Vikan


Vikan - 24.09.1987, Qupperneq 15

Vikan - 24.09.1987, Qupperneq 15
í augum eru ýmis ákvæði Kóransins, hinnar helgu bókar múslíma. Kóraninn mælir fyrir um að konan sé manninum undirgefin í orðanna fyllstu merkingu. Hún má einungis þéna helnring af tekjum eiginmannsins og fyrir dómstólum er vitnisburður tveggja kvenna virtur til jafns við framburð eins karlmanns. Ef eiginmaðurinn kýs að skilja við konu sína nægir honum að segja í þrígang við hana „Ég skil við þig“ og hún er þar með orðin kona ein, hefur ekki einu sinni rétt til að halda börnunum. Leila segir tilveru músl- ímskra kvenna byggjast á að láta að vilja mannsins og slíka hugmyndafræði getur hún ekki hugsað sér að kalla yfir sig og sína afkomendur. Leila gegnir öllum venjulegum störfum hermannsins og er í engu hlíft. Hún lifir á landamærum lífs og dauða þar sem enginn veit hvað býr í grasinu eða hvort henni muni auðnast að sjá til sólar næsta dag. Eitt af störfum hennar innan hersins er kennsla. Hún sér um að gefa hermönnun- um innsýn i sálarfræði og trúarheimspeki svo þeir viti af hverju stríðið geisar og til hvers er barist. Með sprengju- gnýinn í eyrunum og eyðileggingu styrjaldarinnar hvert sem augað lítur axlar Leila hríðskotariffilinn. Hún segir að lok- um að markmið hennar sé ekki að drepa. Hið eina sem hún sækist eftir er rétturinn til að vera til og lifa af. Samia er aðeins sautján ára gömul og býr á vesturbakkan- um. Líkt og stalla hennar í austurhluta Líbanon er hún vígbúin frá hvirfli til ilja. „Ég berst ekki af drápsfýsn held- ur til að verja mig og mína,“ segir þessi arabíski hermaður. Hún er af þeirri kynslóð unglinga sem þekkir ekkert annað en hörmungar og ógnaröld stríðsins. Vopnaburður er henni jafneðlilegur og skólabækurnar. Þegar tímum lýkur í skól- anum klæðist hún herbúningnum og fer út á götur til að verja sinn hluta „grænu línunnar“. Hún stefnir í læknanám og henni býður við glóruleysi eyðileggingarinnar. Þrátt fyrir það álítur hún það skyldu sína að þjóna föðurlandinu og verja það fyrir yfirgangi falangista. Falangistar eru stærsti og öflugasti hópur kristinna sem berst í Líbanon. Líkt og aðrir múslímar beinir Samia sjón- um sínum aðallega að þeim. Hún staðhæfir að falangistar einoki bestu störfin þannig að múslímar komist ekki að. Þetta á sérstaklega við shíta sem eru verst staddir fjár- hagslega og búa í suðurhluta Vestur-Beirút. Hún segir að falangistar haldi að Líbanon sé þeirra eign og þeir einir eigi rétt á landnæði þar. Hún sér misskiptingu efnalegra gæða og finnst að á sér sé troðið í stóru sem smáu. Þó þetta sé afar mikil einföldun á pólitísku ástandi í Líbanon er þetta sá veruleiki sem blasir við aröbum sem nú vaxa úr grasi. Samia segist ekki hata kristið fólk, að- eins falangistana. „Margir þeirra eru saklausir eins og við. Það sem við viljum er réttlæti en falangistarnir vilja ekki láta það eftir okkur svo við eru tilneydd að berjast fyrir því sem okkur ber,“ segir hún. Einu sinni i viku les hún Kóraninn með krökkum í les- hring. Henni finnst múhameðstrúin alls ekki afturhaldssöm eða bókstafsleg. Hún viðurkennir þó að íhaldsfólk sé til en trú þess sé ekki hin rétta múhameðstrú og bendir á að hún sé til dæmis í háskóla. Þegar Samia leggst til svefns á kvöldin glymja byssukjaftarnir í fjarska en hún sefur rólega þrátt fyrir það. Að morgni „axlar hún sín skinn“, bregður skýluklút yfír hárið og fer til skylduverka, grá fyrir járnum rétt eins og vestrænn einkaritari væri að skreppa á skrifstof- una.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.