Vikan


Vikan - 24.09.1987, Síða 33

Vikan - 24.09.1987, Síða 33
•auma mannastraumur til íslands hefði aukist verulega. Þetta er aðeins brot af því spaklega sem frá þremenning- unum kom. I sama blaði er einnig grein sem ber yfirskriftina Lífið verður auðvelt árið 1988. Þar voru bandarískir framtiðarspámenn á ferðinni. Þeir sögðu meðai annars: Bifreiðin af árgerð 1988 mun líða áfram ofan á púða af samþjöppuðu lofti, í stað þess að hoppa eftir veg- um á gúmmíbörðum. Loftpúðinn gerir dýr vegakerfi óþörf í flestum hlfellum, sem er einkar hentugt fyr- ir okkur íslendinga. Og brýr verða einnig óþarfar af sömu ástæðum. Af eldhússtörfum framtíðarinnar segja þeir að aðeins þurfi að ýta á nokkra takka í eldhúsinu og eftir nokkrar mínútur verði fullkominn veislumatur tilbúinn án þess að matreiðslumaðurinn þurfi að snerta hann. í lok máltíðar verði borð- búnaður látinn í hljóðhreinsara sem sótthreinsi hann á nokkrum sek- úndum. Árið 1988 munu ferðaskrifstof- urnar bjóða upp á sumarleyfisferðir út í geiminn, en það verða afspyrnu dýrar ferðir. - Svo var endað á því að segja að árið 1988 verði enginn í vondu skapi nema hann óski sér- staklega eftir því. Menn geta þá kosið sér skaplyndi og verið í því skapi sem þeim finnst æskilegast. Þá verða komin lyf sem örva heil- ann eða öllu heldur hjálpa honum án þess að nokkur skaðleg eftirköst geri vart við sig. Það verður gaman að lifa árið 1988. Þetta eru glæsiiegar framtíðar- horfur. Við bregðum nú upp nokkrum svipmyndum úr fortíð Vikunnar - en hún er einnig glæst. Vikan býr enn yftr gnægð glæstra drauma sem rætast í ókominni framtíð. Kveðja, Þórunn. 39. TBL VI KAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.