Vikan


Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 18

Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 18
Annars staðar í sama viðtali segir Guðmundur Árni: ,Jón Baldvin er skrattanum kaldari, verður stundum nánast kaldrifj- aður og miskunnarlaus. Hann getur auðveldlega sprengt út ffá sér. Hins vegar má Jón eiga það að hann tók ekki þátt í þeirri lúalegu aðför sem gerð var að Kjartani fyrir umrætt flokksþing (1984).“ Hafit hefur verið á orði að skömmu eftir að Jón Baldvin tók við embætti hafi hann hafist handa við að hreinsa úr flokks- kerflnu menn sem ekki voru yflrlýstir stuðningsmenn hans. Þannig hafi flokkurinn vinsað úr „óheppilega" menn úr röðum Alþýðuflokksmanna, til dæmis í bankaráði, allt eftir forskrift nýja formannsins. Ef satt er, eru þetta mál sem Alþýðuflokksmenn hafe að mestu haldið innan flokksins. „Flokknum til lífs“ eins og einn orðaði það. Alþýðubandalagsmenn hafa ekki verið jafn hógværir. Yfirlýs- ingar í fjölmiðlum um einstök ágreiningsmál og óánægju hafa nánast virst sérstakt áhugamál flokksmanna. Æ ofan í æ hafa flokksmenn, hver í sínu horni eða fleiri saman, opinberað og fjallað ítarlega um hvað sé að og hvað þessi og hinn hafi gert rangt. 18 VIKAN Síðastliðin misseri hafa fylk- ingar innan Alþýðubandalagsins átt í stríði. „Stríði sem á eftir að gera út af við flokkinn," sagði eldri flokkmaður úr hinum gamla kommúniska armi Abl. Hann sagðist búast við því að segja sig úr flokknum. „Það er ekki eftirsóknarvert að fara með þvílíkt flokksskírteini í gröfina," bætti hann við. Ágreiningurinn sem skipaði mönnum í fylkingar var í upphafi vegna ólíkra áherslna flokksmanna í verka- lýðsmálum, kjaramálum og vegna ólíka hugmynda um hvernig haga ætti samstarfi við aðra flokka. í þó nokkurn tíma hefur ágreiningurinn snúist um annað og ef til vill verra — um völd og hagsmuni hópa og ein- staklinga. Telja sumir að ffam- boð Kristínar Ólafedóttur gegn Sigurjóni Péturssyni í forvali til borgarstjórnarkosninganna 1985 hafi fyrst staðfest að raun- verulega sé um stríðandi fýlk- ingar að ræða innan Alþýðu- bandalagsins. Frá þeim tíma hafi svo harkan og barningurinn aukist jafnt og þétt. Deilurnar orðið illvígari. Um þetta leyti hófet slagurinn um það hver skyldi ráða Alþýðubandalaginu í framtíð- inni, því ljóst var að staða þáver- andi formanns, Svavars Gests- Formannsslagurinn í Al- þýðubandalaginu hefur skilið flokkinn eftir í sárum. Flokksstarfið einkennist af andlegum doða í framhaldi af hinni hatrömmu baráttu and- stæðra fylkinga. Enn er ójóst hvort flokkurinn bíði sitt barr eftir átökin. sonar var orðin veik, og veiktist enn frekar eftir borgarstjórnar- kosningarnar. Höfðu margir á orði að hann væri aðeins for- maður flokksins að nafninu til. Á þessum tíma var birt skýrsla svokallaðar „mæðranefhdar" þar sem sitthvað var sett út á flokkinn. Allt fýrir opnum tjöldum. Nefndarmenn lýstu í fjölmiðlum hve flokkurinn væri leiðinlegur, staðnaður og lítt til þess fallinn að vera ákjósanlegur valkostur ungra kjósenda. Síðan þá hefur „innri skoðun" verið mikill þáttur, mesti þáttur segja sumir, í starfi flokksins. Hver í kapp við annan hafa flokksmenn síðan opinberað gallana. Þannig hafa kjósendur í landinu fengið að fýlgjast vel með vandamálun- um og óhjákvæmilega fengið þá mynd af flokknum að hann sé hrútleiðinlegur, einfaldlega full í alla staði. Ungir sósíalistar hafa líka látið í sér heyra. Þar hafa óánægju- raddirnar verið háværari en aðrar raddir. Þegar forvalsslagurinn fyrir síðustu Alþingiskosningar var að hefjast, samþykkti Æskulýðs- fýlking Alþýðubandalagsins á aðalfundi sínum ályktun sem birt var almenningi, þar stóð meðal annars: „Yfirstandandi ófrægingarherferð ýmissa á- hrifamanna í flokknum á hendur Guðrúnu Helgadóttur er þeim og flokknum til háborinnar skammar og krefet aðalfundur- inn að henni verði hætt þegar í stað.“ Óffægingarherferð þeirri sem um er rætt, var Svavar Gestsson talinn bera ábyrgð á, ásamt helsta kjarna flokkseig- endafélagsins. Eins og í forvali fyrir borgars'tjórnarkosningarn- ar tókust valdastofnanir á í slagnum um það hver skyldi stjórna Alþýðubandalaginu. Átökin náðu svo hámarki fýrir nýafetaðið formannskjör í nóv- ember. Þar tókust fylkingarnar á og er skemmst að minnast hve sá slagur var hatrammur. Ýmsir forystumenn flokksins komu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.