Vikan


Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 37
bara ekki hvað pólitík er. Allt þetta tal um hægri og vinstri er óskapleg einfbldun sem á sér söguleg- ar skýringar aftur í aldir. Það getur vel verið að það henti ágætlega fyrir fræðimenn og pólitíkusa að draga fólk í dilka eftir þessari skilgreiningu. Ef maður er friðarsinni og aðhyllist félagshyggju, er hann þá vinstri maður? Þeir sem aðhyllast ftjáls- hyggju og vilja aðild íslands að Nató og dvöl hersins hljóta samkvæmt þessu að vera til hægri. Ég held að öll þessi hugtök séu orðin útþvæld og hálfþokukennd af rangri notkun. Það er geng- ið út frá þessum hugtökum, hægri - vinstri, sem einhverri grundvallarskiptingu sem allir eiga að skilja. Persónulega er mér alveg sama hvemig fólk skilgreinir mig, ef það hefur svona mikla þörf fyrir það. Það sem skiptir máli er að ég vil fá að skilgreina mig sjálf. Ég hef aldrei almenni- lega skilið þessa nauðsyn á greiningu til hægri og vinstri." Fram til þessa hefur Kvennalistinn verið í stjómarandstöðu. Konumar em eiginlega stikkfrí, afskaplega hvítþvegnar og syndlausar. Margir halda þvi fram að Kvennalistinn sé nú milli steins og sleggju, hætt sé við að þátttaka í ríkisstjóm muni skaða þær, á hinn bóginn verði þeim bmgð- ið um hugleysi fari þær ekki í stjóm. Ég spurði því Kristínu hvort Kvennalistinn væri tilbúinn að fara í stjóm og hverja hún teldi möguleika flokks- ins á að stuðla að framgangi forgangsmála þegar út í hinn pólitíska raunvemleika væri komið. „Við erum mjög meðvitaðar um hinn pólitíska raunvemleika. Við erum tilbúnar að axla þá ábyrgð sem felst í stjómarsamstarfi. Fólk virðist smám saman vera að átta sig á því að okkur er full alvara. Margir, einkum blaðamenn og þeir sem em neikvæðir í okkar garð, héldu að okkur Ég heldþví að andstœð- ingar okkar verði að horfast í augu við þá staðreynd að við erum engin ,,bleiu-skipta- og snýtisamtök“. Komin í mark. Kristín við dyr Alþingishússins. konur sent búa í friðarbúðum, fara í friðargöngur setjast inn fyrir girðingar kjamorkuveranna. Svo koma svona karlar eins og Olafur Ragnar Grims- son og stofna einhver samtök og taka við verð- laununum." Fyrir kosningamar urðu miklar umræður um stefnu og stefnuleysi Kvennalistans. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur löngum líkt Kvennalistanum við öskupoka aftan í Alþýðubandalaginu sem aftur hefur litið á konumar sem nokkurs konar óánægjuklofning frá Alþýðubandalaginu. Sjálfar hafa þær alltaf gert þá kröfu að fá að skilgreina sig sjálfar eins og þær segja, segjast vera hvorki til hægri né vinstri, þær séu þverpólitísk grasrótar- samtök og kvennabarátta sé pólitísk stefna. I augum andstæðinga þeirra er þessi málflutningur skýrasta dæmið um stefnuleysi sem reyndar megi best sjá í stefnuskrá Kvennalistans, en hún sé nokkurs konar samtíningur af stefnumálum hinna flokkanna. En hvað segir Kþstín sjálf um þessa gagnrýni? Er hægt að vera í pólitík og vera hvorki til hægri né vinstri? „í fyrsta lagi vil ég taka fram að Samtök um kvennalista em ekki þverpólitísk samtök heldur kvenpólitísk samtök. Og auðvitað er kvennabar- átta pólitík. Ef hún er ekki pólitík þá veit fólk væri ekki alvara og að við hvorki vildum né þyrð- um í stjóm. En það sýndi sig að kjósendur tóku okkur alvarlega. Ég held því að andstæðingar okkar verði að horfast í augu við þá staðreynd að við erum engin „bleiu-skipta- og snýtisam- tök“. Úrslit þessara kosninga sýna svo ekki verður um villst að fólk vill breytingar, meðal annars aukin áhrif kvenna. Við gerum okkur hins vegar fullkomlega ljóst að ekki er hægt að gera allt í einu. Þvi verður þetta alltaf spuming um forgangs- röð. í stjóm munum við að sjálfsögðu framfylgja þessari kröfu og stuðla að breytingum. Við erum komnar til að hafa áhrif og við verslum ekki með 20. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.