Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 23
John Mills í óskarsverðlaunahlut- verkinu í Ryan's Daughter. Og við gerð myndarinnar munaði litlu að Mills léti lífið. Hann var ásamt Trevor How- ard úti á báti og átti Mills að róa í land. Allt í einu kom stór alda sem hvolfdi bátnum undir þeim og man Mills ekkert fyrr en hann var vakinn til lífsins uppi á þurru landi. Hafði náðst í Howard strax en Mills fannst ekki fyrr en eftir nokkra stund, þá meðvitundarlaus á floti. John Mills á sínar uppá- haldskvikmyndir er hann hefur leikið í. Fyrir utan Ryan’s Daughter nefnir hann Great Expectation og Hopson Choice, en David Lean er leik- stjóri að þessum myndum. Morning Departure er ein og Scott of the Antarctic er önnur. Eins og áður sagði er John Mills enn að og það síðasta sem hann hefur gert er að lána rödd sina í ádeiluteiknimyndina When the Wind Blows, teikni- mynd sem varar fólk við kjarnorkustríði. Þetta er kvik- mynd sem John Mills segir að muni vekja fólk til umhugsunar á þessum varhugaverðu tímum. Myndbönd THE LANCASTER-MILLER AFFAIR ★ ★ ★ Leikstjóri: Henri Safran. Aöalleikarar: Kerry Mack, Nicholas Eadje og Wayne Cull. Sýningartími: ca 240 min. (2 spólur). - Útgefandi: Laugarásbíó. The Lancaster-Miller Affair gerist á fyrri hluta aldarinnar þegar flugið var enn spennandi tilraunastarfsemi sem heillaði menn. Þótt ótrúlegt sé er myndin byggð á sönnum atburðum. William Lancaster er blankur flugmað- ur er ætlar sér að verða fyrstur til að fljúga frá Englandi til Ástralíu. Jessica Miller er ævintýraþyrst kona sem býðst til að fjármagna ferðina fái hún að fljúga með. Þetta er upphafið á miklu og dramatísku ástarævintýri sem hefur margar hliðar. Þeim er meinað að giftast. Vegna kynna sinna af ungurn blaðamanni er Lancaster ákærður fyrir morð en réttilega sýknaður. Svona mætti lengi telja. Erfiðleikar þessa fólks eru óteljandi, þótt inn á rnilli séu gleðistundir. The Lancaster-Miller Affair er áströlsk mynd, gæða- mynd sem lýsir á sannfærandi hátt ótrúlegum örlögum fólks sem stundum var öfundsvert en lifði einnig að vera eins og þeir lægst settu í þjóðfélaginu. GREYSTOKE-THE LEGENDOFTARZAN Leikstjóri: Hugh Hudson. ★ ★ ★ Aðalleikarar: Christopher Lambert, Ralph Richardson og James Fox. Sýningartími: 132 mín. -Útgefandi: Tefli hf. Allir ungir strákar hafa einhvern tíma séð Tarzan mynd. Þessi hetja frum- skógarins hefur verið ódauðleg síðan höfundurinn, Edgar Rice Borrough, skapaði hana snemma á öldinni. Það eru samt fáir sem hafa velt fyrir sér bakgrunni þessarar hetju. Bakgrunnur og uppeldi Tarzans, sem hét réttu nafni Greystoke lávarður, erefniviður úrvalsmyndar Hughs Hudson, Grey- stoke The Legend of Tarzan. þar segir frá því hvernig hann varð eftir í frumskóginum þegar foreldrar hans voru drepnir og hvernig aparnir tóku hann að sér. í ljós kernur hver hann er í raun, þá ungur maður. Englands- för hans, þar sem hann hittir ættingja sína, getur ekki endað nema á einn veg. Greystoke-The Legend ofTarzaner virkilega vel gerð mynd þar sem saman fer athyglisverður söguþráður og góður leikur. Þetta er mynd sem sýnir nýja hlið á einni mestu ævintýrahetju vorra tíma. NEVER A DULL MOMENT ★ ★ Leikstjóri: Jerry Paris. Aðalhlutverk: Dick Van Dyke, Edward G. Robinson og Dorothy Provine. Sýningartími: 100 mín.-Utgefandi: Bergvik hf. Never a Dull Moment er farsakennd gamanmynd þar sem Dick van Dyke leikur sjálfumglaðan minni háttar leikara sem lendir í þeirri aðstöðu að vera tekinn fyrir annan mann. Sá maður er atvinnumorðingi sem feng- inn er til hjálpar við rán eitt mikið. Og það er alveg sama hvað leikarinn reynir að leiðrétta þennan misskilning, enginn tekur mark á honum og þegar hann reynir að flýja þessa nýtilkomnu félaga sína er honum ógnað með lífláti. Það blæs því ekki byrlega fyrir leikaranum þegar hann trúir ungri stúlku, sem hefur tekið að sér að mála glæpaforingjann, fyrir vandræð- unt sínum. Sanian reyna þau að leysa úr flækjunni en verður lítið ágengt... Never a Dull Monient er saklaust grírl. Dick van Dyke fær hér tækifæri til að sýna hversu hæfur gamanleikari hann er. Handritið hefði mátt vera betra í lokin en mörg atriðin eru vel þess virði að horft sé á myndina. THE BETSY ★ Leikstjóri: Daniel Petrie. Aðalleikarar: Laurence Olivier, Tommy Lee Jones og Robert Duvall. Sýningartími 122 mín. - Útgefandi: Tefli. Hollywood og Harold Robbins eru nöfn sem fara saman enda eru mynd- ir gerðar eftir sögurn Robbins táknrænar fyrir draumasmiðjuframleiðslu Hollywood. Þær hafa samt yfirleitt verið misheppnaðar. The Betsy er ein þeirra. Héreru leikarará borð við Laurence Olivier. Tommy Lee Jones, Robert Duvall, Katherine Ross ogJane Alexanderíhlutverkum sem eru langt fyrir neðan virðingu þeirra og er víst að ekkert annað en peningatil- boð hefur hagað því svo til að þeir urðu þátttakendur í þessari dæmalausu vitleysu um bílakónga sem elda grátt silfur þótt eigi að heita að þeir starfi saman. Og eins og vænta rná úr verksmiðju Robbins er nóg af eftirlátu kvenfólki til að ylja þeirn þegar kvölda tekur. The Betsy er mynd sem að vísu er nokkuð spennandi á köflum en fyrst og fremst er þarna verið að eyða miklurn hæflleikum í misheppnað handrit. NðARNER HOME VIDEO ÍSLENSKUfí TEXTI 12 TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.