Vikan


Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 34
Úrslit síðustu alþingiskosninga eru öllum kunn og þau úrslit verða ekki túlkuð öðruvísi en sem kall á breytingar. Óumdeilanlegasti sigurvegari þessara kosninga voru Samtök um kvennalista. Heimasætan á Alþingi íslendinga, eins og gamal- reyndur stjómmálamaður orðaði það, var að mati kjósenda vaxin úr grasi og tilbúin að taka við bústjóminni. Á næsta þingi munu þvi eiga sæti þrettán konur en vom þijár fyrir alþingjskosn- ingamar 1983. Þetta er aukning sem eflaust má þakka Kvennalistanum, beint eða óbeint. Ein þeirra kvenna, sem nú taka sæti á þingj í fyrsta sinn, er Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræðingur sem skipaði annað sætið á lista Samtaka um kvenna- lista í Reykjavík. Kristín er nýtt andlit í pólitíkinni og þvi ekki óeðlilegt að ætla að sviðsljósið muni beinast töluvert að henni á næstunni. Ég hitti Kristínu tvisvar að máli, fyrst þrern dögum fyrir kosningar og aftur á öðram degi eftir kosningar. En áður en ég fór að hitta Krist- ínu í fyrra skiptið spurði ég gamlan skólafélaga hennar um deili á henni. Sá hinn sami var, eins og títt er, á mikilli hraðferð og eftir að hafa tíund- að kosti og hæfileika Kristínar á ýmsum sviðum var hann rokinn. Andartaki seinna birtist hann þó aftur og sagði. „Veistu, ég er bara helv... hress með að fá hana Kristínu á þing. Það væri mikil framför ef mannskapurinn þar væri jafnhress og hláturmildur og hún." Eftir fundi mína með Krist- ínu get ég ekki annað en tekið undir þessi orð. Ég er sannfærð um að háttvirtur tólfti þingmaður Reykvíkinga mun verða kærkominn svalandi gustur á Alþingi næstu íjögur árin. Á fyrri fundi okkar spurði ég Kristínu meðal annars um væntingar hennar, hvort hún heföi frá upphafi gert ráð fyrir að vera í öraggu sæti. Þá kvaðst hún alltaf hafa gert sér ljóst að líklega færi hún á þing. „En viltu ekki spyija mig aftur eftir helgi?“ sagði hún hlæjandi. Þegar við svo hittumst aftur á mánudeginum eftir kosningar spurði ég hana hvemig þing- mennskan legðist í hana. Kristín var, eins og eðlilegt má telja, enn í skýj- unum eftir kosningasigurinn. Blóm og heillaóska- skeyti höföu streymt til hennar eftir að úrslitin voru kunn. „Þetta er alveg stórkostlegt og ég er eiginlega alveg gáttuð yfir öllum þessum elskuleg- heitum." En svo verður hún aftur alvarleg á svip. „Á vissan hátt finnst mér þetta kviðvænlegt. Að vísu finnst mér spennandi að takast á við ný verk- efni og heföi reyndar aldrei tekið þetta að mér væri ég ekki viss um að ég gæti það. Á hinn bóginn sé ég eftir faginu mínu en ég vona að ég geti tekið upp þráðinn seinna. Ég er tilbúin að takast á við þetta og mun gera mitt besta. Við sem komum inn núna fyrir Kvennalistann eigum um margt auðveldara en hinar sem byijuðu fyrir fjórum árum, því við höfum starfað með þing- flokknum, setið í nefndum og kynnst þannig þingstörfum.“ - Hvað kom til að þú fórst út í kvennapólitík- ina?_Varstu pólitísk fyrir? „Ég get nú ekki sagt það. Auðvitað eru allir eitthvað pólitískir þó það sé ekki endilega flokks- pólitískt. Þegar ég var í menntaskóla hélt ég að það væri nóg að gera eins og karlamir, ég ætti bara að mennta mig og taka stefnuna á þessa dæmigerðu karlabraut. Svo kemur áfallið þegar maður eignast bam, fer að fá sér vinnu og mæta raunveralega erfiðleikunum sem fylgja því að vera kona. Þá hlýtur maður að vakna til vitundar. Svo hef ég verið að þvælast í útlöndum, bjó meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Það er gott að búa bæði í Svíþjóð og Noregi. Að visu var ég þama sem námsmaður. Þar var séð fyrir þvi að hægt væri að stunda námið auk þess sem séð var fyrir húsnæði og bamagæslu. Það vora því viðbrigði að koma heim þar sem svona sjálfsagðir hlutir þykja ekkert sjálfsagðir. Þama úti var mikið rætt um kvennamál, mikið spekúlerað i kvennafræð- um, bókmenntum og kvennasögu. Það má segja að ég hafi þannig verið í einhverri snertingu við kvennabaráttu. En ég fann mig aldrei fyrr en ég fór að starfa almennilega með Kvennaframboð- inu. Þá fékk ég bakteríuna og hef ekki losnað við hana síðan.“ Kristín er tólfti þingmaður Reykvíkinga en ekki getur hún þó talist innfæddur Reykvíkingur þó sú staðreynd að hún er fædd í nágrenni við Skólavörðuholtið vegi óneitanlega þungt. Hún er fædd árið 1949, dóttir Sigrid Toft og Einars Þor- steinssonar. En hún fluttist strax á fyrsta ári til Keflavíkur. Þar ólst hún upp til sextán ára ald- urs. „Þá fór ég í Menntaskólann á Laugarvatni. Það var afskaplega góður tími. Þá gerði ég mér að vísu ekki grein fyrir gildi þess að þurfa að sjá um mig sjálf. Ég held að unglingar hafi afskap- lega gott af að fara að heiman, það gerir þá sjálfstæðari. Eftir stúdentsprófið kenndi ég í Kefla- vík í eitt ár. Síðan fór ég til Lundar þar sem maðurinn minn var í námi.“ Það má skjóta því hér inn í að Kristin er gift Kristjáni Má Siguijóns- syni verkfræðingi og eiga þau tvo syni, sautján og sex ára. „í Lundi tók ég fyrsta árið í líffræð- inni. Svo komum við heim. Þá var ég ein með eldri son okkar í tvö ár því maðurinn minn var að vinna úti á landi. Það fyrsta sem virkilega kveikti í mér var þó þegar ég fór að sækja um lán til nárns. Ég sjálf skipti engu rnáli, bara eigin- maðurinn. Þá fór ég að skynja hversu mikilvægt það er fyrir hvem og einn að litið sé á hann eða hana sem sjálfstæðan einstakling. Það er ekki bara að þetta brenni á sjálfri mér heldur á fólki alls staðar í kringum mig og það á við um karla líka. Eftir þetta fyrsta ár í Lundi fór ég í lífTræð- ina hér heima, var í henni í tvö ár og fór svo að vinna á Rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlis- fræði, bæði við kennslu og rannsóknir. Eftir það lá leiðin til Osló og þar var ég í tvö ár í fram- haldsnámi í lífeðlisfræði. Eftir heimkomuna fór ég aftur að vinna í lífeðlisfræðinni. Frá áramótum hef ég verið í hálfu starfi, ég ákvað það þegar ég tók þá ákvörðun að hella ntér út í kosningabarátt- una.“ Samtök um kvennalista hafa frá upphafi sett „mjúku málin" svokölluðu, hagsmunamál kvenna Fyrir konur erjafnrétti ekki fólgið í að fá að vera eins og karlar held- ur að fá að vera konur. og fjölskyldunnar, á oddinn. En þessi mál eru þó engan veginn ný baráttumál því konur í öðrum flokkum hafa lengj barist fyrir þessurn sömu málum. Samkvæmt málflutningi Kvennalistans er munur á kvennabaráttu og jafnréttisbaráttu. En í hveiju er sá munur fólginn? Og hver er munurinn á baráttu kvennalistakvenna og kvenna innan hinna flokkanna fyrir sömu máluin? Og Kristín rétt náði að tylla sér á stól fyrir Ijósmyndarann. það stendur ekki á svörunum hjá Kristínu. Það er eins og hún sé stödd á vinnustaðafundi og ætli sér ekki minna en öll atkvæðin á staðnum. „Ef við lítum á hvað jafnréttisbaráttan hefur gengið út á þá var það viðtekið sjónannið að konur ættu bara að verða eins og karlar. Það er ekki fyrr en konur fara að líta jákvætt á sitt hlut- verk í lífinu að þær gera sér grein fyrir að þeirra 34 VIKAN 20. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.