Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 55
konu sinni bollann. Síðan endurtók hún þetta fyrir sjálfa sig. Þær drukku hægt og rólega og spjölluðu saman. „Þetta er bara eins og sautjánda júní," sagði hún og flissaði. Brenni- vínið var farið að hafa sín áhrif. Útvarpið var í gangi og af og til heyrðist þulurinn segja nýjustu fréttir, eftir því sem þær bárust. Þess á milli var leikin tónlist af ólíklegasta tagi. Skyndilega varð uppi fótur og fit, starfsfólkið rauk upp og einhver þaut að útvarpinu og hækkaði. „Nýjustu fregnir herma að í Amsterdam hafi sést, að vísu mjög dauft, letur í einni bók á bókasafni þar í borg. Sérfræðingar streyma að safninu til að fylgjast með bókinni. Sagt er að hún sé eftir Barböru Kartland en nafn- ið á bókinni höfum við því rniður ekki. Við látum vita um leið og fréttir berast." Þulurinn hætti og setti tónlist á. Það virtist vera einhver hergöngumars. Hann stöðvaði tónlistina og sagði að hann hefði ætlað að reyna að finna hollenska tónlist en því miður hefði hann ruglast á plötum, það væri svo erfitt að þekkja þær í sundur því allt letrið vantaði á þær. Hann setti aðra plötu á fóninn og um salinn hljómaði „Strákarnir á Borg- inni" með Bubba Morthens. Það var greini- legt að þulinum gekk illa að fínna viðeigandi tónlist en hann hafði gefist upp á „Túlips frá Amsterdam" eða einhverju ámóta. Þær stöllur fengu sér meira kaffi og út i það. Jóhanna hafði bersýnilega gleymt því að hún var „ráðsett frú" og sat með pilsið uppi á miðjum lærum og fæturna langt í frá að vera krosslagða, eins og konur i þröngum pilsum eiga að sitja. „Jóhanna min, lagaðu á þér pilsið," bað hún og bætti síðan við: „Við ættum kannski að fara að koma okkur heim." Jóhanna togaði pilsið niður. „Er þetta betra svona?" sagði hún og flissaði. Fólkið í salnum var farið að ókyrrast. Aftur rauf þulurinn tónlistina og var nú mikið niðri fyrir: „Heyrst hefur hér í Reykjavík að á Borgar- bókasafninu hafi sést dauft letur, einnig í bók eftir Barböru Kartland. Allir bókmenntasér- fræðingar borgarinnar eru komnir á staðinn og rannsaka málið af miklu kappi." Hann hélt áfram. Þær vinkonurnar urðu ásáttar um að tími væri kominn til að fara. Þær þökkuðu Konráði fyrir kaffið og köstuðu kveðju á fólkið í salnum. Þegar þær kontu út í góða veðrið slöguðu þær pínuiítið. „Ég á meira heima," sagði Jóhanna, „kom- um þangað." „Sammála, sammála. sammála síðasta ræðumanni, tralalalala..." sönglaði hún og tók nokkur dansspor. Þær röltu út á Lækjartorg. Mikill mannfjöldi stóð þögull og hlustaði á útvarpið í gjallarhorni sem einhver hafði komið fyrir. Þær heyrðu að þulurinn var æstur þegar hann sagði frá því að letrið í bókinni væri að skýrast smátt og smátt. Eins liafði frést að í fleiri löndum væri hið sama uppi á teningnum: dauft letur hefði sést í bókunt Barböru Kartland. Fólkið á torginu hafði misjafnar skoðanir á málinu og spjallaði sín á milli. Einhverjum þótti undarlegt að letrið skyldi koma til baka í þessu formi og í þessum bókum. „Algjört hneyksli," heyrðist einhver segja. „Hefði þetta verið Kiljan eða Hemmingvei, eða einhver annar menningarlegur, þá hefði verið hægt að skilja það,". sagði leiklistargagnrýnandi hjá einu dagblaðanna. Einhverjir nærstaddir tóku í sama streng. Öðrum fannst þetta engu máli skipta. Þulurinn í útvarpinu bað fólk vinsam- lega að fara ekki á Borgarbókasafnið, það gæti tafið fyrir rannsóknum ef öngþveiti myndaðist þar. Það var eins og henni þætti eitthvað deyja innra með sér. Nú var ekkert gaman lengur. „Því í ósköpunum þurfti þetta að lagast, ein- mitt núna þegar allt var að byrja að verða skemmtilegt?" Henni varð hugsað til eigin- mannsins. „Ég held ég verði að athuga urn Eirík," sagði hún við Jóhönnu. „Ertu galin, hvernig dettur þér það í hug?" svaraði Jóhanna. „Hann getur sko bjargað sér sjálfur. Nú kom- um við heim til ntín og fáum okkur sérrí." Þær gengu í góða veðrinu. Henni var alveg sama þótt bíllinn hennar væri í forsetastæð- inu. Þegar þær komu heint til Jóhönnu sat öll fjölskyldan í eldhúsinu. Allir töluðu hver upp í annan, kettirnir veinuðu, útvarpið var á fullu og enginn tók eftir klæðaburði vin- kvennanna. „Þegiði!" öskraði eiginmaður Jóhönnu, „ég er að reyna að hlusta." Þulur- inn sagði að nú væri svo kornið að dauft letur sæist einnig í bókum eftir Pétur Gunnarsson og að einhver hefði getað stautað sig fram úr Ijóði eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. „Sei, sei, þetta er allt að koma," sagði eigin- rnaður Jóhönnu og dró tommustokk upp úr vasa sínum og rýndi á hann. „Ekkert þarna ennþá," tautaði hann. Krakkarnir ruku á fætur. „Við erum farin niður í bæ,“ kallaði tólf ára stúlkan, dóttir þeirra, unt leið og þau þutu út. „Hefur einhver gefið köttunum?" kallaði eiginmaður Jóhönnu á eftir þeim en leit svo á þær þar sem þær stóðu ennþá í sömu sporunt. Hann starði á konu sina. „I hverju ertu eiginlega?" „Ég er íðí," svaraði hún og skellihló. „ Og þú?" Hann starði líka á hana. „Ég er líka íðí," svaraði hún og skríkti Jó- hönnu til samlætis. Þær fóru inn í stofuna og náðu í sérríflösk- una. Jóhanna fann engin sérríglös svo hún náði í leirkönnur í eldhúsið. „Eigin fram- leiðsla, elskan mín." „Þýtur í laufi, bálið brennur," sönglaði hún og reyndi að spila á gamlan, falskan gítar sem hékk á vegg í stof- unni. Jóhanna hellti leirkrúsirnar fullar af sérríi og rétti vinkonu sinni aðra. „Hifopp, æpti karlinn. Inn nteð trollið, inn," söng Jó- hanna fullum hálsi. „Eru allar kellingar bæjarins orðnar vitlausar?" stundi eiginmaður Jóhönnu og virtist nóg boðið. „Dónt þró jor lov avei, nó nó nó,“ sönglaði Jóhanna. „Skál og syngja. Skagfirðingar, hlustum á gömlu góðu Bíttles." Stofuhurðin lokaðist með há- vaða. Þær létu öllurn illum látum. Eiginmaður Jóhönnu fór inn í stofuna til þeirra og settist við símann sem var á borðinu. „Bannað að hringja," æpti Jóhanna, „nema í neyðartilfell- um!“ „Þetta er neyðartilfelli," æpti hann á móti. „Lækkið þennan fjandans hávaða. Ég ætla að hringja í Eirík og láta hann hirða þessa hippakellingu sína." Hann hringdi en sama var þeim, þær skemmtu sér konunglega. „Við skulum fara á Upp og niður í kvöld," hvislaði Jóhanna: „Ég er með tvo boðsmiða á dömukvöld, engir kallar fá aðgang. Þú veist, það er þessi Panhópur sem allt er að gera vitlaust!" Þær hlógu hátt og mikið. Skömmu síðar kom Eiríkur. Hann var þungur á brún. Þeir ræddust við í eldhúsinu. Úr stofunni barst hávær bítlatónlistin og þeir heyrðu konur sínar syngja hástöfum. „Þær eru endanlega orðnar vitlausar," sagði eigin- maður Jóhönnu. „Þar kom að því," svaraði Eiríkur. „Þvílíkur andskotans dagur." Hann leit á úrið af gömlum vana. Viti menn: Með því að bera það upp að ljósinu sá hann móta fyrir daufurn tölustöfum. „Þetta er svei rnér þá eitthvað að lagast," sagði hann við eiginmann Jóhönnu. „Já, mérsýnist það lika," svaraði hann og góndi á tommustokkinn sinn. „Þetta er allt að koma til." „Hvað eigum við að gera við þær?" sagði Eiríkur og benti með höfðinu í átt til hávað- ans í stofunni. Eiginmaður Jóhönnu hugsaði sig um stundarkorn. Bröndóttur köttur stökk upp í fangið á honum. „Burt með þig, Póst- ur, ég er að hugsa." Hann bandaði kettinum frá sér. „Nú veit ég: Við förum með þessar snaróðu kellingar okkar út að djamma, til dæmis á hótelið á Þingvöllum, og gefum þeim meira í staupinu, mér finnst þær bara þræl- skemmtilegar!" „Samþykkt," svaraði Eiríkur og þeir hlógu og tókust í hendur. Þulurinn í útvarpinu byrjaði aftur: „Nú virðist allt benda til þess að eðlilegt ástand sé að komast á í landinu, já og úti í heimi líka. Búast má við því, miðað við ástandið á þessari stundu. að fiestum ætti að verða kleift að lesa eitthvað þegar líður á kvöldið. Letrið er að koma, þótt enn sé það dauft, en mér er mikil ánægja að geta sagt hlustendum frá því að nú getur þulur lesið á klukku útvarps- ins, að vísu með sterkum gleraugum, en, góðir hlustendur: Klukkan er núna ÁTJÁN FIMMTÁN, takið eftir, átján fimmtán, og nú höfum við fundið plötuna með laginu „Túlips frá Amsterdam", gjörið þið svo vel. Fréttum verður útvarpað klukkan nítján." Eiginmaður Jóhönnu slökkti á útvarpinu. „Hvað skyldi hafa valdið þessu?" spurði Eiríkur. „Ja, það er nú það," svaraði eiginmaður Jóhönnu. „Hvað sem það nú var þá nenni ég ekki að pæla í því núna." „Ekki heldur ég,“ sagði Eiríkur. „Núna gerum við eitthvað ærlega skemmtilegt í TILEFNI DAGSINS!" „Sí lofsjú je je je,“ heyrðist úr stofunni. Þeir stóðu á fætur, náðu sér í glös og gengu inn í stofuna. 12 TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.