Vikan


Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 09.07.1987, Blaðsíða 55
Varst það þú sern skaust hann. Kristjana? Nei, guð minn góður. Nei, það gerði ég ekki. Ég sagði þreytulega: Nei. ég gerði ekki held- ur ráð fyrir því. Hún spurði, og það var sami ótti í svip hennar: Hvað ætlarðu nú að gera? Ég svaraði: Ekkert af því sem ég ætti að gera. Enginn annar mun fá að sjá þetta bréf, kannski vegna þess að ég tel ntig í leynileguni tengslum við Konráð Hassel. Og ég bætti við: Ég hef smám saman gert mér grein fyrir því að ég er lítt hæfur til þess að framkvæma störf í nafni laga og réttar. Auk þess máttu ekki gleyrna því að ég var einu sinni ástfanginn af þér. Mig minnir að það stæði yfir eitt sumar. Mikil tíðindi gerðust í vikunni sent frarn undan var. Umrenningurinn fannst drukkn- aður í vatninu skannut undan. Hann var í fötum sínum og bar engin merki um ofbeldi. 1 veski hans fannst hundrað króna seðill en engir smápeningar og ekkert annað. Hann hafði ekki einu sinni úr á úlnliðnum, tvítug- ur piltur, gleymdur guði og mönnum. Það var aldrei auglýst eftir honum og sannaðist aldrei hver hann var. En þegar froskmaður hafði leitað lengi í leðjunni á vatnsbotninum fann hann gamla Nagant-skammbyssu frá stríðsárunum, byssu sem ýmsir ungir menn sækjast mjög eftir. Þeir töldu víst að Konráð Hassel hefði verið skotinn með henni. Þá var bæði búið að finna morðingja og vopn sem talið var að hann hefði notað. Það eina scm vantaði var úrslitasönnun. En fjöl- miðlar og almenningur létu sér þetta vel líka og morðinginn virtist hafa hlotið hegningu sína. Menn í einkennisbúningum og borgaraföt- um tóku saman föggur sínar og fóru burt. Og blaðamennirnir flýttu sér eins og hræ- ganunar til annarra staða þar sem einhverra frétta var að vænta. Einkaritarinn fallegi fór einnig og var sárt saknað af ungum mönnum i byggðarlaginu. Hún hafði verið ágætur og óvæntur aukaþáttur í því mikla gesta- og fréttaöngþveiti sem orðið hafði um stund í þessu friðsæla héraði. Öðru hverju talaði ég um málið við vin minn, héraðslækninn, og oftast barst þá tal okkar að unga, óþekkta manninum umrenn- ingnum. Héraðslæknirinn sagði: Ég held að hann sé ekki morðinginn. Vissulega gæti.hann verið það. Furðulegustu orsakir geta valdið við- brögðum ntanna. En eitthvert hugboð segir mér að það hafi ekki verið hann. Ég get ekki enn hætt að hugsa um hann. Mér finnst eins og hann vilji hafa samband við mig; eins og hann vilji túlka eða tjá einhverja ákveðna fregn. Hann var heimilislaus einstæðingur. átti enga aðstandendur, sem létu sér annt um hann, og leitaði falskrar gleði í fiknilyfjum. Þetta vitum við um hann en meira raunar alls ekki neitt. Við vitum ekki einu sinni um nafn hans. Ég mælti: Við vitum eitt atriði í viðbót. Við vitum að það síðasta sem þessurn tveimur persónum fór á milli, Konráði Hassel og umrenningnum, voru mjög vinsamleg sam- skipti. Þeir drukku saman kaffi á vegarbrún- inni og hundrað krónur skiptu unt eiganda. Ágætt að enda þannig ævi sína. Héraðslæknirinn sagði og var þungt hugsi: En morðinginn gengur sennilega ljóslifandi á nteðal okkar. Og hann bætti við og glotti: Það getur verið þú og það getur verið ég. Hvorugur okkar getur sannað sakleysi sitt. Kallað var á lögregluþjóninn til að rifja upp málavöxtu og þetta haust var annasamari tínii hjá mér en venjulega. Ég þurfti stundum að vera á skrifstofunni á kvöldin. Eitt þetta kvöld var allt í einu drepið á dyrnar. Axlabreiður náungi í gúmmístígvélum og grænurn jakka kont inn. Hann tók af sér hanskana og settist. Hann mælti: Ég sá að það var ljós á skrifstofunni. Þú hefur langan vinnudag. Ég náði i vindlakassa og sagði: Leggðu frá þér þessa ljótu reykjarpípu og fáðu þér al- mennilegan reyk. Hann glotti og þáði vindilinn. Ég þekkti vel Hallvarð í Ási. Við fórum öðru hverju saman til fjalla og vorum þá oft ekkert myrk- ir í rnáli hvor við annan. Við spjölluðunt saman urn sitt af hverju. Ég virti hann vandlega fyrir mér í leyni. Það var eins og ég hefði aldrei hitt hann fyrr. Ég hef aldrei getað skilið hvað Kristjana sá við Hallvarð í Ási - þokkalegur náungi nteðal karla en ekkert fyrir hana. Hann var allt of grófgerður fyrir slíka konu - stór og sterklegur líkami, mikill hárvöxtur, ioðnar samanvaxnar augnabrúnir, blá augu sem lágu djúpt, nteð sérstæðum þunglyndisblæ, líkt og kall um samúð frá ómálga skepnu. Kannski var það einmitt það. Ég hafði það á tilfinningunni - já. ég hef víst Iíka heyrt talað um það - að hann sé ástríðufullur elskhugi. Mér geðjast ekki að því að hugsa um þau tvö saman. Hún hefði átt að eiga annan mann. Konráð Hassel var maður sem hæfði henni. En það er fleira sem segja ntá um Hallvarð í Ási. Hann er frábærlega trúr þeim sem hon- urn þykir vænt um. Hann hugsar ágætlega um heimili sitt og er drengjum sínum góður félagi. Gæti hann framkvæmt slikan verknað? Hann mælti: Það eina sem mig langaði til að segja þér núna er að ég hef lokið við sumar- bústaðinn. Ætlunin er að vígja hann urn næstu helgi. Það koma til okkar nokkrir gestir, meðal annarra skógræktarstjórinn og héraðs- læknirinn. Og við viljurn gjarna að þú komir líka. Ég náði í flösku og tvö staup. Til ham- ingju, Hallvarður! Þú hefur lokið þarna ágætu verki - fyrir framtíðina og fyrir drengina þína. Já, ég kem áreiðanlega. Satt best að segja hef ég þörf fyrir dálitla tilbreytingu núna eftir allt stappið í kringunt þetta morðmál. Einn vesalings sýslumaður úti á landsbyggðinni, og lenda svo í þessu þrasi! Var það af ásettu ráði sem ég sagði þetta? Þurfti ég kannski að kanna grun sem ég hafði ekki sönnun fyrir? Ég vissi raunar vel að Hallvarður í Ási var góður skotmaður. Þá gerðist það allt í einu: Þessi rólyndi maður missti taumhald á sér aðeins örstutta stund. Augljós ótti birtist i djúpt liggjandi augum hans. Dimmur skuggi kom þar í ljós og eins konar barnsleg, óskiljanleg örvænting yfir því sem hann hafði gert. Augun mændu hjálparvana til mín eitt andartak, líkt og neyð- arkall. Því næst tæmdi hann staupið, deplaði aug- unum nokkrum sinnum og var sá santi og fyrr: Þakka þér fyrir veitingarnar. Hann tók aftur upp vindilinn og glotti: Þetta fór þangað sent því var ætlað. Ég hugsaði þegar hann var kominn út fyrir dyrnar: Hann hefur hlotið dóminn sinn. Seinna hugsaði ég meira urn málið. Þeir hljóta að hafa verið miklir bögubósar, þessir náungar, þessir löreglumenn úr borginni, að láta blekkjast af áhugamanni sem raunveru- laga framkvæmir morðið. Þeir hefðu átt að geta fundið spor eftir hann. En þeir fundu untrenninginn og tvo litla hassmola. og þenn- an rnann töldu þeir morðingjann. Nú á tímum eru eiturlyf lausn á öllurn gátum. Þá verður mér hugsað til þess að ég hef dregið undan það eina sönnunargagn sem hefði getað kornið þeint á sporið. Ég ígrunda stöðu mína gaumgæfilega en finn enga sektar- kennd. Morðinginn hefur fengið sína hegn- ingu. Við skulum gera ráð fyrir að hann sé nógu sterkur. Hann hefði ekki orðið að meira gagni fyrir sig og sína í fangelsinu. Nú getur hann að minnsta kosti hugsað um drengina sína. Þeir munu aldrei fá að vita neitt um það. Kristjana? Kona lumar á úrræðum þegar á reynir. Og þetta varð þá sakamálasaga þrátt fyrir allt. Éghef mikið hugsað um hver sé aðalpersón- an. í fyrstu hélt ég að það væri Konráð Hassel, því næst Kristjana og að lokum Hall- varður. En nú hallast ég meira og meira að þeirri skoðun að það sé hinn ungi, óþekkti vinur okkar, umrenningurinn, sem er aðalper- sónan. Ef til vill er það alltaf þannig? Ég var einnig í vafa um heiti sögunnar. Það var um mörg nöfn að ræða: Morð í septemb- er? Bréf án heimilisfangs? Sídegiskaffi? Umrenningurinn? Ég hallaðist helst að þessu síðasta því að það er mest spennandi og í takt við tímann. En svo varð niðurstaðan að lokum sú sem hér stendur, þrátt fyrir allt. Það finnst mér vera sá kjarni sem öll málsatvik geisla frá. 28. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.