Vikan


Vikan - 29.01.1987, Side 38

Vikan - 29.01.1987, Side 38
Jack og Meryl Streep. og vill hafa röð og reglu á hlutunum. En það dylst engum að hann er ekki venjulegur ná- ungi. Hann hefur ótrúlega hæfileika og sumir segja að hann sé besti leikari sem fram hefur komið á hvíta tjaidinu. Þeir sem sáu Jack í óskarsverðlaunahlut- verki sínu, One Flew over the Chukoo’s Nest (Gaukshreiðrið), hafa án efa sannfærst um hæfni hans og þá dulúð sem hann býr yfir. Auk þessara verðlauna fékk hann styttu af Oskari frænda fyrir aukahlutverk í myndinni Tearms of Endearnment. Alls hefur hann sex sinnum verið tilnefndur til verðlauna. Jack naut sín einnig til fulls i mynd sem gerð var eftir sögu Stephens King, The Shin- ing. I gegnum tíðina hefur Jack verið bendlaður Heimili Jacks Nicholson í hæðum Holly- wood gnæfir hátt á banni gljúfurs - sjaldgæf sjón á þessum slóðum. Búið er að setja girð- ingu fyrir aðkeyrsluna, sem Jack og Marlon Brando eiga sameiginlega. En þrátt fyrir þessa girðingu og myndavélakerfi, sem er notað til að fylgjast með ferðum ókunnugra, eru hús hans alls ekki nein virki - tvö hús, röð af bifreiðaskýlum, boltakarfa, sundlaug og mik- ið útsýni. Innanhúss eru veggirnir þaktir málverkum, þar á meðal eru verk eftir Mat- isse og Picasso. Jack hefur verið lýst sem venjulegum ná- unga frá New Jersey, sem er harður af sér 38 VIKAN 5. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.