Vikan


Vikan - 29.01.1987, Síða 34

Vikan - 29.01.1987, Síða 34
Vandfundnir eru þeir menn sem hafa verið eins mikið í fréttum og á milli tannanna á fólki og Albert Guðmundsson. A nafni hans hefur verið tæpt í tengslum við ófá mál. f>au síðustu eru tengsl hans við Hafskip og Útvegsbankann og niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrr í vetur. Hann hefur oft verið mið- punkturinn í pólitískum orrahríðum en líklega er Hafskipsmálið það mál sem verst hefur farið með pólitískan feril Alberts. Margir héldu að það mál yrði hans banabiti. En þá, sjálfsagt mörgum til undrunar, hlaut hann fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem áður er nefnt. Þau úrslit hafa hrundið af stað bollaleggingum um stöðu sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi kosningum. Margar spurningar hafa vaknað í sambandi við Albert Guð- mundsson og mörgum er ósvarað. Sumum hefur hann svarað í véfréttastíl. Að hans eigin sögn er stundum tími til að þegja og stundum tími til að tala, þó í véfréttastíl sé. Vikan fór þess á leit við Albert að hann veitti okkur viðtal og hann varð við þeirri beiðni, þá greinilega kominn tími til að tala. Spurningarnar voru bornar upp við iðnað- arráðherra þar sem hann sat í stólnum sínum á bak við stórt skrifborð í ráðuneytinu. Hann byrjaði á því að seilast ofan í skúffu og ná í stóran vindil. Sá var ST ÓR. Hann var af þeirri stærð að flestum hefði vaxið í augum að reykja heilan slíkan. En Albert var ekki banginn við það fremur en annað og kveikti i. „Þessi vindill er gjöf frá Jóni Magnússyni lögmanni og varaþingmanni, hann keypti hann á Kanaríeyjum og færði mér nýlega.“ Nú logar í vindlinum. Albert segir okkur undan og ofan af knattspyrnuferli sínum og innan skamms víkur talinu að stjórnmálaferli hans. Við fléttum spurningar og svör saman hér á eftir, sömuleiðis fortíð og nútíð. Sem unglingur og ungur maður var hann þekktur innan íþróttaheimsins. Og hann var fyrsti atvinnumaður Norðurlanda í knatt- spyrnu. Hann gerðist mikilvirkur í viðskiptalífinu en allar götur síðan 1970 hefur hann verið áberandi í íslenskum stjórnmálum. „Ég byrjaði að vinna fyrir Sjálfstæðisflokk- inn um 1956-1957. En ég fór ekki í framboð fyrr en 1970. Það var fyrir borgarstjórnar- kosningar. Upphafið að þvi að ég byrjaði í stjórn- málum má sennilega rekja til þess að þeir sem réðu í flokknum þá töldu að þeir gætu notað mitt nafn því það var þekkt úr íþróttunum. Það er eina skýringin sem ég kem auga á, ásamt því að ég hafði unnið fyrir flokkinn. Þá var nafn mitt líka orðið þekkt í viðskipta- heiminum. Ég veit ekki hvort forystumenn flokksins hafa í upphafi haldið að ég væri gott efni í stjórnmálamann. Ég hef alltaf átt erfitt með að vita hvað þeir hugsa. Já, ég tala um þá líkt og andstæðinga mína. Hvers vegna? Það er vegna þess að þegar í stjórnmál er komið er eins og mönnum sé skipt í flokka innan síns eigin flokks. Þess ber að gæta að ég vil auðvitað vera hluti af heild- Ég veit ekki hvort for- ystumenn flokksins hafa í upphafi haldið að ég vœri gott efni í stjórnmálamann. inni. Ég er vanur því úr íþróttunum. En í stjórnmálunum er eins og það sé fyrirfram ákveðið hverjir eigi að vera forystumenn og hverjir fylgismenn. Það eru þeir sem þykjast vera sjálfkjörnir forystumenn í flokknum sem ég tala um í þessum tilvikum. Ég hef að sjálf- sögðu svarað í sömu mynt. Og þess vegna hef ég sterkan hulduher, kjarna fólks sem styður mig og hjálpar. Ég segi engum frá því hvernig ég skipulegg hulduherinn því það gætu aðrir notfært sér. Auðvitað á ég marga harða andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins en það á enginn þennan flokk og hann er opinn fyrir hverjum sem er. Og þótt hugsjón flokksins sé ekki virt að öllu leyti í dag þá er það hún sem ég aðhyllist. Ef maður hefur Ég tel ekki mínar skoðanir meira á skjön en annarra. Við trúumþví öll að við séum að berjast fyrir Sjálfstœð isflokkinn. hugsjón verður hann að berjast fyrir henni. Ég held að í seinni tíð hafi verið misvel farið með hugsjón Sjálfstæðisflokksins. Fjar- lægðin gerir íjöllin blá og mennina mikla. Mér frnnst að fyrstu baráttumenn (lokksins hafi verið þeir sem best hafa útfært hugsjón- ina. Það ber að athuga að það sem fólk kallar stríð í Sjálfstæðisflokknum gerir flokkinn að því sem hann er. Fólk er frjálst innan hans. Það er frjálst til að hafa eigin skoðanir og það er frjálst til að berjast fyrir þeim. Það berst fyrir skoðunum sínum innan flokksins en ennþá harðar utan hans, fyrir hugsjónum heildarinnar. Ég tel ekki mínar skoðanir meira á skjön en annarra. Við trúum því öll að við séum að berjast fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er styrkur flokksins og það er þetta sem hríf- ur fólk með. Hvað skoðanakannanir varðar er sjálfsagt að virða þær. Það er heimska að gera það ekki. Ég hef aldrei skilið þá sem hafa kjark til að vera vantrúaðir í þeim efnum. Slíkar kannanir hafa oft reynst marktækar hér á landi. En þær hafa líka brugðist. Ég sé mikla hliðstæðu í þessum nýju skoðanakönnunum og þeim sem gjörsamlega brugðust. Skoðana- kannanir hafa sjaldan verið nokkrum flokki hliðhollari en þegar þær sögðu að Vilmundur heitinn ætti að fá níu menn kjörna. En í reynd .var aðeins einn maður kjörinn á þing, fyrir Bandalag jafnaðarmanna, en hinir þrír voru uppbótarþingmenn. Ég held að þessar skoð- anakannanir núna séu sama loftbólan. Ég er alls ekki hræddur við að leggja út í kosningaslag núna þó að skoðanakannanir séu Sjálfstæðisflokknum ekki í hag. Ég er ekki hræddur við að leggja út í slaginn við Jón Baldvin. Mér hefur aldrei liðið betur en þegar baráttan virðist vera sem hörðust. Ég hef mikinn baráttuanda_ sem er tvímælalaust kominn úr íþróttunum. Ég hef ákveðin mark- mið að keppa að og ég fer í orrustu til þess að sigra. Það er margt líkt með stjórnmálum og knattspyrnu. Ég nýt góðs af þeirri reynslu sem ég öðlaðist í íþróttunum, Þar verður að 34 VIK A N 5. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.