Vikan


Vikan - 08.01.1987, Qupperneq 18

Vikan - 08.01.1987, Qupperneq 18
Atviimumál aklraðra Þegar íjallað er um velferðarmál aldraðra er oftast lögð áhersla á tryggingamál, húsnæðis- og vistunarmál og fé- lagslega þjónustu. Aðrir þættir verða gjarnan útundan og þá ekki síst atvinnumál aldraðra. Starfslok Starfslok fyrir aldurs sakir ber að með ýmsum hætti. Oftast er það vegna reglna opinberra aðila og fyrirtækja um aldurs- hámark starfsmanna. Starfslok opinberra starfsmanna voru lengi óbundin af lögum. Á fjórða áratugnum var hins vegar lögfest að opinberir starfsmenn skyldu hætta þegar þeir yrðu fullra 65 ára og skyldu starfslok miðuð við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að þeim aldri var náð. Heimilt var þó að hafa menn, sem væru „ernir til sálar og líkama“, í starfi allt til sjötugsaldurs. Árið 1947 var svo lögum um aldurshámark opinberra starfsmanna breytt í það horf sem nú er, að menn megi hætta 65 ára en skuli hætta sjötugir. Rétt er þó að geta þess að þessi ákvæði gilda ekki um ráðherra, alþingis- menn eða aðra sem kosnir eru almennri kosningu. Á hinum almenna vinnumarkaði hefur ekki verið samið sérstaklega um starfslok vegna aldurs. Stærri fyrirtæki hafa þó gjarnan fylgt þeim reglum sem gilda um hámarksaldur opinberra starfsmanna. Þeir eru margir sem fara á eftirlaun á ári hverju hér á landi. Stór hópur þessa fólks er enn við fulla heilsu á þessum tímamótum ævi sinnar. Til eru þeir sem hverfa frá starfi án þess að fýsa þess, finnst þeir settir hjá eða dæmdir úr leik þótt þeir séu að fullu vinnufær- ir. A tvinnuþátttaka aldraðra Atvinnuþátttaka aldraðra er hlutfallslega meiri hér á landi en víða í nágrannalöndum. í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar um vinnumarkaðinn árið 1984 er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar um atvinnuþátt- töku aldraðra. í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að liðlega helmingur karla á aldrinum 70-74 ára er starf- andi á árinu 1984. Tæplega fimmtungur karla, eldri en 75 ára, er enn í vinnu. Atvinnuþátt- taka kvenna á þessum aldri er miklum mun minni. Innan við 20 af hundraði kvenna á aldrinum 70-74 ára eru starfandi og af kon- um, eldri en 75 ára, eru eingöngu 4 af hundraði i vinnu. Hjá báðum kynjum saman er um þriðjungur yngri aldurshópsins í vinnu en rétt innan við 10 af hundraði í þeim eldri. Ef litið er á atvinnuþátttöku aldraðra eftir umdæmum kemur í ljós að hún er mest hjá vestfirskum karlmönnum, bæði í aldurshópn- um 70-74 ára og hjá þeim sem eru 75 ára eða eldri. Þannig eru í starfi 63 af hundraði karla á Vestljörðum í yngri aldurshópnum og 26 af hundraði í þeim eldri. I báðum aldurs- hópunum er minnst atvinnuþátttaka meðal karla búsettra á Norðurlandi eystra. Hjá kon- unum er atvinnuþátttakan mest á Suðurlandi hjá aldurshópnum 70-74 ára. Nálægt 22 af hundraði kvenna á þessum aldri þar eru starf- andi. Meðal kvenna, eldri en 75 ára, eru flestar starfandi á Vesturlandi eða rétt innan við 9 TAFLA 1 Atvinnuþátttaka fólks yfir 70 ára árið 1984 (sem hlutfall starfandi af aldurshópi) Karlar Konur Samtals 70-74 ára: Reykjavík 48,7 17,7 30,6 Vesturland 53,1 20,6 37,1 Vestfirðir 63,0 20,6 42,9 Norðurland vestra 59,4 21,3 40,5 Norðurland eystra 41,2 13,3 27,0 Austurland 57,4 21,2 40,4 Suðurland 59,6 21,5 41,3 Reykjanes 51,2 13,0 30,5 Samtals 51,1 17,4 32,8 75ára ogeldri: Reykjavík 15,6 3,0 7,6 Vesturland 21,0 8,5 14,5 Vestfirðir 26,1 8,2 16,4 Norðurland vestra 22,8 8,0 15,0 Norðurland eystra 11,8 1,7 6,0 Austurland 16,9 5,2 10,6 Suðurland 22,5 7,7 15,2 Reykjanes 16,4 3,1 8,9 Samtals 17,3 4,0 9,5 Skýring: í þessari töflu teljast starfandi þeir sem vinna meira en 13 vikur á ári. Heimild: Vinnumarkaðurinn 1984. Mannafli, meðallaun, atvinnuþátttaka. Byggðastofnun, febrúar 1986. \ 18 VIKAN 2 TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.