Vikan


Vikan - 29.01.1987, Síða 18

Vikan - 29.01.1987, Síða 18
Stutt sakamálasaga eftir Michael Inns „Steelmálið," Appleby kinkaði kolli í gegn- um vindlareykinn. „Jú, ég hafði afskipti af því fyrir hreina tilviljun. Ég álpaðist inn í málið eða renndi beint inn í það væri kannski réttara að segja.“ Þegar hann sagði þetta mundi ég betur eft- ir atvikum: „Þú varst í næsta bíl á eftir, var það ekki?“ „Jú, rétt er það. Ég var reyndar á ólöglegum hraða, þetta var um nótt og þokuslæðingur sums staðar á veginum. Það er þó ekki hægt að segja að ég hafi ekið glannalega. Næsti bíll fyrir framan mig ók greitt eins og ég hafði reyndar ásett mér að gera. Þetta var stór glæsi- vagn og ég hélt mig svona hundrað metra fyrir aftan hann. Þetta gerðist á beygju.“ „Skothríðin?" „Við fyrstu sýn virtist ökumaður bifreiðar- innar einungis hafa stöðvað hana snögglega. Akstursaðstæður voru góðar en samt hafði bíllinn runnið til og lent með framhjólið út í skurð. Þegar ég kom að bílnum var John Steel látinn, skotinn í gagnaugað.“ Appleby þagnaði og ég notaði tækifærið og spurði: „Þekktirðu John Steel?“ „Aðeins af afspurn. Hann var umsvifamik- ill og illræmdur í viðskiptaheiminum. Hann var talinn mjög snjall og nú lá megnið af hans annars ágæta heilabúi á víð og dreif um bílinn. Hjá bílnum stóð ungur maður sem hvíslað nafni Johns Steel að mér.“ „Það var sem sé einhver í bílnum með Steel.“ „Já, ritari hans, Briggs að nafni. Þegar ég kom akandi stóð hann á miðjum veginum með byssuna í hendinni og ýmist veifaði henni eða starði á hana.“ Ég hristi höfuðið. „Það hefði hann ekki átt að gera.“ Appleby brosti kuldalega. „Þetta er eitt af því sem fólk er alltaf að gera. Venjulegt fólk hugsar ekki um fmgraför og önnur sönnunar- gögn gagnvart voveiflegum dauðdaga. Briggs hinn ungi virtist líka hafa orðið fyrir miklu áfalli. Mér sýndist hann vera í eins konar leiðslu. Það var eitthvað við hann sem ég átt- aði mig ekki á, jafnvel þótt ég hafi víðtæka reynslu af aðstæðum sem þessum." ..Hvað sagði Briggs?" „Hann ruglaði samhengislaust i fyrstu en að lokum tókst mér að koma atburðarásinni heim og saman. Hann hafði farið með vinnu- veitanda sínum út í sveit í heimsókn til meðeiganda hans, Charles Counterpoynt. Þeir félagarnir höfðu rætt viðskiptamál í ein- rúmi mestallan daginn. Að loknum kvöldverði lögðu þeir Steel og Briggs af stað heim á leið og Briggs taldi að Counterpoynt ætlaði líka til borgarinnar þetta sama kvöld svo að hann átti að vera í bíl rétt á eftir þeim.“ „Var Steel ekki með bílstjóra með sér?“ „Nei. Hann ók sjálfur og Briggs sat aftur í með tjöldin dregin fyrir og millirúðuna lok- aða svo að hann gæti óhindrað unnið ein- hverja pappírsvinnu og haft ljós. Svona var þetta venjulega haft þegar þeir ferðuðust að næturlagi. í þetta skipti hafði Briggs hins veg- ar orðið syfjaður og fengið sér hænublund, eða svo sagði hann að minnsta kosti." „Sagði hann eitthvað fleira?“ Hann sagðist hafa vaknað þegar bíllinn stöðvaðist. Hann þóttist vita að eitthvað væri að svo að hann dró tjöldin frá og í því sá hann Steel draga upp skammbyssu og skjóta sig í höfuðið. Það næsta sem hann mundi var að hann stóð á veginum með byssuna í hend- inni.“ „Þér hlýtur að hafa fundist þetta undarleg saga, kæri Appleby," sagði ég og hristi höfuð- ið. „Fjármálajöfur ekur einsamall í rólegheit- um eftir veginum, dregur skyndilega upp byssu og skýtur sig í höfuðið. Þetta er engan veginn rökrétt.“ „Það fannst mér ekki heldur. Briggs gerði sér líka grein fyrir því að útlitið var heldur dökkt hjá honum. Ég sagði honum strax að 18 VIKAN 5. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.