Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 42

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 42
D R A U M A R Draumar í BIÐRÖÐ OG BÁTUR Kæri draumráðandi. Gleðilegt nýtt ár. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig þrjá drauma sem mikið hafa þvælst fyrir mér undanfarið. Mig dreymdi draumana í þeirri röð sem ég segi frá þeim. 1. Mér fannst ég vera stödd uppi á lofti á vinnustaðnum mínum. Þar er í raun smáversl- un. Það var mikil biðröð og mér var orðið mjög kalt. Þá fann ég allt í einu aðeins yl á bakið á mér. Ég leit við til þess að sjá hverju þetta sætti. Fyrir aftan mig stóð þá karlmað- ur sem ég þekkti. Ég færði mig nær honum svo lítið bar á til þess að fá meiri hlýju og þar kom að ég elti hann um allt. Svo fór hann töluvert innar en allt hitt fólkið og ég á eftir. Við stóðum um stund og horfðum hvort á annað. Þá sagði hann: Ég meinti þetta aldr- ei. En ég sagði: Er það nú alveg víst? Síðan stakk ég hendinni í lófa hans en fann þá að hönd hans var alveg köld og ætlaði að kippa að mér hendinni en hugsaði að það væri best að hann yrði ekki var við neitt. Og þar end- aði sagan sú. 2. Mér fannst ég og pabbi stödd á vinnu- staðnum okkar. Veður var mjög gott, við sáum þá fiskibát koma inn fjörðinn, þó ekki siglingaleið heldur miklu nær landi. Þessi bát- ur var svo drekkhlaðinn að ég sá engan lit á honum. Svo lyfti hann sér aðeins á sjónum og þá sá ég að hann var rauður með hvítt stýrishús með rauðri rönd og gult mastur. Á kinnunginn var málað hvítum stöfum, að mér sýndist, nafnið Kristberg, en þegar hann lagð- ist að sá ég að nafnið var Frosti. 3. Ég var stödd í húsi þar sem bróðir minn bjó eitt sinn. Fannst mér að þar réði ég rikj- um. Mér fannst að ég ætti von á gesti, ég vissi að sá gestur var karlmaður og hann var minn. Ég var bara í gallabuxum og peysu en vildi vera uppábúin þegar hann kæmi. Ég fann því svartan siffonkjól sem aðeins voru á örmjóir hlýrar en lítil peysa við, kannski líkari vesti. Ég var hin ánægðasta og fór i kjólinn en þá var hann svo þunnur að alveg sást í gegnum hann og ég átti ekki nema ljóst undirpils. Ég hugsaði að það væri of áberandi en fór samt í það. Það sýndist þá allt í lagi með það. Svo ætlaði ég í peysuna og var komin í aðra erm- ina þegar bankað var. Ég fór til dyra. Fyrir utan var bláókunnugur maður en rnér fannst hann vera sá er ég beið eftir. Við settumst svo inn í stofu og ég minnist þess ekki að hafa lagað peysuna. 2-4-6. Fyrsti draumurinn er sennilega adallega sprottinn af hugsunum þínutn og tilfmningum til mannsins. Þaó kemurfram að þú átt í erfið- leikum með aó metu samband ykkar og þad er talsvert eftir af tilfinningum hjá þér til hans, en hins vegar einnig ótta um aó ekki muniganga vel. Nœsti draumur er hýsna táknrœnn fyrir sjálfa þig og líf þitt og ef til vill merkir hann liðna tíð ekki síður en það sem fram undan er. Hann merkir einfaldlega að i líft þínu skiptast á skin og skúrir og þú haftr jafnvel tilhneigingu til aó tefla á tœpasta vað í sumu. Það verður breyting til hins verra í bili í einhverju mjög persónulegu máli samkvœmt draumnum en þér er gefin ákveðin von um að þaó batni. Þriðji draumurinn er aðvörun til þin um að láta ekki stjórnast wn of af því þótt þú laðist aðfólki, skynsemin verður að veru með í ráðum og þú mátt hugsa þinn gang. nafn konunnar vantar og það getur verið að fæöingin merki eitthvað sem þú berð mjögfyrir brjósti tvennt og það gangi rysjótt en samt irtti þetta að smella saman. GAMALL KÆRASTI Kæri draumráðandi. Hvað merkir að dreyma gamlan kærasta vera að láta vel að manni? Mig dreymdi að einn eldgamall af því tagi væri svo indæll við mig, vægast sagt. Hann heitir P og við erum ágætir vinir en höfum lítið samband. Hann sagðist einu sinni fyrir löngu vera skotinn í mér ennþá en giftist síðan og á þrjá krakka. Ég á líka mann og börn. Ég hef ekkert verið að hugsa til hans sérstaklega. Með fyrirfram þökk. D. Nafnið á nátunganum er eiginlega það merki- legasta fyrir þig i þesswn draitmi og merkir einfaldlega peningavandrœði fram undan. Þvi miður, en svona er það nú samt. Þau kunna að vera tímabundin, efþað er einliver Iwggun. MEÐ TAGL Á LEIÐI Kæri draumráðandi. Ég hef aldrei skrifað þér áður en í nótt dreymdi mig mjög undarlegan draum og ég yrði mjög glöð ef þú gætir sagt mér hvað hann merkir. Það fyrsta sem ég man af draumnum er að mér fannst ég, móðir mín og tvær mágkonur minar vera að fara í kirkju- garð að leiði afa mágkonu minnar. Allt í einu fmnst mér önnur vera farin en hin labbar á undan okkur. Svo þegar ég og móðir mín komum að leiðinu stendur mágkona mín á leiðinu með lokuð augun og ég fer að dást að kjólnum hennar. Hún var í tviskiptum, rjómalitum kjól og í bleiku undirpilsi sem kom niður undan kjólnum og móðir mín segist ekki skilja hvað mér finnist þessi kjóll falleg- ur. Allt í einu opnar mágkona mín augun og fer að tala urn kjólinn og allt í einu snýr hún sér við og þá sé ég að hún er með sítt tagl (hún er með stutt hár) og svo man ég ekki meir. Svo er það annar draumur. Mér fannst ég bjóða konu, sem vinnur með mér, í mat og ég set matinn á diskinn og legg diskinn fyrir framan hana. Á diskinum var beikon og egg og eggið var tvíblóma. Um daginn dreymdi mig svo þessa sömu konu. Ég horfi inn um gluggann þar sem ég vinn og þar stendur hún í rauðum náttslopp með kúlu út í loftið og mér finnst hún vera ófrísk, komin íjóra mánuði á leið. Þá segir kona sem stendur við hliðina á mér: Hún er örugglega með tvíbura. Svo fer ég inn og þá er hún öll í rauðum útbrotum. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Sigrún. Fyrsti draumurinn bendir til að eitthvert ósamkomulag eða leiðindi verði i fjölskyldu þinni og jafnvel einhverjir annars konur erftð- leikar sem geta orðió þrálátir. En sennilega greiðist seint og um síðir úr þessu þannig að einhver ávinningur verður af þessu J'yrir þig í lokin. Draumarnir sem þú talar um á eftir eru senni- legá samhljóða en í þá vantar mikilveegt atriði sem er nqfn konunnar. Það gœti breytt ráðn- ingu drauniqnna eitthvað en þó varla mjög verulega. Draumarnir gtetu verið fyrii tvíburajceðingu í fjölskyldunni og jafnvel lijá þér og þá rysj- óttri meðgöngu þótt ekkert bendi til að hœtta sé áferðum. En þarna vantar sitthvað á þegar 42 VIKAN 12 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.