handritið var endursent. Utgefendurnir töldu að þetta vekti ekki áhuga sænskra barna. Síðar á sama ári varð saga Astrid, María leitar hjarta síns, þó í öðru sæti í barnabóka- samkeppni. Þessi samkeppni var haldin af öðru forlagi en því sem endursendi handritið að Línu langsokki. Eftir þetta tók Astrid aftur til við Línu lang- sokk. Hún gerði nokkrar breytingar og sendi svo handritið til forlagsins sem hafði veitt henni verðlaunin. Þar varð mikil hrifning og gleði. Þetta var bókin sem beðið hafði verið eftir. Lína langsokkur var gefin út í Svíþjóð árið 1945. Astrid Lindgren uppgötvaði gleðina við að skrifa. Hún hefur verið ótrúlega afkastamikil. Auk ofantalinna bóka hefur hún skrifað Leynilögreglumeistarann Karl Blomquist, Við á Saltkrákueyju, Börnin í Ólátagarði og Ronju ræningjadóttur svo að einhverjar séu nefndar. Þetta gerði Lína aldrei! En hvernig lítur stórskáldið á Línu? Astrid lítur á Línu með ákveðinni ánægju en hún er langt frá því að vera uppáhaldið hennar. Hún lítur á Línubækurnar sem frum- raun sína og það er margt í þeim sem henni er ekkert gefið um núna. Það er hugsanlegt að það sé eitthvað sem hún segir eða gerir sem fer í taugarnar á henni. En Astrid vill ekki vera misskilin; henni er vel við Línu og henni finnst hún dásamleg manneskja. Það er orð- bragðið sem hún er ekki sátt við. En það er vonlaust fyrir hana að fara að breyta ein- hverju. Ef hún gerði það er hún sannfærð um að þúsundir barna myndu segja: Þetta er ekki svona, þetta gerði Lína aldrei! Hún veit hvað gerðist ef hún færi að breyta einhverju í Línubókunum sem næstum helm- ingur jarðarbúa hefur lesið og finnst stórkost- legt að bækurnar séu einmitt eins og þær eru. Astrid telur að ef hún ætti að skrifa Línubækurnar núna yrði kannski engin Lína, að minnsta kosti yrði margt öðruvísi. í tilefni þess að Lína er orðin meira en fjöru- tíu ára var Astrid spurð að því hvernig Lína væri sem fullorðin manneskja. Astrid varð örlítið móðguð og benti á að Lína hefði tekið inn sérstakar pillur sem gera það að verkum að hún verður aldrei fullorðin! En hefur Astrid aldrei velt því fyrir sér hvernig Lína hefði orðið sem fullorðin? Nei, það hefur hún ekki gert. Hins vegar hafa margir aðrir gert það. Astrid Lindgren verður áttræð á þessu ári. Þegar imprað var á þessu við hana sagði hún að hún ætlaði að verja þeim degi í Góbíeyði- mörkinni. Astrid hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum hlutum. Um barnauppeldi sagði hún eftirfar- andi sögu, með eftirmála: „Eitt sinn var móðir sem ætlaði að refsa syni sínum. Hún bað drenginn að fara út í garð og sækja efni i vönd. En hann kom grát- andi aftur og sagði: Ég fann ekkert efni í vöndinn en ég fann þennan stein. Þú getur kastað honum í mig í staðinn. Þá fór móðirin líka að gráta og tók son sinn í fangið. Hún ákvað að upp frá þeim degi skyldi hún aldrei beita ofbeldi gegn börnum sínum. Hún setti steininn upp á hillu til að minna sjálfa sig á þetta. Ég held að margir þyrftu að eiga svona Astrid Lindgren heilsar Guðrúnu Helgadóttur er hún var hér í heimsókn. stein. Ofbeldi er hræðilegt og ef því er beitt gegn börnum er það ennþá hræðilegra." Astrid benti á að þótt lög í Svíþjóð bönn- uðu ofbeldi gegn börnum væri engin leið að fylgjast með slíku. Astrid er á móti líkamlegum refsingum en er alls ekki á þeirri skoðun að börn eigi að fá að gera allt sem þau vilja. Því sé einmitt öfugt farið því börn vilji hafa fastar reglur í líft sínu. Eins og hver og einn veit er ekki auðvelt að vera foreldri og hún tekur það einnig með í dæmið en telur mikilvægast að foreldrum finnist gott að vera með börnum sínum. Astrid Lindgren notar sína eigin barnæsku sem bakgrunn fyrir flest það sem hún skrifar. Hún er fædd og uppalin i Smálöndum. Af öllum þeim bókum, sem hún hefur skrifað, er Emil í Kattholti hennar uppáhald. Ein af aðalástæðunum fyrir því eru hinar lifandi lýs- ingar á lífinu í Smálöndum. Barnið í Astrid Lindgren Alls staðar eru bækur þessa merka rithöf- undar lesnar. í Kenýa, Ástralíu, á Havaii og í Japan, Englandi og Bandaríkjunum er Lína mjög ástsæl. Kalli á þakinu er hins vegar mest lesna barnabókin í Sovétríkjunum og í Póllandi eru Börnin í Ólátagarði skylduefni í skólum. Vinsældir hennar eru með ólíkind- um, út um allan heim! Hvers vegna? Astrid segir að skýringarinnar á þessu sé helst að leita hjá barni sem hefur lesið bók eftir hana. Hún telur hugsanlegt að svarið sé að finna í því að hún skrifar aldrei neitt sem barnið í henni sjálfri samþykkir ekki. En Astrid hugsar ekki um neinn eða neitt þegar hún skrifar. Hún skrifar aðeins fyrir sjálfa sig vegna þess að henni finnst það skemmtilegt. Hana langar ekki að vera uppeldisfræðingur eða sálfræðingur fyrir börnin. En það eru sennilega fáir sem vita hvernig Astrid skrifar bækur sínar. Hún hraðritar þær og aðeins á morgnana, stuttar stundir meðan hún er enn í rúminu. Stundum finnst henni að hún ráði ekki hvað gerist í sögunum. Söguhetjurnar gera skyndilega eitthvað upp á eigin spýtur og Astrid verður að skrifa það sem gerist, „ .. .þvi þannig á það að vera. Söguhetjurnar hafa ákveðið það.“ Móðirin Stærstu stundirnar í lífi sínu segir skáldið hafa verið þegar börnin hennar fæddust. Hún varð fyrir stórkostlegri lífsreynslu þegar Lasse, sonur hennar og fyrsta barn, fæddist. Hún gerði sér ljóst að hún hafði skyndilega fengið ókunnuga manneskju í rúmið sitt. Þegar Karin fæddist nokkrum árum síðar varð gleðin ekki eins gífurleg samstundis en eftir sólarhring eða svo var ást móðurinnar orðin jafnmikil á Karin eins og á Lasse. Aðstæðurnar breyttust auðvitað gífurlega fyrir Lasse þegar Karin fæddist. Astrid og hann höfðu varið miklum tíma saman. Astrid telur systkinaöfund afskaplega skiljanlegt fyr- irbæri. Hún sagði frá því að einu sinni hafi hún haldið á dóttur sinni í fanginu og vaggað henni fram og aftur. „Ó, litla Karin mín,“ sagði hún við barnið. En þá kom henni skyndilega til hugar að Lasse sat á salerninu og hafði þvi áreiðanlega heyrt hvað hún sagði. Þá gekk hún að salernisdyrunum, opnaði þær varlega, kíkti inn og sagði: „Ó, litli Lasse minn.“ Á eftir sagði Lasse henni að hann hefði heyrt hvað hún sagði og að hann hefði hugsað: Hvers vegna segir hún ekki svona við mig? „Svo þegar þú sagðir það við mig fannst mér þú vera svo góð manneskja." Þegar Lasse hafði sleppt orðinu kyssti hann á hönd móður sinnar. Það hafði hann aldrei gert áður. En hvernig lýsir Astrid Lindgren sjálfri sér? Hún segir að hún viti ekki hvort nokkur maður geti raunverulega lýst sjálfum sér. En hún lætur sér mjög annt um fólk og hún telur að hver maður hafi eitthvað að segja sem sé þess virði að hlusta á það. Hún segir að það sé tæplega hægt að vera rithöfundur án þess að hafa áhuga á fólki. Astrid Lindgren er góð og hógvær kona. Svo talar hún við sjálfa sig og finnst hún vera örlítið rugluð þess vegna. En hún segir að það sjáist ekkert að hún sé það. Astrid hefur líka sagt að hún sé í eðli sínu þunglynd. „En ég hlæ samt mikið svo ég er ekki lengur viss!“ 1 TBL VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.