Vikan


Vikan - 24.09.1987, Side 47

Vikan - 24.09.1987, Side 47
það mjög undarlegt og vil endilega fá ein- hverja ráðningu, ef hún er þá til. Takk. C.Æ.R. Jú, það er til ráðning á þessum draumi og hann er ekki eins sjaldséður og cetla mœtti. Þetta er hindranadraumur og getur merkt tafir eða erfiðleika á að hrinda einhverju ákveðnu máli iframkvœmden aldrei neitt alvarlegt þó. PRÓF, SKÓLI, STRESS Kæri draumráðandi Vikunnar! Þú réðst fyrir mig draum í fyrra sem er að miklu leyti kominn fram nema eitt sem mig langar að vita betur, en ekki birta það samt. Kannski er það bara ekki komið ennþá en þú getur sagt mér hvort það er eins og ég held. En nú ætla ég að senda þér annan draum og vona að það gangi eins vel. Mér fannst ég vera komin í skóla þótt um hásumar væri og mér fannst ég vera að fara í eitthvert mjög erfitt próf og kvíða því alveg óskaplega. Mér fannst X., Y. og Z. vera þarna og strákur sem ég var skotin í í fyrra og heit- ir R. Svo voru kennarar þarna en ekki allir þeir sömu og hafa verið í mínum skóla. Mér fannst ég sitja fyrir utan skólastofu og allt var öðruvisi en það er vant að vera og miklu dekkri litir, þó fannst mér eins og þetta ætti að vera sami skóli. Mér fannst ég vera að fara í reikningspróf og ekkert kunna og ekki einu sinni eiga bækurnar og ég sá voðalega eftir að hafa ekki verið duglegri um veturinn. Loks var ég orðin svo stressuð að ég fór að há- gráta og öskraði og trylltist um allan skólann. Og þá vaknaði ég. C. Draumur þessi gelur merkt tvennt ólíkt. Annars vegar getur hann merkt að þú eigir ein- hver óuppgerð mál við vini þína og verðir að fara að taka á þeim og þú haftr jafnframt van- rœkt eitthvað alvarlega sem þú veróur að Itorfast í augu við. Hins vegar - og þú veist hvort það á vió þig - getur verió að þú eigir á ástarsam- handi sem er löngu húið að syngja sitt síðasta en þig bresti kjark til að slíta því endanlega. Þú œttir að fara nœrri um hvor merkingin á við. Endanleg niðurstaóa draumsins er, hvað sem öðru líður, jákvœð. 39. TBL VIKAN 47 L.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.