Vikan


Vikan - 29.01.1987, Qupperneq 60

Vikan - 29.01.1987, Qupperneq 60
þá að stöðugri ógnun fyrir nágranna- þjóðflokkana. Masaiar fóru með ránum og rupli og árið 1859 náðu þeir alla leið til suðurstrandar Mom- bassa. Sá þjóðflokkur, sem einkum varð fyrir barðinu á þeim, voru hinir friðsælu bantumenn sem lifðu af akur- yrkju og landbúnaði, sem masaiar fyrirlitu öðru meir. Um 1830 var sókn þeirra suður á við stöðvuð af öðrum þjóðflokkum og smám saman fór að halla undan fæti. Innbyrðis styrjöld milli hinna fimm ættbálka masaia braust út og varð til þess að sterkasti ættbálkurinn, wakwavi, fluttist burt. Árið 1883 sýktust nautgripir þeirra, sem eru af hinu harðgera zebukyni, af brjósthimnubólgu og hrundu niður. Um 1890 gaus upp meðal þjóðflokks- ins bráðsmitandi nautgripapest og bólusótt. Lát foringjans, hins mikla M’Batian, leiddi til átaka milli ætt- flokkanna. Allt stuðlaði þetta að hraðfara hnignun. Hignun þjóðflokksins fór hönd í hönd með komu hvita mannsins til þessa hluta Afriku. Reyndar voru lönd masaianna síðustu landsvæði Afríku sem hvítir menn komu til. Árið 1883 fór fyrsti hvíti maðurinn, Joseph Thompson, óhultur í gegnum lönd þeirra. En orðrómurinn um þá lifði langt fram á tuttugustu öldina, reyndar allt fram á þennan dag. Þjóðsagan um eðli og uppruna masaianna er mjög skýr. Samkvæmt henni var það guð þeirra, Ngai (eigin- maður tunglsins og skapari alls), sem í upphafi skapaði masaiana. Masaiar trúa því að í upphafi hafi himinn og jörð verið eitt. Við aðskilnað himins og jarðar hafi Ngai yfirgefið mennina til að búa á himnum. Því skapaði Ngai allan nautpening heimsins og gaf þeim til að lifa af. Þessi aðskilnaður himins og jarðar olli því að masaiar líta á jörðina sem eitthvað óæskilegt og eiginlega af hinu verra. Þess vegna vilja þeir ekki stunda akuryrkju, grafa í jörðu eða sá. Það var sú grundvallar- kenning að allur nautpeningur hefði verið skapaður einungis handa þeim sem réttlætti nautgripastuld í þeirra augum. Samkvæmt henni voru þeir einungis að endurheimta það sem þeim bar með réttu, samkvæmt guð- legri ákvörðun. Félagsleg uppbygging Stéttaskipting meðal masaianna er mjög skýr. Hún byggist fyrst og fremst á skiptingu karlanna í aldurshópa. Skrautbúin masaiakona við vi tnu sína. Masaiastríðsmaður með höfuðskraut. Texti: Unnur Úlfarsdóttir Meðal masaianna tíðkast umskurður bæði hjá konum og körlum. Allir karl- ar, sem umskornir eru á sama tíma, teljast til sama aldurshóps. Hver ald- urshópur lýtur valdi næsta aldurshóps fyrir ofan. Fyrsti mikilvægi aldurs- hópurinn, eftir að drengir teljast komnir á fullorðinsár, nefnist „mor- ans“. Ungir menn verða moranar strax að loknum umskurði sem fram fer á sextánda aldursári. Þá verða þeir að yfirgefa öryggi föðurhúsanna og gegna nokkurs konar herþjónustu sem í raun er allsherjar þjálfun í stjórnmálum, umsjón nautgripahjarð- anna og trúmálum. Á þessu tímabili tileinka moranar sér stríðsmanns- hegðun sína, með þeim magnast fyrirlitning á landbúnaðarþjóðflokk- unum sem þeir álíta sér óæðri. Hermennirnir eða moranar mega ekki kvænast. Þeir búa í sérstökum þorp- um á meðan á herþjónustunni stendur og þangað fá þeir heimsóknir ógiftra kvenna. Vopn þeirra eru langblaða spjót, trékylfur og stutt sverð. Morantímabilið stendur í um það bil fimmtán ár. Þá tekur við neðsta þrepið í flokki öldunganna. Því fylgja ýmis réttindi eins og að sitja á fundum eða tyggja tóbak og síðast en ekki síst rétturinn til að tjá sig um skoðanir sínar. Aldursskiptingin afmarkar ekki einungis skýrt þá hópa sem fara með völdin í þjóðfélaginu heldur einnig þá hópa sem fá það hlutverk að fram- kvæma ákvarðanir hinna. Hið póli- tíska vald er hjá öldungunum, æðsta aldurshópnum. Ur þeirra hópi er svo valið öldungaráð sem fer með löggjaf- ar- og dómsvald. I sameiningu velja svo hóparnir fulltrúa sem kemur fram fyrir þeirra hönd og greinir frá niður- stöðum fundanna. Til að stýra fundunum er valinn einn úr hópi öld- unganna en hann hefur engin sérstök völd. Hjá masaiunum er það meiri- hlutinn sem ræður í allri ákvarðana- töku. Trúarathöfnum er stýrt af „oloiboni“ sem ef til vill mætti kalla einhvers konar æðsta prest, án nokk- urra pólitískra valda. Masaiar í dag Eins og áður segir eru masaiar hirð- ingjar. Þeir stunda hvorki veiðar né akuryrkju. Þeir lifa á nautgriparækt en auk hennar halda þeir einnig geitur og kindur. Mjólk er aðalfæða þeirra. Oft taka þeir blóð úr kúnum og blanda í mjólkina til að auka næring- argildi hennar. Einungis sjúkir neyta 60 VI KAN 5. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.