Vikan


Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 13

Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 13
slungna og hæfileikaríka aðstoð- armenn. Á skrifborði Reagans í Hvíta húsinu er lítill skjöldur sem kannski skýrir velgengni Reagans betur en nokkuð annað, en þar stendur letrað: Því eru engin takmörk sett hversu miklu maðurinn getur fengið áorkað eða hversu langt hann getur náð ef það skiptir hann engu hver fasr þakkirnar. Upp á Reagan má fera um- mæli Jóns Þorlákssonar, fyrrum forsætisráðherra, borgarstjóra og fyrsta formanns Sjálfstæðis- flokksins, er hann sagði að störf sín væru fólgin í því að koma af sér störfúm. Sem leiðtogi og for- ystumaður hefúr Reagan mótað aðallínumar og sett markmið en látið samstarfsmenn sína sjá um smáatriðin og fylgja þeim eftir. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Fyrstu ár Reagans á valdastóli jókst hagvöxtur, verð- bólga hjaðnaði og atvinnuleysi minnkaði. Ýmsir sem gagnrýnt hafa Reagan segja að velgengni hans sé hrein heppni og vita- skuld spilar heppni þar inn í. Þegar hann tók við embætti var efhahagslífið í mikilli lægð, reyndar svo mikilli að ýmsir sögðu að aðeins væri hægt að fara upp á við. Þau tvö kjörtíma- bil sem Reagan er nú um það bil að ljúka hafa einkennst af endur- reisn efhahagslífsins og síðast en ekki síst auknu þjóðarstolti og velmegun Bandaríkjamanna. Þessi ferski andi sjálfsvirðingar og þjóðarstolts sem Reagan ferði með sér í Hvíta húsið var Bandaríkjamönnum kærkomin tilbreyting eftir niðurlægingu Víetnam stríðsins, afsagnar Nix- ons og klaufalegra mistaka Carters. Það afrek eitt og sér myndi tryggja Reagan verðugan sess í sögunni því Bandaríkin hafa endurheimt forystuhlut- verk sitt sem framvörður lýð- ræðislegra stjórnarhátta og mannréttinda í heiminum. Sem forystumaður stórþjóðar hefúr honum tekist að blása lífi í kuln- aðar glæður þjóðlífsins og verið þjóð sinni fyrirmynd og hvatn- ing til framfara á öllum sviðum. Þetta frumskilyrði farsæls for- ystumanns, að vera fylgjendum sýnum fýrirmynd og fylla þá hugmóði, hefúr Reagan rækt vel af hendi og þó gagnrýna megi hann fyrir að vera kannski illa upplýstan á sumum sviðum og fyrir klaufaleg viðbrögð eins og þegar vopnasöluhneykslið kom upp, þá hlýtur dómur sögunnar að verða sá að hér hafi verið á ferðinni maður mikilla hæfileika sem ekki brást þjóð sinni. Kveðjustundin Þó Reagan setjist í helgan stein þá verði hann ekki á flæði- skeri staddur. Eftirlaun hans verði þó ekki jafn há og þau laun sem hann hefúr sem forseti (laun forseta Bandarískjanna er S200.000 auk risnu en efitirlaun fyrrverandi forseta eru tæp $70.000 auk þess sem þeim er séð fýrir ókeypis skrifstofú- húsnæði o.fl.). Vegna vinsælda sinna og virð- ingar verður hann líklega eftir- sóttur fyrirlesari og ræðumaður og sem slíkur mun hann eiga auðvelt með að fá nokkur hundruð þúsund króna fyrir hvern fyrirlestur eða ræðu sem hann flytur. Ekki er ólíklegt að honum verði boðin sex stafa tala fyrir að rita æviminningar sínar. Jafhffamt þessu mun hann vinna að fjármögnun byggingar forsetabókasafhs síns sem mun hýsa opinber skjöl og annað sem tilheyra mun tíð Reagans á forsetastóli. Hans mun því bíða næg verkefhi þegar hann lætur af embætti. Reagan verður ekki ljúft að þurfa að setjast í helgan stein en á hinn bóginn hlakkar hann eflaust til að geta söðlað hestinn sinn laus við byrðar annasams embættis og riðið áhyggjulaus mót sólarlaginu á búgarði sínum í Kaliforníu. Sá endir yrði viðeigandi á ævintýr- inu um Ronald Reagan. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.