Vikan


Vikan - 29.01.1987, Page 24

Vikan - 29.01.1987, Page 24
SILVÍA Silvia i fullum drottningarskrúða. Konungshjónin heimsækja ólíkustu þjóðir. Hér er Silvia i Japan . . . og Saudi-Arabiu. „Jak elskar dik,“ sagði Silvía Renathe Sommerlath (og reyndi að vanda sænskuna) við unnusta sinn, Karl Gústaf, þann 13. mars 1976. Þann dag opinberaði Svíakonungur trú- lofun sína og þýsku stúlkunnar Silvíu - og fyrrnefnd játning fauk í fjölmiðlana. Á fyrstu síðum siðabókar sænsku krúnunnar stendur hins vegar að á opinberum vettvangi megi kóngafólk engan veginn afhjúpa djúpar til- finningar eða innstu hugsanir. Silvíu var þó strax fyrirgefið því einlægni hennar og hlýja snart ekki aðeins almenning heldur einnig stíf- ustu siðameistara. í júnímánuði munu þau hjón, konungur og drottning Svíþjóðar, heimsækja ísland og endurgjalda þar með heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Karl Gústaf kom hingað í opinbera heimsókn í forsetatíð Kristjáns Eldjárns, þá nýorðinn konungur og enn ógift- ur. Sænsku konungshjónin njóta virðingar og vinsælda meðal landa sinna og er talið að Silvía eigi ekki minnstan þátt í því. Sagt er 24 VIKAN 5. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.