Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 18
Lesendur skrifa Loðsilungamir Frásögn eftir Gunnar Bender /. Fossárdalur gengur inn úr Reyðarfirði, skerst inn úr honum í norðvestur. Eftir honum fellur Fossá, allmikið vatnsfall og veiðist oft vel af sjóbirtingi í henni á haustin. Flefur sjóbirtingsveiðin oft bjargað ábúendum Fossárdals í hörðum árum en hin síðari árin hefur veiðin minnkað. Fossá hefur grafið í gegnum klifið fyrir neðan elstu húsarústir dalsins og fellur í lágum fossi í Berghyl, neðsta hylinn í ánni. Þegar komið er upp klifið opnast Foss- árdalur og sést þá eini bærinn sem ennþá er i byggð, FHíðarendi, fornt höfuðból og hefur sama ættin búið þar í þrjú hundruð ár. Norðan við dalinn heita Smjöríjöll. Eru þau há og brött og þykir gott að ganga til rjúpna í þau. I dalnum má sjá rústir þriggja bæja og einn þeirra er Ein- arsstaðir. Flefur hann verið i eyði í mörg ár. Loðsilungur i vatninu rétt fyrir ofan bæinn grandaði þriggja manna fjölskyldu og lagðist búskapur þar af eftir það. Sagan segir að eitt haustið hafi lítið gengið af sjóbirtingi í Fossá og hann hafi verið smár í þokkabót. Allri veiði var skipt á milli bæjanna í dalnum, sjó- birtingur var búinn og heimilisfólkið hafði farið og veitt silung í vatninu. Segja menn litlar sögur af silungsátinu en þegar fólkið á næsta bæ kom að bænum nokkr- um dögum seinna, þvi mönnum þótti lítil hreyfing vera kringum hann, var allt heimilisfólkið dáið og sat sumt með sil- ungsmatinn á hnjám sér. Var álitið að þetta hefði verið loðsilungur og svo eitr- aður að allt fólkið beið bana af áti hans. Var ekki reynt að veiða silung í vatninu í mörg ár en frostavetur einn drapst allur silungurinn í vatninu og hafði bóndinn á Hlíðarenda sett bleikjuseiði í vatnið og gafst það vel. Nú er aðeins einn bær í Fossárdal, Hlíðarendi, og ekkert útlit fyrir nýja ábú- endur þar, reyndar voru ungu hjónin svo til nýflutt í dalinn og þótti hér harðbýlt. II. Það var kuldalegt um að litast, snjórinn féll til jarðar og allt var þakið þykkum snjó. Ekki var hægt að segja að Hlíðar- endi væri reisulegur, enda sást hann varla. Þeir sem ekki höfðu séð hann að sumri til hefðu líklega haldið að þetta væri bara skafl. Aðeins hafði verið mok- að frá útidyrunum en við útihúsin, ofarlega í brekkunni á víð og dreif, mátti þó sjá móta fyrir ógreinilegum sporum í snjónum. Sigurjón bóndi hafði verið að koma frá gegningum. Hrafnarnir komu heirn að bænum til að ná í skammtinn sinn, en Herdís hafði nýlega sett hann út fyrir. Hrafnarnir voru orðnir heimavanir. Þau voru tvö á Hlíðarenda, Sigurjón og kona hans, Herdís. Þetta var annar veturinn í dalnum en Sigurjón hafði tek- ið við af föður sínum er hann brá búi eftir um fjörutíu ára búskap. Vetrarhörkur voru miklar hér og annar veturinn ætlaði að verða miklu verri en sá fyrsti. Vandamálin voru nokkur og þau urðu að taka á þeim saman, annars gekk þetta ekki. Þau sátu inni í baðstofu og dunduðu sér við ýmislegt. Herdís vann við rokkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.