Vikan


Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 35

Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 35
 SOMERSET MAUCHAM sjúkrahúsið. Ég get ekki haldist þar við lengur. Það var eitthvað mjög áhrifamikið í hin- um stuttu, hvössu setningum hans. Þær hljómuðu kröftuglega. Ég hafði aðeins horft á hann lauslega en nú horfði ég á hann með forvitni. Hann var lítill og þrekinn, líklega um þrítugt. Andlitið var kringluleitt og feitt og í því skinu lítil, dökk og skær augu. Hann var snoðklipptur. Höfuðið var eins og byssukúla í lögun. Hann var í bláum fötum, dálítið snjáðum. Það voru hné í buxunum hans og vasarnir voru úttroðnir. — Þér vitið hverjar skyldur læknis við sjúkrahús eru? Hver dagurinn líkist mjög öðrum. Og þetta er allt sem ég horfi fram á það sem eftir er ævinnar. Finnst yður það vera þess virði? — Þetta er yðar atvinna, svaraði ég. - Og ég skil ekki hvers vegna þér eruð að heim- sækja mig. — Jæja, mig langaði til að vita hvort þér hélduð að enskur læknir fengi nokuð að gera á Spáni? — Hvers vegna á Spáni? — Ég veit ekki, mér datt það bara í hug. - Það er svo sem ekkert sældarbrauð. Þér skiljið, - sagði ég brosandi. - En þar er sólskin, gott vín og gott loft. - Það er best að ég segi blátt áfram það sem ég hefi að segja. Ég heyrði af tilviljun að það væri enginn enskur læknir í Seville. Haldið þér að ég geti unnið þar fyrir mér? Er það vitfirring að hætta við gott og öruggt starf og leggja útí óvissuna? - Hvað segir konan yðar um það? - Hún er fús til að fýlgja mér. - Þetta er mikil áhætta. — Ég veit það. Én ef þér segið: gerið það, mun ég gera það, - ef þér segið: verið kyrrir þar sem þér eruð, mun ég vera kyrr. Hann horfði ákefðarlega á mig með björtum, dökkum augum og ég vissi að hann meinti það sem hann sagði. Ég varð hugsi. — Þetta varðar alla framtíð yðar. Þér verðið að úrskurða þetta sjálfur. En ég get sagt yður þetta: Ef yður langar ekki í pen- inga en sættið yður við að vinna mikið til að geta lifað, þá skuluð þér fara því að þér munuð lifa dásamlegu lífi. Hann fór. Ég hugsaði um hann í einn eða tvo daga og gleymdi honum síðan. Atvikið leið mér algerlega úr minni. Mörgum árum síðar, að minnsta kosti fimmtán árum síðar, vildi svo til að ég var staddur í Seville. Og þar sem ég var dálítið lasinn spurði ég dyravörðinn á veitingahús- inu hvort nokkur enskur læknir væri í borg- inni. Hann kvað svo vera og fékk mér heim- ilisfang hans. Ég fór í frakka og þegar ég ók upp að húsinu kom lítill, feitur maður út. Það kom hik á hann þegar hann sá mig. - Eruð þér að heimsækja mig? spurði hann. - Ég er enski læknirinn. Ég skýrði frá erindi mínu og hann bauð mér inn. Hann bjó í venjulegu spönsku húsi og inni í lækningastofunni sem var áföst við húsið var allt fullt af skjölum, bókum, lækna- ritum og drasli. Sérhverjum vandfýsnum sjúklingi mundi hafa brugðið við að sjá þetta. Hann afgreiddi mig. Síðan spurði ég hann hvaða laun hann hefði. Hann hristi höfuðið og brosti. - Ég hefi engin laun. - Hvers vegna í ósköpunum ekki? - Munið þér ekki eftir mér? Jæja, ég er hérna vegna dálítils sem þér sögðuð mér. Þér breyttuð lífinu fyrir mér. Ég heiti Stephens. Eg hafði ekki minnstu hugmynd um hvað maðurinn var að segja. Hann minnti mig á samtal okkar, endurtók það sem við höfðum talað um og smátt og smátt þegar leið á nóttina mundi ég, óljóst þó, eftir atvikinu. - Ég hefi oft verið að brjóta heilann um hvort ég myndi nokkurn tíma sjá yður aftur, sagði hann. - Hvort ég myndi nokkurn tíma fá tækifæri til að þakka yður fýrir allt það sem þér hafið gert fýrir mig. - Það hefir þá borið einhvern árangur? Ég horfði á hann. Nú var hann orðinn feit- ur og sköllóttur en augun leiftruðu glaðlega og hið feita rauðleita andlit hans bar vott um ágætt skap. Fötin sem hann var í voru hræðilega tötraleg og höfðu augsýnilega verið saumuð af spönskum klæðskera. Hann var með spánskan barðastóran, dökkan hatt. Hann var eins og svallari en þó hafði maður samúð með honum, — og það er ekki hægt að hugsa sér yndislegri mann til að drekka með glas af víni. - Þér eruð auðvitað giftur? spurði ég. - Já. En konan mín kunni illa við sig á Spáni. Hún fór aftur til Camberwell. Þar á hún heima. - En hvað það var leiðinlegt. Piparsveinsbrosi brá fyrir í svörtum aug- unum. - Lífið tekur og gefur, tautaði hann. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar spönsk kona, komin af léttasta skeiði en þó djarfleg og fögur, birtist í dyrunum. Hún talaði við hann á spönsku og mér gat ekki skjátlast að hún væri húsmóðirin. Þegar hann fýlgdi mér til dyra, sagði hann: - Þér sögðuð mér þegar ég sá yður síðast að ef ég færi hingað yrði ég að vinna mikið til að geta lifað en að ég mundi lifa dásam- legu lífi. Jæja, mig langar til að segja yður að þér höfðuð á réttu að standa. Ég hefi verið fátækur og mun alltaf verða það. En ham- ingjan veit að ég hefi notið mín og lífsins. Ég vildi ekki skipta á kjörum mínum við nokk- urn konung í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.