Vikan


Vikan - 03.09.1987, Page 44

Vikan - 03.09.1987, Page 44
Vikan — böm MJÓLKURHRISTINGAR OG HANASTÉL Hvernig væri að fá sér girnilegan mjólkurhristing? Já, eða skrautlegt hanastél. Hér höfum við nokkrar upp- skriftir sem auðvelt er að fara eftir. Það er nauðsynlegt að nota fin glös undir drykkina en fáið þó leyfi hjá foreldrum ykkar svo að þið verðið ekki skömmuð fyrir að nota rándýr kristalsglös. Svo skuluð þið skreyta drykkina, til dæmis með mislitum sogrörum, pappírssólhlíf- um eða ávöxtum, allt eftir því hvað til er. Þessir drykkir eru ætlaðir til hátíða- brigða enda ekkert gaman ef þetta er gert á hverjum degi. Þessu fylgir líka að taka verður til eftir sig. Annars er ekki víst að þið fáið að spreyta ykkur i eldhúsinu aftur. En nú skulum við líta á uppskriftirnar. BANANAHRISTINGUR 1 stór banani 1 teskeið nýkreistur sítrónusafi 1 teskeið sykur 4 desílítrar mjólk Afhýðið bananann og merjið með gaffli. Setjið bananastöppuna, sítrónu- safann og sykurinn í hrærivélarskál og þeytið vel. Þá er mjólkinni hellt saman við og þeytt svolítið lengur. Hellið þessu í há glös og setjið sogrör í. SUKKULAÐIHRISTINGUR 3 desílítrar mjólk 'A lítri vanilluís 5 matskeiðar kakómalt Hellið mjólkinni í hrærivélarskál, skerið ísinn í smábita og setjið í skálina. Þá er kakómaltinu bætt út í og þeytt vel. Hellið þessu í há glös, stráið söxuð- um möndlum yfir ef þær eru til og setjið sogrör í drykkinn. KÓKAKÓLADRYKKUR Frystið kaffi í ismolaboxi og myljið klakann siðan og hálffyllið hátt glas. Fyllið glasið síðan með köldu kóki og setjið sítrónusneið út í. Ykkur finnst þetta ábyggilega skrýt- inn drykkur og kannski illa farið með kókið, en það er allt í lagi að prófa hvernig kaffi og kók smakkast saman. Að lokum er hér uppskrift að ekta sparidrykk, en til að laga hann þarf að hafa rafmagnshristara. JARÐARBERJA- HANASTÉL 8-10 fersk jarðarber 1 desílítri grenadín (eldrautt síróp í flösku, fæst í mörgum matvörubúðum) 1 desílítri rjómi 1 desílitri engifer-gosdrykkur Setjið allt saman í hristarann ásamt muldum klaka. Setjið hristarann á fullan hraða i nokkrar sekúndur. Hellið drykknum í glös og skreytið með hálfu jarðarberi og sogröri. 44 VIKAN 36. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.