Vikan - 10.12.1987, Page 42
Efnilegur skákþrautasmiiur
Fjöldi íslenskra titilhaía í
skák gagnvart öðrum þjóð-
Vim er magnaður vitnisburð-
ur um skákáráttu okkar. Á
súluriti dugir ekki minna en
að telja titilhafa á hverja mili-
jón íbúa svo íslenska súlan
rjúki ekki upp úr öllu veldl
og svo stórveldin kómist á
blað.
Þetta segir samt ekki alla
söguna um skákáhuga almennt.
Súluritið telur t.a.m. ekki tafl-
mennsku kvenna. Því miður
hafa konur hér á landi ekki verið
jafn þaulsætnar við skákborðið
sem karlar. í mörgum öðrum
löndum, einkum austan
járntjalds, tefla konur af engu
minni áhuga. Þar eru einnig fjöl-
margir sem glíma við það í frí-
stundum sínum að setja saman
skákþrautir. Þeir íslendingar
sem þá iðju stunda eru teljandi
á fíngrum annarrar handar.
Austur í Sovétríkjunum er
vinsælt að eftia til samkeppni
um bestu skákþrautirnar. í einni
slíkri sem haldin var nýlega,
fékk 17 ára piltur sérstök verð-
Jón L. Árnason___________
SKÁK /
laun fyrir tvær þrautir, eða
tafílok. Piltur þessi, Kolikh-
matov að naftii, þykir sérlega
efriilegur skákdæmasmiður, eins
og þrautir hans gefa til kynna.
Reynið sjálf að finna lausnina. í
báðum þrautum á hvítur leik og
á að vinna taflið.
Hér hefur hvítur riddara og
biskup gegn riddara en engin
peð eru efitir á borðinu. Riddari
svarts er innilokaður í horninu.
Takist hvítum að fanga hann er
björninn unninn, því að riddari
og biskup vinna gegn kónginum
einum. En þrautin leynir á sér.
Hvítur er í raun að tefla upp á
mát!
1. Kd6 Rb6 2. Kc5 Ra4 3.Kb4
Rb2 (ef 3. - Rb6, þá 4. Be6+ og
síðan 5. Kb5 og vinnur riddar-
ann) 4. Be6+ Kbl 5. Bf5+
Kcl (ef 5. - Ka2, þá 6. Bc2 Kal
7. Rb3+ Ka2 8. Rcl+ 9. Kc3 og
vinnur riddarann) 6. Kc3 Rdl
7. Rb3 mát!
abcdefgh
Hér eru heldur ekki margir
menn eftir á borðinu. Hvítur á
að vinna.
1. Kc5 Re7 2. f6+ Kxg6 3.
fiœ7 Kf7 4. Kd6 Ke8. Allt er
þetta eðlilegt en er þessi staða
ekki jafhtefli? Ef nú 5. Ke6 eða 5.
g6, þá er svartur patt. Nú kemur
lykilleikurinn: 5. Ke5! Kxe7 6.
g6. í Ijós kemur að hvítur
vinnur, því að hann hefur and-
spænið. Eftir 6. — Ke8 7. Ke6!
Kf8 8. Kf6 Kg8 9. g7 Kh7 10.
Kf7 verður peðið að drottningu.
Margir
punktar,
enfáir
slagir
Sum spil eru þannig að
nægur er punktastyrkurinn
í geim, en alls óvíst að þau
standi. Getur jafhvel rokkað
um marga slagi hvað stendur
á spilin. Eftirfarandi spil er
gott dæmi um spil þar sem
punktastyrkurinn er fyrir
hendi, en alls óvist um
geimið. Það kom fyrir í 8
liða úrslitum í Reykjavíkur-
mótinu í bikarkeppni. Sam-
an Iéku sveitir Braga Hauks-
sonar og Estherar Jakobs-
dóttur.
ísak Örn Sigurðsson_
BRIDGE /
DGX
Á10X
ÁK9X
ÁXX
N
S.
Á98X
XX
G108X
DG9
Suður spilaði 3 grönd eftir
precisionsagnirnar 1 lauf, 1
grand, 3 grönd. Útspilið var
hjarta tvistur (fjórða hæsta).
Það er nokkuð ljóst að hjartað
skiptist 4-4, því hjarta 2 er
fjórða hæsta spil. Því ætti litlu
máli að skipta hvenær drepið er
á Ás. Útlitið er allt annað en
bjart, en þó gætu vel fengist tíu
slagir. Sagnhafi spilaði spilið
þannig. Hjarta var drepið í öðr-
um slag, tigulás tekinn og spaða-
drottningu svínað. Vestur tók á
spaða kóng og hjörtun tekin. Út-
litið orðið svart. í hjörtun fóru
eitt lauf úr blindum, en tígulgosi
og eitt lauf heima. Næst kom
lauf frá vestri sem var inni á síð-
asta hjartanu. Sagnhafi ákvað að
taka ekki laufsvíninguna (sem
hefði ekki heppnast) og tekur á
laufás. Spaðagosi blinds er tek-
inn og meiri spaði sem austur
setur lítinn spaða í. Af því hjart-
að brotnaði 4-4 hugsar sagnhafi
með sér að líklegra sé að spað-
inn brotni 3-3 og stingur upp
Ás. Vestur hendir laufi. Þá er
samningurinn alltaf niður, en nú
er að finna tígulinn til þess að fá
átta slagi. Tígultíu er spilað, lítið
frá vestri, og þar sem vestur er
líklegri fyrir lengd í tígli úr því
hann átti aðeins tvo spaða, er tí-
unni hleypt. Austur fær á drottn-
inguna blanka og á restina af
slögunum á lauf og spaða. Fimm
slagir var afraksturinn, en spil-
aði sagnhafi illa? Það er ekki
hægt að segja það. Á hinu borð-
inu var sagnhafi þrjá niður í
sama samningi. Suður getur
glatt sig við það að sigur vannst
í leiknum.
Höfuðverkur
af því að vera of lengi inn í ryk-
ugum vistarverum þar sem lítið
er um opna glugga og hreint
loft. Þetta geta verið þungir,
höfuðverkir með æðaslætti. Best
er að drífa sig þá út og anda
djúpt að sér til að fá ferskt loft
ofan í lungun. Allra best er að
gera léttar líkamsæfingar úti við
og á það einnig við um höfuð-
verk af öðrum orsökum.
Góður göngutúr eða sund eru
mjög góð meðul við höfuðverk
og hvíld á eftir í stuttan tíma
ætti að reka endahnútinn þar á.
Afslöppun er einn þáttur sem er
afar mikilvægur í því að lækna
höfuðverk. Um leið og þú lest
þetta athugaðu þá hvort axlirn-
ar eru í algjörlega afslappaðri
stöðu — varstu kannski búinn að
draga þær upp í áttina að eyrun-
um? Stífa vöðva er gott að mýkja
í heitu góðu baði, en best er að
læra afclöppunaræfingar og fara
eftir þeim.
Verkir í ennisholunum eru
enn ein gerð af höfuðverk sem
gerir okkur lífið leitt. Veðrið
getur haft þar áhrif á en þeir eru
algengari á veturna þegar fólk
fer inn úr köldu, röku veðri í
heitar vistarverur þar sem bakt-
eríur eru líklegar til að lifa góðu
lífi. Eftir langan vetur þar sem
kvef hefur hrjáð viðkomandi
meira og minna allan veturinn
þá er líklegt að ennisholurnar
séu orðnar stíflaðar sem þar að
auki veldur þungum verk í
höfði í námunda við augabrýr
og kinnar.
Höfuðverkur er einn fýlgifisk-
ur ofhæmis fýrir ýmsu því sem
andað er að sér í andrúmsloft-
inu. Þeim sem hafa fengið höf-
uðverki út frá kvefi í ennishol-
unum fer líklega að skána með
vorinu og batnandi veðri, en
hann getur aftur á móti versnað
hjá þeim sem eru með ofnæmi.
Því með vorinu kemur gróður-
inn, sem getur verið einn af of-
næmisvöldunum.
í stuttu máli þá eru ráðin til
að losna við höfuðverk þau að
stunda léttar líkamsæfingar úti
við, slappa vel af og borða og
drekka áfengi af hófcemi, en aft-
ur á móti nóg af vatni. Dugi ekk-
ert af þessu þá er að leita læknis.
Hugsaðu um það hvað það er
einna helst sem veldur þér
höfuðverk og reyndu síðan að
forðast það eftir mætti, þá ertu
kominn langleiðina með að
lækna þig.
Woman’s Own / BK
42 VIKAN