Vikan


Vikan - 10.12.1987, Síða 30

Vikan - 10.12.1987, Síða 30
Mannfjölgunar sprengingin Það tók manninn 10.000 ár að fjölga sér í einn milljarð á jörðinni. Því marki var náð í upphafi nítjándu aldarinnar. Það tók aðeins 100 ár í við- bót að ná 2ja milljarða mark- inu. Þremur milljörðum var náð 1960 og fjórum milljörð- um 1974. Og einhvern tíman á þessu ári varð fjöldi manna á jörðinni fimm milljarðar. Það faeðast 220.000 börn á hverjum degi. 80 milljónir á hverju ári og sérfræðingar segja að innan einnar aldar héðan í Érá munum við verða 10 milljarðar talsins. Ef borinn er saman mann- fjölgunin í iðnþróunarríkjunum og þróunarlöndunum kemur skarpur mismunur í ljós. Mann- fjöldinn í iðnþróunarlöndunum náði einum milljarði 1965 en síðan þá hefur vart verið um frekari fjölgun að ræða og mjög ósennilegt þykir að mannfjöld- inn í þessum löndum nái nokkru sinni tveimur milljörð- um. í þróunarlöndunum hefur mannfjöldinn aftur á móti tvö- faldast frá árinu 1965. Á því ári lifði um þriðjungur mannkyns- ins í iðnþróunarlöndunum en árið 2025 mun þetta hlutfall verða komið niður í einn sjötta eða um 17%. í dag munu 65 af hverjum 100 börnum feðast I fátækari löndunum. Mannfjöldinn í Evrópu náði hálfum milljarði árið 1950. í Affíku náðist þessi tala ekki fyrr en árið 1982. En fyrir árið 2008 mun mannfjöldi Afríku senni- lega verða einn milljarður, tala sem líklega næst aldrei í Evrópu. Afleiðingar sprengingarinnar Á pappírnum er feðumagn það sem framleitt er nægjanlegt fyrir þann mannfjölda sem nú er til staðar á jörðinni. En það er ekki hægt að dreifa þessum mat- vælum á þann hátt að allir fai nóg. World Bank áætlar að um 730 milljón manns þjáist nú af næringarskorti. Þetta er ekki vegna þess að matvæli hrúgist upp í iðnþróun- arlöndunum. Gríðarmiklar mat- arbirgðir eru einnig til í Þriðja heiminum. Það er ekki mögu- 30 VIKAN legt að framleiða matvælin á þeim stöðum sem þeirra er þörf. Eitt af meginvandamálun- um er að öll þróunarmál verða að engu vegna mannfjöldaspreng- ingarinnar. Sem dæmi má nefha að á síðustu 10 árum hefur mat- vælaffamleiðsla í Afríku aukist um 20% en vegna mannfjölgun- arinnar þar hafa matvæli á hvern íbúa minnkað að meðaltali um 11%. Eftir 13 ár munu 29 lönd í Affíku ekki geta séð öllum íbú- um sínum fyrir mat. Til viðbótar þessu kemur annað vandamál sem eykst hröðum skrefum og það er fólksflóttinn til borganna í Þriðja heiminum. Við lok þess- arar aldar munu íbúar í borg- um í Afríku verða orðnir fimm- falt fleiri en þeir eru í dag. Á þeim tíma munu 60 borgir í álf- unni hafa meir en milljón íbúa en fyrir 30 árum hafði aðeins ein borg þann fjölda, Kaíró. Þetta sama vandamál mun hrjá latneska hluta Ameríku svo og Asíu. Áhrifin á umhverfismál sem fylgja í kjölfar þessa mun verða gífurleg. Sem dæmi má taka að lönd í Þriðja heiminum planta 10 til 20 sinnum ferri trjám en þau eyða. Mest af þessum við er brennt, það er hann hverfur að eilífu. Þetta þýðir að mannfjölg- unarsprenginin mun leiða til mikils orkuskorts. Að auki munu dýr og plöntur hverfa af yfirborði jarðar, um 100 teg- undir á dag eftir árið 2000. Hvað er til ráða? Orsakir mannfjölgunar- sprengingarinnar eru óumdeil- anlegar. Bætt heilbrigðisþjón- usta og aukið næringargildi feðu hafa leitt til minnkunar barnadauða og lengingar á með- alævi fólks. í Þriðja heiminum er þetta þannig: Árið 1958 voru meðalævilíkur 44.2 ár og barna- dauðinn var 172 af hverjum 1000. Árið 1990 munu samsvar- andi tölur verða 61.2 ár og 68 af hverjum 1000. En sama árangri hefur ekki verið náð í getnaðar- vörnum. Það er einnig óumdeildanlegt að getnaðarvarnir fara saman með menntun og félagslegri þróun. Fyrir 150 árum var Evr- ópa á sama stigi og Afríka í dag. Fólk vildi eignast eins mörg börn og mögulegt var, af félags- legum ástæðum: Börnin voru trygging fyrir firamtíð fjölskyld- unnar og þjóðfélagsins í heild. Þegar þessar aðstæður breytt- ust fór fólkinu fekkandi. Kenn- ingar þróunarhjálpar í dag ganga út frá því að þetta muni gerast allsstaðar. En tímapressan í dag er mun meiri en hún var fyrir um öld síðan. Framangreind þróun gerðist ekki á einum degi. í dag þurfum við snarpa þróun, hún má ekki taka lengri tíma en ein kynslóðaskipti. Við stöndum frammi fýrir nær óleysanlegu vandamáli. Eigum við að hjálpa fólkinu í dag? Eða er megin ábyrgð okkar við kyn- slóðir framtíðarinnar? En kyn- slóðir framtíðarinnar eru fjar- lægar okkur, við greinum aðeins vandamálið í dag. Við höfum skyldum að gegna gagnvart meðbræðrum okkar. Þetta þýðir að við verðum að reyna að sam- ræma þessi tvö sjónarmið. Það er ekki hvað síst mikil- vægt að við bendum viðkom- andi stjómvöldum í þróunar- löndunum á afleiðingar þess að láta mannfjölgunarsprenginguna halda áffam óhetta og aö veita þeim jafiiffamt meiri hjálp við að dempa hana. —FRI. (Byggt á grein Peter Sager, ritstjóra Sviss Press Review) Mannfiöldinn í Evrópu náði hálfum milljarði árið 1950.1 Afríku náðist þessi tala ekki fyrr en árið 1982. En fyrir árið 2008 mun mannfjöldi Afríku sennilega verða milljarður....

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.