Vikan


Vikan - 09.07.1987, Page 61

Vikan - 09.07.1987, Page 61
Á hljómleikum hjá BEES. fyrir fólk. Þess vegna var ég á skóla í London síðastliðinn vetur til að kynna mér fatahönnun og nú er ég að safna peningum til að fara í fimm ára nám til New York - er búin að sækja um og vona bara að ég komist inn. Kannski er þetta glapræði, allavega voru margir hissa á því að ég skyldi ekki klára stúd- entsprófið fyrst því ég er nefnilega búin með verslunarskólapróf og á tvö ár eftir í stúdent- inn. En ég gerði samning við sjálfa mig: ef mér gengi vel í skólanum mundi ég leyfa mér að hætta og læra fatahönnun en ef mér gengi illa_ þá skyldi ég dúsa þessi tvö ár í viðbót. Eg er eiginlega svolítil ævintýramanneskja í mér, framkvæmi stundum fyrst og hugsa síðan. Eg læt mér ekki segjast, verð að fá að reka mig á sjálf. En ég hef heldur ekki séð eftir neinu. Ég hef dútlað í ýmsu og hef áhuga á mörgu, til dæmis hef ég alltaf haft gaman af að teikna og mála með vatnslitum. Eg hef ekkert lært en smitaðist af mömmu (Camillu Hallgrímsson) sem er einn af þessum leyni- dundurum í myndlist, en hún hefur töluvert lært. Ég held að ég gæti ekki unnið níu til fimm vinnu; gerði heiðarlega tilraun til að vinna skrifstofustörf en það gekk ekki. Ég er ákveð- in og metnaðargjörn og held að fatahönnun geti veitt mér þá fullnægju í lífinu sem ég vænti. Það er lifandi starf þar sem maður hefur fullt af fólki í kringum sig en það er einmitt það sem ég elska. En ég ætla nú ekk- ert að hætta að dansa þótt ég snúi mér að öðru, sú baktería hverfur ekki alveg svo glatt.“ Sagan af Maju og Geira Bíóatriðið, upphafið að brösóttu sambandi Geira og Maju - erfitt að gera ótruflaðar tilraunir til að halda utan um elskuna sína. Texti: Guðrún Alfreðsdóttir Myndir: Valdís Óskarsdóttir og Helgi skj. Friðjónsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.