Vikan


Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 14.05.1987, Blaðsíða 23
Jean-Jacques Beineix. Jean-Jaques Beineix Leikstjóri Betty Blue, Jean-Jaques Beineix, er fertugur og á að baki þrjár kvikmyndir, hina rórnuðu Diva og hina misheppnuðu Moon in the Gutter auk Bctty Blue. Hann byrjaði feril sinn sem aðstoðarleikstjóri Rene Clement og Claude Berri svo ein- hveijir séu nefndir. Það er svo 1980 sem Diva kemur á markaðinn og allt í einu var Beineix á allra vörum. Diva fjallar um ungan póstmann sem dýrkar óperusöngkonu sem neitar að gefa út söng sinn á plötu. Hans draumur er að hljóðrita rödd hennar og gefa út á plötu... Jean-Jaques Beineix hefur greini- lega haldið, eftir þær rómuðu við- tökur sem Diva fékk, að honum væru allir vegir l'ærir, svo var nú ekki. Eftir að mikið hafði gengið á í sam- skiptum hans og aðalleikarans, Gerard Depardieu, leit Moon in the Gutter loks dagsins Ijós og allir höt- uðu hana, gítgnrýnendur sem áhorf- endur. Trúr sjálfum sér segir Beineix samt að Moon in the Gutter sé meist- araverk. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefur hann greinilega séð að sér því Betty Blue er tvímælalaust vinstelasta mynd hans til þessa, þótt margir séu á því að Diva sé merkilegri kvik- mynd. Næsta verkefni Beineix verður að líkindum i Bandarikjunum. Hann hefur lýst áhuga á að vinna þar og ekki hefur hann skort tilboðin það- an. Myndbönd ELENI ★ ★ ★ Leikstjóri: Peter Yates. Aöalleikarar: Kate Nelligan, John Malkovich og Linda Hunt. Sýningartimi: 116 mín. - Útgefandi: Tefli hf. Elini er byggð á sönnum atburðum og fjallar um leit sonar að morð- ingja móður sinnar. Sonurinn, Nicholas Gage, er þekktur blaðamaður og rithöfundur og þegar hann hóf fyrst leit að örlögum móður sinnar vissi hann aðeins að hún var tekin af lífi af skæruliðum í borgarastyrjöldinni í Grikklandi. Myndin segir svo frá ferð Gage á heimaslóðir og um leið er farið aftur í tímann, til þess tíma þegar móðir hans barðist fyrir að börn hennar mættu lifa og galt þess sjálf með lífi sínu. Gage finnur morðingjann að lokum en það reynist honum erfitt að ætla að drepa varnarlausan mann... Eleni er dramatísk ogspennandi mynd. K.ate Nelligan og John Malkovitch fara vel með hlutverk móður og sonar og Linta Hunt er minnis- stæð í litlu hlutverki. Eleni er mynd sem óhætt er að mæla með. PRETTY IN PINK + i Leikstjóri: Howard Deutch. Aðalleikarar: Molly Ringwald, Harry Dean Stanton og Andrew McCarthy. Sýningartími: 86 mín. - Utgefandi: Háskólabíó. John Hugheser leikstjóri og framleiðandi sem hefur sérhæft sig í að gera kvikmyndir fyrir táninga sem allar virðast njóta vinsælda. Er það orðið svo að nóg er að nefna nafnið þá vita menn hvernig myndin er. Pretty in Pink er úr verksmiðju Hughes, þótt hann leikstýri ekki í þetta skiptið. Efnis- þráðurinn er ekki frumlegur. Myndin fjallar um fátæku stúlkuna sern hittir ríka, myndarlega strákinn og þau verða ástfangin, verða ósatt, sættast aftur og myndin endar að sjálfsögðu vel fyrir alla aðila. Efnisþráðurinn er krydd- aður með laufléttri tónlist og nokkrum bröndurum, blanda sem tekst vel í þetta skiptið. Ekki veit ég hvað jafnágætur leikari og Harry Dean Stanton er að gera í þessari ntynd enda hans hlutverk sem föður fátæku stúlkunnar vandræðalegt. Ekki mæli ég rneð Pretty in Pink fyrir fullorðna en ungling- ar ættu að hafa gaman af. THEATER OF BLOOD ★★ Leikstjóri: Douglas Hickox. Aöalhlutverk: Vincent Price, Diana Rigg og lan Hendry. Sýningartími: 102 mín.-Útgefandi: Tefli hf. Það er alltaf ánægjulegt að sjá Vincent Price og það á ekki síst við þegar hann er í sínu uppáhaldshlutverki, morðóður brjálæðingur. í þetta skiptið er hann Shakespeare-leikarinn Edward Lionheart sem hefur í gegnum tíð- ina fengið óvæga dóma hjá leikhúsgagnrýnendum. Þegar allir halda Lionheart dauðan tekur hann til við að myrða gagnrýnendur á hinn hroða- legasta hátt og meðan hann drepur þá þylur hann texta úr leikritum Shakespeares. Theater of Blood er hin ágætasta skemmtun fyrir unnendur hryllingsmynda og Vincent Price svíkurengan frekaren fyrri daginn. í hlut- verkum gagnrýnenda er hópur þekktra breskra karakterleikara. Má nefna Harry Andrews, Robert Morley og Ian Hendry og hefur hver þeirra sinn veikleika sem Lionheart notfærirsér til að laða þá til sín. Diana Riggleik- ur dóttur Lionhearts og er hún ekki síður morðóð en faðirinn. HOTCHILI ★ Leikstjóri: William Sachs. Aðalleikarar: Charles Schillaci, Alan J. Kayser og Joe Rubbo. Sýningartími: 85 mín. -Útgefandi: Háskólabió. Eins og hægt er að segja að Pretty in Pink sé vel heppnuð unglingamynd er hægt að segja urn Hot Chili að hún sé misheppnuð unglingamynd. Hún Ijallar um Ijóra unga stráka sern fá vinnu á hóteli í Mexíkó. Vinnan er að sjálfsögðu aukaatriði, að komast yfir kvenmann er númereitt hjá þeim og þaðerótrúlega mikiðaflauslátukvenfólki á hótelinu. Fjallarmyndinsvo cingöngu urn kvennafar piltanna sem oft er nokkuð skondið en um leið of fáránlegt lil að gaman megi hafa af. Það versta við Hot Chili er að myndin á að vera gamanmynd en til að gera gamanmynd þarf gamanleik- ara og þeir óþekkui leikarar, sem hér eru í aðalhlutverkuin, verða jafnó- þekktir eftir frammistöðu sína hér. Sjálfsagt hefði verið hægt að kalla Hot Chili „djarfa" mynd einhvern tímann en í dag græðirenginn á að sýna ber brjóst, en nóg cr af þeim i Hot Chili. ELENI 20. TBL VI KAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.