Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 37
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið tengdur við bændur. Ég spyr hvort þeir séu orðnir baggi á flokknum: „Nei, bændur hafa alltaf verið mikilvægir aðilar að Framsóknarflokknum og ég vona að enginn taki undir þann róg að bændur séu baggi á þjóðfélaginu. Eg hef stefnt að því að flokkurinn sé opinn fyrir þeim breytingum sem eru að gerast í heimi öllum og þjóðfélaginu okkar líka. Ég vil ekki að hann staðni við það sem liðið er. Þá mun hann deyja," segir Steingrímur og bendir á að hann hafi lagt áherslu á nýsköpun og telur upp þau ntál sem hann hefur lagt fram í ríkisstjórninni og stuðla að nýsköpun. „Munurinn á okkur og sjálfstæðismönnum er kannski sá að við teljum að stjórnvöld eigi að stuðla að þessum málum. Þeir telja hins vegar að þetta eigi að vera í höndum hins frjálsa markaðs." Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkis- stjórnum óslitið frá árinu 1971. Oft er talað um svokallaðan Framsóknaráratug og eru ekki allir á sarna máli um ágæti hans. En tlnnst Steingrími tími til kominn að flokkurinn iaki scr hvíld frá ríkisstjórnarsetu? lig hef ekkert á móti því að flokkurinn vctöí utan stjórnar en ég treysti hins vegar engmn öðrurn betur til að stjórna landinu og rata hinn gullna meðalveg. Við byggjum alls ekki við þau góðu lífskjör sem við njótum í dag ef við hefðum ekki átt Framsóknaráratuginn. Ef við hefðum ekki keypt togarana þá myndi fiskurinn synda framhjá landinu." Sorglegl að sjá á eftir Stefáni út í kuldann Stefán Valgeirsson ætlar í sérframboð í Norðurlandskjördæmi eystra. Steingrímur er ekki sáttur við þessa ákvörðun Stefáns: „Ég hitti mann fyrir nokkru sem sagði mér að hann hefði ferðast með framgjörnum fram- bjóðanda í Eyjafirði fyrir allmörgum árum. Þá var Karl Kristjánsson, sá ágæti þingmað- ur, orðinn garnall en hafði ennþá ekki lýst því yfír að hann ætlaði að hætta. Frambjóð- andinn fór bæ af bæ og sagði það vera sorglegt þegar menn væru orðnir gamlir og þekktu ekki sinn vitjunartíma. Og hann bætti gjarnan við að slíkt skyldi ekki henda sig. Þetta er því miður gallinn. Stefán er búinn að vinna gott starf. Unga fólkið vill komast að. Stjórn kjördæmisráðsins fór fram á það að bæði Ingvar Gíslason og Stefán hættu. Ingvar hefur stórlega vaxið við það og er virt- ur af öllum. Það er hins vegar sorglegt að Stefán, sem að mörgu leyti er búinn að vinna gott starf, endar úti í kuldanum," segir Stein- grimur og lesendur grunar kannski hver hinn framgjarni frambjóðandi var. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Steingrímur hefur kvatt sitt fyrra kjör- dænti, Vestfirðina, og skipar nú efsta sæti á framboðslista flokksins á Reykjanesi. Það er tæpast hægt að segja að þingmenn hinna flokkanna hafi tekið vel á móti Steingrími og það féll ekki í góðan jarðveg er hann gaf til kynna að þeir væru ónytjungar og átti þá við ástand sjávarútvegsins í kjördæminu: „Ég sagði aldrei að þeir væru ónytjungar og það hefur komið mér á óvart hvernig þeir hafa tekið þessum ummælum. Einhvers staðar segir að sannleikanum verði hver sárreiðast- ur. Ég sagði bara að ef svona hefði þróast í sjávarútvegi á Vestfjörðum þá hefði okkur Vestfjarðaþingmönnum ekki orðið vært þar. Ég nefndi þá ekki. Þetta eru hinir mætustu menn, flestir." Arftaki Steingríms fyrir vestan er Ólafur Þ. Þórðarson. - Ertu sáttur við hann sem þinn arftaka? „Það má segja að ég hafi valið hann til framboðs á sínum tíma. Ólafur er vel gefinn einstaklingur og margt gott um hann að segja. Hins vegar verður því ekki neitað að hann hefur dálítið sérstakar skoðanir á málurn og ég er ekki frá því að það hafi skaðað hann í kjördæminu. Hann á því töluvert verk fyrir höndunt fyrir vestan á næstunni." Vil helst vera í sundi eða á skíðum Forsætisráðherra hefur oft verið orðaður við mikla ferðagleði og þegar við ræddum saman var hann nýkominn af Norðurlanda- ráðsþingi: „Það er engin ferðagleði hjá mér. Ég vil miklu heldur vera heima og fara í sund i há- deginu og á skíði um helgar en að ferðast alla leið til Helsinki á fund Norðurlandaráðs. Þarna mæta hins vegar allir forsætisráðherr- arnir og halda tölu. Ef ég gerði það ekki væri ég ekki talinn sinna skyldu minni. Kínaferðin var mjög skemmtileg og ég vona að hún hafi líka verið gagnleg. Eg vona að það sama eigi við um förina til Moskvu," segir Steingrímur. Honum var boðið til Moskvu í tilefni leið- togafundarins. Hann segir að Islendingar hafi vaxið mjög af leiðtogafundinum. „Við eigum að leggja áherslu á að varð- veita þann anda sem skapaðist frá leiðtoga- fundinum. Ég er ekki frá því að ísland geti orðið eins konar annað Genf; tákn fyrir betra mannlíf og betri heim," segir Steingrímur og upplýsir að hann ætli að skipa nefnd til að kanna hvað við getum gert á sviði ferðamála og viðskipta í kjölfar leiðtogafundarins. Kosið um árangurinn Steingrímur útilokar enga stjórnarmyndun- armöguleika eftir kosningar. „Ég hef ekkert á móti því að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn vinni áfram saman í ríkis- stjórn. En ég mun ekki taka þátt í að fórna þeim árangri sem náðst hefur. Kosið verður unt að varðveita þennan árangur. A þessum árangri verður að byggja hið fjölmarga góða sem gera þarf. Hins vegar býður Alþýðuflokkurinn gull og græna skóga og það þarf sterk bein til að hafna slíku. Mér skilst að Sjálfstæðisflokkur- inn megi skrifa sinn reikning en slíkt verður aldrei unnt gagnvart okkur," segir Steingrím- ur en bendir jafnframt á að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafi verið stofnaðir af sama manni og flokkarnir hafi lengi átt samleið. Hann segir það lengi hafa verið sitt álit að flokkarnir gætu átt samleið en vill ekk- ert segja um hvernig það verður eftir kosning- ar. Ætla ekki að verða mosagróinn „Ég sagði það þegar ég var fjórtán ára að í pólitík skyldi ég aldrei fara og gerðist því verkfræðingur. Ég hélt að það ætti að vera nokkuð öruggt þvi þá taldi ég að i stjórnmál færu aðeins lögfræðingar. Ég verð að viðurkenna að pólitíkin hefur verið mjög fróðleg og ég hef lært meira á henni en í margra ára háskólanámi. Ég vildi ekki vera án þeirra tengsla sem ég tel mig hafa komist í við fólkið og það sem er að gerast í landinu. Ein af mínum bestu stundum hvern dag er inni í laugum, í heita pottinum með fjöldanum þar. Þar er mjög gaman og talað glatt," segir Steingrímur. Hann verður sextugur á næsta ári. Er hans vitjunartími að nálgast? „Ég ætla að standa við það sem frambjóð- andinn sagði í Eyjafirði. Ég ætla ekki að verða mosagróinn í pólitíkinni." 12 TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.