Vikan


Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 29.01.1987, Blaðsíða 37
Ég hef meira þrek og sterkari vilja en nokkur annar maður sem ég þekki. á því að ég verði ráðherra í næstu ríkisstjórn, myndi Sjálfstæðisflokkurinn hana. Ég vona að Þorsteinn Pálsson verði næsti forsætisráð- herra, það er eðlilegast. Sjálfstæðisflokkurinn verður áreiðanlega hér eftir sem hingað til stærstur stjórnmálaflokka og þess vegna verð- ur formanni flokksins fyrst falið að mynda næstu ríkisstjórn. Og ég veit það af reynslu og samstarfi við formann Sjálfstæðisflokksins að honum tekst að mynda ríkisstjórnina eftir kosningarnar í vor. Viðreisn, hvað meinar þú? Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn saman í stjórn? Það eru ekki menn í Alþýðuflokknum til að mynda nýja viðreisn í þeirn skilningi sem sjálfstæðis- menn leggja í það orð. Jón Baldvin Hannibals- son er enginn maður til að koma i staðinn fyrir Emil Jónsson eða Gylfa Þ. Gíslason eða þessa fyrrum forystumenn Alþýðuflokksins. Jón Sigurðsson hefur nú verið að gera áætlan- ir fyrir ríkisstjórnir undanfarið og það hefur flestallt mistekist. Ég held að það sé best fyr- ir þjóðfélagið að átta sig á því að það þurfa að koma hér hreinni skil á milli flokka þann- ig að flokkarnir geti komið fram ómenguðum stefnumálum sínum. Það er kominn tíminn til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda einn um stjórnartaumana. Það er alltaf tekið frá flokkunum að fá að starfa eftir eigin stefnu og hugsjónum vegna blöndunar og eftirgjafar í stjórnarsamstarfi.'1 Albert Guðmundsson fór utan árið 1944 til að keppa í knattspyrnu og flutti ekki aftur hingað til íslands fyrr en 1956. Hann fór í framboð fyrir Sjálfstæðisflokk- inn árið 1970 og settist þá í borgarstjórn Reykjavíkur. Á Alþingi var hann kosinn 1974 og hann var samtímis borgarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar og þingmaður þar til síðastliðið vor að hann lét af störfum sem borgarfull- trúi. Albert er litrikur og háll sem áll. Hann rekst illa i flokki: „Ég er sjálfstæðismaður og hef sjálfstæðar skoðanir og er óhræddur við að láta þær koma fram," svarar hann þeirri staðhæfingu blaðamannsins. Þegar hann dvaldi erlendis bjó fjölskyldan lengst í París. Fjölskyldan var þá eiginkonan, Brynhildur Jóhannsdóttir, og dóttirin Helena sem er fædd í París. Eldri sonur þeirra hjóna, Ingi Björn, er fæddur í Nice. Og yngsta þarn- ið, Jóhann, er fætt í Reykjavík. Ákveðið var á sínum tíma að fara heim svo börnin, sem þá voru tvö, gætu gengið i íslenska skóla. Fjölskyldan hefur stækkað; í hópinn hafa bæst makar og þrettán barnabörn. En ennþá er Nice ofarlega í huga þeirra enda er Albert Guðmundsson heiðursborgari þar. „Það hefur ekki liðið sá dagur í þau þrjátíu ár, sem eru liðin frá heimkomu minni, að ég haft ekki hugsað til þess að setjast aftur að erlendis. Ég hef unað mér vel hér og ég hef unað mér vel í útlöndum líka. Síðustu þrjú árin, sem ég var erlendis, bjó ég í Nice og þar á ég marga góða vini. Sjálfsagt væri ég í Nice núna ef ég hefði ekki hafíð afskipti af stjórn- málum. Það var tekin ákvörðun um það áður en haldið var heim að koma aftur. Ég mun áreiðanlega eyða ævikvöldinu í Nice.“ Stóri vindillinn var orðinn að ösku og Albert er kvaddur. 5. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.