Vikan


Vikan - 08.01.1987, Síða 14

Vikan - 08.01.1987, Síða 14
hér á landi og annars staðar fyrir að koma tekjum undan skatti með millifærslum til ann- arra landa þar sem skattaprósenta er lág. Gunnar fjallaði um þessa gagnrýni í fyrir- lestri fyrir skömmu og sagði þá meðal annars: „Margir ykkar hafa sjálfsagt heyrt gagnrýni á fjölþjóðafyrirtæki, meðal annars hvernig þau geta hagrætt bókum sínum þannig að skattar séu greiddir í þeim löndum þar sem skattaálögur eru lægstar. Má sjálfsagt finna mörg dæmi um slíkt. IBM er aftur á móti rekið á allt öðrum grunni. Þar gildir í stuttu máli að skattar skuli greiðast þar sem tekjur myndast." En gefum Gunnari orðið. „Við erum yfirleitt meðal hæstu skattgreið- enda á íslandi, auk þess sem við verðum að standa skil á greiðslum til móðurfyrirtækisins. En fyrirtækið heldur eftir ákveðnum hluta hagnaðarins eftir skatt, fyrir sig. Það eru margir sem leita til okkar eftir styrkjum, því miður er ekki hægt að sinna nema broti af þeim beiðnum sem við fáum. En við reynum að gera eins vel og við getum. Ein af grundvallarreglum fyrirtækisins er að vera góður þjóðfélagsþegn í því landi sem það starfar og jafnframt vera virkur þátttak- andi í þjóðlífmu og leggja sitt af mörkum í jákvæðum framlögum á hinum ýmsu sviðurn þjóðfélagsins. í tilefni af tuttugu ára afrnæli IBM á íslandi efndum við til samkeppni með- al listamanna, 35 ára og yngri. Henni lýkur núna tíunda janúar. Við einskorðuðum okkur ekki við eina tegund listar heidur er sam- keppnin opin fyrir málara, myndhöggvara og leirkerasmiði, svo eitthvað sé nefnt, og vona ég að þátttaka verði gþð. Verðlaunin eru 100 þúsund krónur sem renna óskiptar til þess sem vinnur. Þegar samkeppninni lýkur munum við standa fyrir sýningu á Kjarvalsstöðum á þeim verkum sem bárust. Þá má búast við að við og aðrir kaupum verk af þeim sem taka þátt í keppninni.“ - Hver ákveður hvers konar list skuli styrkt? „Það gerist nú hér í forstjórastólnum," seg- ir Gunnar brosandi en bætir við: „En auðvitað ráðgast ég við samstarfsmenn mína. Hug- myndirnar kvikna ekki bara í þessum stól, þær gera það annars staðar líka, utan sem innan fyrirtækisins. Fyrirtækið væri illa statt ef ég væri eini hugmyndasmiður þess.“ Mikill áhugi á skák - Nú er IBM skákmót framundan? „Já, í næsta mánuði stöndum við fyrir skák- móti en hér innan fyrirtækisins eru margir áhugamenn um skák. Þetta verður sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hérlendis og þó víðar væri leitað. Skákmenn okkar eru meðal þeirra sterkustu í heimi og í því sam- bandi þurfum við ekki að nota hina hefð- bundnu klisju „miðað við fólksfjölda". Okkur fannst það jákvætt framlag að halda skákmót þar sem skák byggir á hugviti eins og IBM gerir. Ég er viss um að þetta skákmót á eftir að vekja verulega athygli hérlendis sem erlendis. Verðlaunaféð er mjög rausnarlegt eða 30 þús- und dollarar. Til þess að gera mótið meira Viðtal: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Mynd: Valdis Óskarsdóttir spennandi verður greitt sérstaklega fyrir hverja unna skák. Það gerum við til þess að koma í veg fyrir of mörg jafntefli. Ungu stór- meistararnir okkar eru mjög spenntir fyrir mótinu og hvergi bangnir. Það verður gaman fyrir þá að glíma við skáksnillinga eins og Kortsnoj, Timman og Short en þeir verða meðal átta erlendra stórmeistara sem keppa á mótinu. Þetta er með sterkustu skákmótum sem haldin hafa verið í heiminum. Við reikn- um með að það lendi í fjórtánda eða fimmt- ánda styrkleikaflokki en skalinn spannar sextán flokka. Reyndar skilst mér að það hafi ekki verið haldin nema eitt eða tvö mót í sextánda flokki. Ég vona að þetta mót eigi eftir að hafa mikil áhrif á framgang skáklistarinnar hér á landi. Þeir sem mest láta að sér kveða í ís- lenska skákheiminum í dag voru á barnsaldri þegar heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischers og Spasskys var haldið hér á landi 1972, en það varð kveikjan að áhuga þeirra á skák. Það verður því vonandi fullt af strákum og stelpum sem fá áhuga á því að tefla þegar þau fylgj- ast með þessu móti.“ Ég er gamall KR-ingur Látið þið ákveðið hlutfall af hagnaði fyr- irtækisins renna til menningarmála? „Nei, það gerum við ekki. En þörfin er víða eins og til dæmis hjá iþróttafélögunum." Gunnar bendir mér á mynd af knattspyrnu- liði Fram sem leikur með merki IBM framan á bolunum sínum. Þið seljið Fram auglýsingar? „Við viljum ekki orða það þannig. Þeir leika með okkar merki og í staðinn leggur IBM fram fjármagn sem þeir fá greitt á keppnis- tímabilinu. Ef þeir vinna mót fá þeir auka- greiðslur. Það er geysilega mikill peningur sem fer í þetta. Okkur finnst betra að styrkja einn aðila heldur en vera að dreifa smáupphæðum hér og þar. Ég held að það megi segja að samningur okkar við Fram hafi verið tímamótasamning- ur fyrir íþróttahreyfinguna. Við sögðum: Við ætlum ekkert að prútta við ykkur. Þið fáið það fjármagn sem þið teljið nauðsynlegt til að ná árangri, ráða góðan þjálfara og annað slíkt - og á þeim nótum sömdum við. Síðan hafa önnur íþróttafélög komist að því hversu mikið Ijármagn þeir fá hjá okkur og hafa því getað samið á svipuðum nótum. Það er út i hött að vera að karpa um slíkt því ef félagið stendur sig ekki vel er það báðum aðilum í óhag. Þetta hefur verið ánægjuleg samvinna." - Hvernig stóð á því að Frant varð fyrir valinu, þú ert kannski gamall Frammari? „Nei, ég er gamall KR-ingur. En Fram er hér í næsta nágrenni við okkur í Skaftahlíð- inni og því varð það fyrir valinu.“ Tengsl IBM við skóla - Nú rekið þið tölvuskóla? „Já, við erum þekktir fyrir að bera hag menntunar fyrir brjósti. Við rekum elsta tölvuskóla landsins. Annars hefðum við viljað gera miklu meira þó svo að við eigum mjög gott samstarf við fjölmarga skóla á ýmsum stigum skólakerfisins, allt upp í Háskóla ís- lands. Talandi um Háskólann þá er vert að geta þeirrar miklu samvinnu sem við höfum við Orðabók Háskólans sem sá um gerð orða- safns sem tengist leiðréttingarforriti frá okkur. Þetta forrit finnur yfir 98% allra villna í rituð- um texta og kemur með tillögur um leiðrétt- ingar auk þess sem það skiptir alfarið rétt á milli lína. Orðabókarfólk hefur unnið ómet- anlegt verk við að finna nýyrði í íslensku. Við leggjum rnikla áherslu á að helstu notendafor- rit okkar séu á sent liprustrf og skýrustu máli og þar hefur komið til kasta Orðabókarinn- ar. Starfsfólk hennar hefur unnið þessar þýðingar fyrir okkur af kostgæfni og þarf ekki að segja neinum íslendingi hve mikilvægt er að vel takist til í upphafi til að við sleppum við hvimleið erlend tökuorð sem svo algeng eru hjá nágrannaþjóðum okkar.“ Um 1% ferðamanna á vegum IBM Heyrst hefur um umfangsmikið ráð- stefnuhald IBM hérlendis. Hvað er til í því? „Já, það er rétt. Á síðasta ári komu hingað um 1100 rnanns á okkar vegum, sem er um I % af þeim ferðamönnum sem komu hingað það árið. Á þessu ári verðum við með hátt í tvö þúsund manna ráðstefnu hér. Þetta er hlutur sem gerist ekki af sjálfu sér. Við erum búnir að standa í ströngu við að sannfæra erlenda starfsbræður okkar um að Island sé land sem er þess virði að heimsækja. Utlend- ingarnir, sem hafa komið á okkar vegum, hafa verið mjög hrifnir af landinu, af fólkinu og hvernig staðið er að ráðstefnuhaldi hér. Það er gott fagfólk sem skipuleggur þessar ráðstefnur. Þetta skilar ómældu fjármagni, ætli ráðstefnan á þessu ári skili ekki þjóðarbú- inu yfir hundrað milljónum í tekjur. En það er fleira sem fylgir, útlendingarnir sjá og heyra íslenska listamenn og fá tækifæri til að kynnast menningu okkar. Fólkið verður hrifið og kemur þá vonandi með fjölskyldur sínar seinna meir. Þetta er því góð land- kynning. Því miður er einungis hægt að halda þessar ráðstefnur hér í Reykjavík því að hótel- pláss og aðra aðstöðu skortir úti á landi. Ég hefði svo sannarlega ekkert á móti því að geta sýnt erlendum starfsmönnum IBM sem mest af okkar stórkostlega landi." Við höfurn talað um menninguna, um skólamál, íþróttir og landkynningu, þetta eru allt þættir sem IBM hefur stutt við bakið á. Þar með lýkur þessu samtali okkar Gunn- ars. Það er greinilegt að Gunnar er stoltur af IBM á íslandi og kannski ekki að ástæðu- lausu. 14 VI KAN 2 TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.