Vikan


Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 44

Vikan - 19.03.1987, Blaðsíða 44
Það versta sem til er í heiminum er að eiga litla systur, hugsaði Raggi með sér fúll í bragði þar sem hann lá í sófan- um og góndi upp í loftið. Mamma og pabbi fóru í parti til vina- fólks og Raggi þurfti að passa þessa vitlausu systur sina í hundraðasta skipti. Raggi sneri sér á hliðina. í sjónvarpinu voru einhverjir stjórnmálamenn að halda ræður. Nú átti að fara að kjósa og það var bara ekkert í imbakassanum nema stjórnmálakarlar alla daga. Ekki langaði Ragga að verða stjórnmálamað- ur, það var alltaf verið að rífast í þeim. Kondí pleimó, heyrðist sagt úr dyrun- um. Ó boy, var hún ekki sofnuð? Raggi leit illskulega á litlu systur sína og spurði byrstur: Varst þú ekki farin að sofa? Kondí pleimó, suðaði systir. Raggi dró djúpt að sér andann og drattaðist fram úr sófanum. Svona, inn í rúm með þig, annars kemur ljóti boli og bítur í rassinn á þér. Kondí pleeiimóó, Aggi. Litla systir var nú farin að væla. Raggi ýtti við henni í átt að svefnherberginu en sú stutta gerði sig þá máttlausa eins og tuskudúkku og lagðist á gólfið. Það sem þessir krakkar geta verið leiðinlegir. Það þurfti mikil átök til að koma litla dýrinu í rúmið sitt og þar lá hún organdi og spriklandi i allar áttir. Raggi var svo sannarlega hundleiður á þessu. Mikið átti Siggi á sautján gott, hann átti engin systkini og fékk allt sem hann vildi. Hann þurfti auðvitað aldrei að passa. Litla systir var nú orðin eldrauð af áreynslu við öskrin og Raggi reyndi að þagga niður i henni. Ef þú hættir ekki þessum látum kemur úlfurinn og étur þig, æpti hann. Óhljóðin hljóðnuðu aðeins svo hann hélt áfram. Grýla, Leppalúði og allir púkarnir koma ofan úr fjöllunum. Þau ganga um bæinn á kvöldin og leita uppi óþæga krakka eins og þig. Öskrin í þér heyrast út á götu. Púkarnir eru með stiga sem þeir reisa upp við húsið, svo koma þeir inn um gluggann og taka þig. Grýla setur þig i stóran strigapoka og ber þig á bakinu upp í fjall. Þar er hún með stóran svart- an pott sem hún setur óþægu krakkana i og loks býður hún Leppalúða og öllum púkunum í veislu og þau éta þig. Raggi var alveg óstöðvandi og náði varla andanum á milli orðanna. Nú ætlaði hann sko að hræða litlu systur svo að hún færi að sofa. Púkarnir eru svartir, með horn upp úr hausnum og hala eins og belja. Þeir eru voðalega vondir og hlæja hrossahlátri þegar þeir ná i óþæga krakka eins og þig. Og svo eru líka draugar þarna. Litla systir var steinþögnuð og starði skelfingu lostin á bróður sinn. Andlitið var grátbólgið og hún kipptist til af ekkasogum. Ef þú vilt ekki láta þau taka þig, sagði Raggi ákveðinn, skaltu steinþegja og fara að sofa. Litla systir kinkaði kolli og klemmdi aftur augun. Raggi sá að hún skalf af hræðslu en honum var sama. Það var bara gott á hana, krakkagríslinginn. Hann fór aftur inn í stofu, stjórn- málamennirnir voru hættir að tala og stillimynd á skjánum. Enginn afruglari var á heimilinu þrátt fyrir margitrekaðar óskir frá Ragga um að hann yrði keypt- ur. Siggi á sautján var með afruglara. Hann fékk allt. Raggi var í aldeilis fúlu skapi svo hann ákvað að fara bara að sofa. Inni á baði kreisti hann tannkrem á tann- burstann og byrjaði að bursta neðri góm. ízzz! Ha? Hvaða hljóð var nú þetta? Raggi hætti að bursta og hlust- aði. Svo hristi hann höfuðið. Hvaða vitleysa, þetta var bara ímyndun. Tann- burstinn gekk upp og niður í munninum á Ragga. Ssssízzz ízzzz! Raggi stirðnaði upp, tannkrem lak niður á höku. Þetta var skrítið hljóð. Hann læddist á berum tánum fram á gang en þar var ekkert óeðlilegt að sjá. Hann kíkti inn i stofu Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir og svefnherbergi. Allt var með kyrrum kjörum. Litla systir ríghélt utan um bangsann sinn, steinsofandi. Andlitið var ennþá rauðþrútið eftir allan grátinn. Raggi fékk svolítið samviskubit. Hann hafði nú ekki verið góður. Vonandi klagaði hún ekki í mömmu og pabba. Afram hélt hann inn ganginn og at- hugaði eldhúsið. Þar var allt eins og vanalega en fyrst hann var kominn þangað, því ekki að fá sér smábrún- kökubita? Raggi skar sér væna sneið og bar hana að munninum, hann yrði bara að bursta tennurnar aftur á eftir. Munnurinn gal- opnaðist og kakan var á leiðinni upp i þegar undarlega hljóðið heyrðist aftur. Raggi fann kuldahroll streyma um sig, hann fleygði kökunni aftur á diskinn og þaut inn i rúmið sitt, gróf sig undir sæng, kodda og teppi og titraði allur af hræðslu. Var draugagangur í húsinu eða hvað? Aldrei hafði hann trúað á neitt svoleiðis, hann vildi bara hræða systur sína til að fara að sofa. Auðvitað voru draugar og púkar ekki til, samt var hann alveg dauðhræddur. Raggi kikti undan sænginni, allt var svo skrítið. Dótið, sem hann var svo vanur, var nú allt öðruvisi og undarleg- ir skuggar alls staðar. Þetta var allt saman tóm imyndun, samt titraði Raggi og skreið úr rúminu með sængina vafða utan um sig. Litla systir steinsvaf og vissi ekkert hvað var að gerast í kringum hana. Stóri bróðir hennar, sem hafði hrætt hana með púk- um og draugum, skreið nú upp í rúm til hennar. Plássið var ekki mikið, hann varð að kreppa fæturna því rúmið var of stutt. En það var allt í lagi. Raggi lagði handlegginn utan um litlu systur og bangsann og leið miklu betur. Nú sá hann eftir öllu því ljóta sem hann hafði sagt henni fyrr um kvöldið. Hann var nú meiri bjáninn að verða hræddast- ur sjálfur við sínar eigin draugasögur. Loksins sveif Raggi inn í drauma- landið og þegar mamma og pabbi komu heim urðu þau mjög glöð að sjá hvað þau áttu góðan dreng sem hafði svæft litlu systur sína svona fallega. 44 VIKAN 12 TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.