Vikan


Vikan - 29.01.1987, Síða 55

Vikan - 29.01.1987, Síða 55
dansa inn í. Smám saman dansar hún sjálf inn í kúluna og snýst hraðar og hraðar með henni. Ljósin brotna í glerprismunum og lit- brigðin verða fallegri en hún hefur nokkurn tíma séð, meira að segja kjóllinn hennar verð- ur sérkennilega rauðbleikur alveg eins og skýið í draumnum. Hún skynjar umhverfið sem í órafjarlægð og frnnst hún sogast með kúlunni ofar og ofar. En hún snýst ekki ein, henni er haldið fast upp að hlýju brjósti, svo fast að hún fínnur heitan hjartslátt og heitan andblæ sem hvíslar ókunnum, framandi orð- um í eyra hennar, orðum sem hún skilur ekki en bera með sér svo mikla hlýju að henni hitn- ar allri. Hvað vill hann henni, þessi ókunni maður? Girnist hann líkama hennar? Annað getur ekki hrifið hann þar sem hann þekkir ekki sál hennar né hugsun. Tungur þeirra eru fram- andi svo að þau geta ekki mæst nema í tungumáli líkama og augna, en augum hans þorir hún ekki að mæta aftur. Sál hennar verður einmana þrátt fyrir ná- lægð mannsins. Hún tekst á flug og svífur fyrir ofan kristalskúluna. Er hún orðin ósýni- leg eða komin á annað tilverustig? Getur fólkið séð hana, þó að hún sjái það? Eða er hún undir álögum kristalskúlunnar? Hún veit það ekki. Hún skynjar það eitt að svona vel hefur henni aldrei liðið, svífandi fyrir ofan allt og alla. „Rósa.“ Nafn hennar fellur yfir hana í marghljóma raddbrigðum af undrun, sárs- auka og særðu stolti, eins og sverð sem rýfur álagahjúp. „Af hverju situr þessi útlendingur við hliðina á þér og af hverju leyfir þú honum að halda utan um þig eins og hann eigi þig?“ Hún dettur harkalega niður úr draumórum sínum og lítur óttaslegin upp. Maðurinn, sem hún er búin að biða eftir og þrá allt kvöldið, stendur fyrir framan hana. Loksins er hann kominn. Nú fær hann að sjá hana í kjólnum sem hún keypti eingöngu fyrir hann. Osjálfrátt réttir hún úr sér og send- ir fallegt bros með logandi fyrirheitum. „Af hverju ertu búinn að láta mig bíða svona lengi?“ segir hún. „Eg er búin að vera ein svo óendanlega lengi.“ Heit augu hennar mæta augum hans sem eru full af ásökun og röddin er hörð þegar hann svarar: „Ég hélt að þú gætir beðið ein smástund án þess að daðra við aðra karlmenn.“ „Daðra?“ Rödd hennar er spyrjandi og augun stór og full af undrun. „Ég veit ekki hvað þú átt við. Ég sat og beið eftir þér og var svo einmana. Þessi maður er búinn að vera góður við mig og gaf mér í glas. Ég var þreytt og leið að bíða, en núna liður mér vel.“ Af hverju var rödd hans hörð og ásakandi og af hverju dáðist hann ekki að kjólnum hennar? „Þú ert full, þess vegna ljður þér vel. Og hvað er eiginlega að sjá þig?.í hvaða kjól ertu? Þú lítur út eins og gleðikona." Gleðikona, gleðikona - orðið stakkst inn í hana eins og glerbeittur hnífur, margfaldaðist í bergmáli sínu og varð að heilum gleðikonukór í vitund hennar. Allt fór að hringsnúast í kringum hana. Hún greip dauðahaldi í borðbrúnina til að verjast falli. Sársauki trúgjarnrar, sak- lausrar sálar, sem var búin að ganga í gegnum mikil átök, varð svo yfuþyrmandi að meðvit- undarleysið var líknandi. „Gleðikona, gleðikona." Hver hafði sagt þetta um hana? Helsár minning um endalok þess sem hafði átt að vera upphaf þess dásam- legasta í lífinu var svo sár að hún gat ekki grátið. Heljarstór steinn marði hjartað, heilt bjarg var að kæfa blómið sem hafði sprottið og blómgast fegurst í lifi hennar. Hún var svo þreytt að hún gat hvorki bifað hendi né fæti. Líkaminn allur sár og óteljandi hamarshögg dundu í höfðinu. En allt var svo mjúkt í kring- um hana að hún sveif aftur inn í svefninn. Þegar hún vaknaði aftur leið henni aðeins betur. Augnalokin voru samt svo þung að það var mikil áreynsla að opna augun. Mesta áfallið beið þegar augu hennar opnuðust. Hún var stödd í hótelherbergi, liggjandi í rúmi við hliðina á manni sem var henni eins fjarlægur og ókunnur og hún hefði aldrei séð hann. Raunveruleiki þess sem gerst hafði án hennar vitundar þrengdi sér inn í hana eins og græn, slímug ófreskja og henni lá við köfnun. „Gleðikona, gleðikona,“ öskraði kórinn inni í henni af fullum áhersluþunga. Sakleysis- legur rauður silkikjóll lá á stólbaki við hliðina á rúminu. Núna fyrst skildi hún hvað hann var búinn að vera henni dýr. Hún yfirgaf herbergið eins hljóðlega og hún gat til að vekja ekki manninn í rúminu. Það var neyðar- úrræði að íklæðast aftur rauða kjólnum. Aldrei framar skyldi hann fá að hjúpa líkama hennar. Salurinn sem hafði verið hjúpaður glæstum ævintýraljóma kvöldið áður var núna sneydd- ur tónum og töfrum, fáránlega ber og nakinn i grárri morgunskímunni. Hún bað um tösk- una í hótelmóttökunni. Augnaráðið sem mætti henni, mældi hana út og fann léttvæga, brenndi hana inn að hjartarótum. Samt var hún svo undarlega steinrunnin að sársauki augnabliksins var,deyfður. Sárustu kvölinni fylgir oft líkn. Guð minn góður, hvað gær- kvöldið var fjarlægt. Það var eins og hún hefði elst um mörg ár. Hún öðlaðist eitthvað af fyrri styrk við að fara í gallabuxur og peysu. Var hún með því að losa sig úr álögum? Hún andaði léttar þegar þungar dyr stein- kastalans lokuðust að baki hennar. Henni leið eins og hún væri að stíga út úr hamrabergi þar sem hún hefði verið lengi í álagafjötrum. Hressandi vindblær morgunsins fékk blóðið til að þjóta fram i kinnarnar. Gamla, góða úlpan hlífði henni alltaf jafnvel. Taskan sem hún bar var blýþung, samt var aðeins fisléttur kjóll í henni. Hvað átti hún að gera við þessa þungu byrði? Átti hún að ramma kjólinn inn til minningar um kvöld í lífi ungrar stúlku kvöldið þegar hún missti sakleysi -sitt? Nei, hún þurfti ekki að ramma hann inn til að muna eftir kvöldinu, það yrði alltaf brenni- merkt í hjartanu. Hún yrði að losna við hann á annan hátt. Hálffrosin tjörnin kom í sjónmál. Ætti hún að drekkja honum, horfa á dýrð hans blikna í drullugu vatninu, kasta á hann steinum og sökkva honum? Draumurinn stóð allt í einu ljóslifandi fyrir henni og hún fylltist ofsa- bræði, reif kjólinn upp úr töskunni og fór að tala til hans eins og hann væri lifandi. „Hvað á ég að gera við þig? Þú ert ekkert annað en tælandi köngullóarvefur og dýrð þín ætluð til að heilla ungar stúlkur í net þitt.“ Róleg rödd rauf eintal hennar við kjólinn. Röddin sagði: „Hvað hefur þessi fallegi kjóll gert þér, sem er skapaður til að umvefja konuna og endur- spegla fegurð hennar?“ Hvaðan kom þessi rödd? Kom hún frá likneskjunni sem sat á bekk við tjörnina? Eða var þetta steinrunnin mannsmynd? Sjálfsvitundin færðist frá henni sjálfri og að ungum manni sem sat þarna eins og stein- runninn og starði stjörfum augum út i vatnið. Hvaða áfall hafði lífið veitt þessari einmana veru sem var með sorgina skráða í hverjum andlitsdrætti? Hún vissi það ekki, myndi kannski aldrei fá að vita það. Sorgin var hans byrði alveg eins og nóttin var hennar. Nýrri hugsun skaut upp í huga stúlkunnar og áður en hún vissi af stóð hún með kjólinn fyrir framan manninn og orðin hrundu af vörum hennar. „Þekkirðu ástina?“ Það var eins og maður- inn vaknaði úr dvala. Augu hans voru lifandi þegar þau mættu hennar í tregablandinni ang- urværð: „Jú, víst hef ég kynnst henni en því miður alltof skamman tíma.“ Hún rétti hon- um kjólinn og sagði: „Viltu gefa stúlkunni sem vill leyfa þér að eiga sig þennan kjól? Ég vona að rauði liturinn gefi ykkur báðum fallega kvöldstund.“ Gleðibjarmi lifnaði á andliti unga mannsins. Hann tók við kjólnum og sagði: „Ég þigg kjólinn og vona að ég verði það gæfusamur að eiga rósrauða kvöldstund í skini hans. Hann mun aljtaf minna mig á þig og þennan fund okkar. Þegar maður er sjálfur sokkinn í sorg og sjálfsmeðaumkun, gleymir maður oft öllum hinum sem svipað er ástatt fyrir. Guð gefi þér góðan dag, við erum sálufélagar í áföllum lífsins." Hann rétti hanni höndina og þau mættust í hlýju handa- bandi. Einlæg hlýja orða og handabands mýkti frosið hjarta stúlkunnar og gaf henni likn táranna. Þennan morgun lífsins gekk hún og gekk. Það var eins og hún gæti ekki hætt að ganga, fyrst stefnulaust en síðan ákveðnara með hverju spori. Hún varð allt í einu svo undar- lega létt á sér, svo óendanlega frjáls. Núna sá hún orð og gerðir hans sem hafði heillað hana í réttu ljósi og sá hvað hún hafði verið barnalega trúgjörn. Þetta var eins og martröð eða vondur draumur sem tíminn átti eftir að milda. Markmiðið blasti við henni bjart og fagurt. Núna fyrst sá hún hvað það var henni mikils virði. Ákveðin og létt í spori tók hún stefnuna á það. 5. TBL VI KAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.