Vikan


Vikan - 24.09.1987, Qupperneq 28

Vikan - 24.09.1987, Qupperneq 28
Anna Erla Magnúsdóttir Ross ÚRBORGARFIRÐI TIL BUENOS AIRES Anna Erla Magnúsdóttir er hláturmild kona sem lífskrafturinn geislar af enda segir hún sjálf að sér hafi aldrei leiðst, sama hvar hún hafi verið niðurkomin í heiminum. „Manni líður miklu betur ef maður er skapléttur og hefur lag á að sjá björtu hliðarnar á því sem gerist umhverfis mann. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið þessa skapgerðareiginleika í fæðingargjöf. Ég er sátt við sjálfa mig.“ Asamt eiginmanni sinum, Michael Ross, á Hótel Borg sem allar götur hefur verið uppáhalds hótelið hennar i Reykjavík. Þegar hún ræðir um sjálfa sig. þjóðlegan mat og jólahald er oft eins og stutt sé í stelp- una sem ólst upp í Borgarfirðinum; stelpuna sem lagði land undir fót og fór langt út í heim. Hún segir líka sjálf: „Ætli hún sé ekki alltaf til staðar. Ég held að það sem er í manni hverfi aldrei alveg." Anna Erla er fjórgift. Fyrsti maður hennar var Óskar Árnason og rneð honum átti hún soninn Magnús Óskarsson. Þau bjuggu í Reykjavík. Árið 1955 urðu þáttaskil í lífi hennar er Herman Pilnik skákmeistari kom hingað til lands að tefla við Friðrik Ólafsson. Anna Erla var kynnt fyrir honunt í samkvæmi og það urðu afdrifarík kynni. hún var skilin viku seinna og 24. desember 1955 flutti hún til Hollands og fór að búa þar. Ekki bjuggu þau Pilnik þó lengi í Hollandi því líf skák- meistara er hálfgert flökkulíf. Þau bjuggu víða í Evrópu uns þau fluttu ll1 Argentínu. Þar kynntist Anna Erla þriðja manni sinum. Arn- oíd von Gravinhorst. á Scottys bar í Buenos Aires. það var þann 24. desember 1958. Gra- vinhorst bauð þeim Önnu Erlu og Pilnik til dvalar í einu af sumarhúsum sínum og þar réðust örlög hennar. „Hann doblaði mig upp úr skónurn og ég giftist honum. Þar með byrjaði milljónaralífið í Buenos Aires." En Anna Erla og Gravinhorst skildu. Þá lá leið hennar til New York þar sem hún var kynnt fyrir Michael Ross 24. apríl 1967. Þau eru búin að vera gift i tæp tuttugu ár og búa á Miami. „Ég veit ekki hvort ég sest þar að, tíminn einn getur leitt það í ljós," segir hún. 28 VIKAN 39. TBL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.