Vikan


Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 10
Rokk erekki áhugamál barna lengur. Bæði flytjendur og áheyrendur eru sífellt að verða eldri. Ekki er svo að skilja að þetta sé neitt neikvætt. Elton John, Rod Stewart, Tina Turner og Mick Jagger eru öll rokk- flytjendur sem eru enn í fullu fjöri og aðdáendur þeirra eru ekki fáir. Sé listinn yfir hundrað sölu- hæstu plöturnar í Bandaríkjun- um skoðaður sést að fjörutiu prósent flytjendanna eru eldri en þrjátíu og fimm ára. Og þar á meðal eru Billy Joel og Bruce Springsteen. Þeir eldast ekki, þeir verða bara betri. Þessir rokkarar eru ennþá á toppnum. Mick Jagger sneri sér alger- lega að hljómsveitinni Rolling Stones þegar hann var um tvi- tugt. Árið 1975 sagði hann að hann myndi aldrei leika rokk eftir að hann væri orðinn fertug- ur. En tíu árum síðar var hann annarrar skoðunar: „Það er al- gengt hjá ungu fólki að halda að það muni ekkert eldast. Þeg- ar það svo eldist segir það við sjálft sig: Mér finnst ég ekkert gamall.“ Einn af fyrrverandi meðlim- um i hljómsveitinni Eagles sagði að hættulegasta „eiturlyfið“ í rokkinu væru fagnaðarlætin. Hann sagði að þau hefðu mest áhrif á sig. Listamenn þrá þessa athygli og þessi fagnaðarlæti - ástina sem áhorfendur gefa þeim. Paul McCartney sagði að honum liði ekki vel ef hann væri bara heima og gerði ekk- ert: „Þegar maður er tuttugu og tveggja ára lítur maður fram á við og hugsar: Úff, ferlega verð ég gamall þegar ég verð orðinn þritugur. Þrítugur segir maður maður við sjálfan sig: Nei, bíddu nú við, ég er ennþá mjög hress. Ég vil halda áfram. Ég held að tónlist haldi manni ungum.“ Rokkið vakti fyrst athygli fullorðinna þegar þeir gátu greint uppreisn, kynlíf og fram- andleika í lögunum. Sumir hafa auðvitað yfirgefið rokkbrautina og farið i annað. Getur unglingur haldið upp á rokkara sem er nógu gamall til að vera foreldri hans? Tina Turner hefur mikil áhrif á ungl- inga. Hún segist alltaf hafa verið skrefi á undan yngri kynslóð- inni: „Maður verður að vera réttu megin við mörkin." Eldri kynslóð karlrokkara hefur þann góða smekk að stuðla ekki að neinum ósóma hjá hinum ungu áheyrendum sinum og einnig þann góða smekk að klæða sig ekki eins og þeir. Rokkið er ekki bara fyrir krakka lengur, það er ekki tán- ingafyrirbæri. Það var það en núna hlusta allir á rokk. Næst- um helmingur þeirra sem kaupa plötur er milli tvítugs og þrjátíu og ijögurra ára. Þetta eru t'ölur sem koma frá plötuframleiðend- um. Og nú eru fleiri viðskipta- vinir en nokkru sinni fyrr eldri en þrjátíu og fjögurra ára. Það sýnir þroska þessarar listgreinar að hún hófst með krökkum sem eru núna orðnir þrjátíu til fjöru- tíu ára gamlir. Þeir gerðu sér skyndilega ljóst að þessi áhugi þeirra myndi ekki hverfa. Hvers vegna skyldi fullþroskað fólk ekki halda honum? Er til ein- hver eftirlaunaaldur fyrir rokkstjörnur? Kannski getur rokkari verið virkur eins lengi og hann vill og eins lengi og áheyrendur vilja. Á vissum sviðum eru til rokk- arar sem eru eins vel á sig komnir og atvinnumenn í íþróttum. Þeir verða að vera í góðri þjálfun og fleiri og fleiri karlar og konur, sem fara í hljómleikaferðalög, taka með sér búnað til íþróttaiðkana, hollan mat, hveitispírur og ann- að slíkt sem er talið mjög gott fyrir líkamann. Áður fyrr á ár- unum voru það ekki hveitispírur sem notaðar voru baksviðs á rokktónleikum. Það er nauð- synlegt að vera í góðu líkamlegu ástandi; það er ekki bara erfitt að vera á tónleikaferðalagi, það er líka erfitt að hlaupa fram og aftur um sviðið. Mick Jagger og Tina Turner eru bestu dæmin um að þetta er mjög heilsusam- legt líf. Þetta er öðruvísi hjá Julio Igl- esias - hann getur bara tekið koll og hljóðnema og sest niður og setið þangað til hann verður áttatíu ára, en fyrir krakka og fullorðna, sem fara á rokktón- leika og búast við að sjá sýn- ingu, verður listamaðurinn að fara upp á sviðið og nota ork- una. 10 VIKAN 20. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.