Vikan


Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 6

Vikan - 11.02.1988, Blaðsíða 6
Meira en 80% fólks undir fertugu er fylgjandi sölu áfengs bjórs á íslandi samkvæmt skoðnakönnun sem Hagvangur gerði fyrir Vikuna 80% kjósenda undir fertugu með bjórnum Það er áberandi í þessari könnun hversu fáir svarendur eru óákveðnir gagnvart spurn- ingunni um hvort þeir séu fylgj- andi eða andvígir bjór eða 6,8%. íslendingar eru því greinilega almennt ákveðnir í af- stöðu sinni í þessu umdeilda máli. Spurningar Hagvangs voru þrjár: 1) Ertu því fylgjandi eða andvíg(ur) að leyfð verði sala á áfengum bjór hér á landi? 2) Telur þú að heildaráfengis- neysla muni aukast hér á landi ef sala verður leyfð á áfengum bjór? 3) Telur þú að þingmenn muni ganga til atkvæða á þessu þingi varðandi það bjórfrumvarp sem þar hefur verið lagt ffarn? í spurningunum var ekki til- greint hvar bjórinn ætti að seljast, ef sala hans yrði leyfð en svarendur gengu nær undan- tekningalaust út frá því að um yrði að ræða sölu áfengs bjórs í verslunum ÁTVR og vínveit- ingastöðum landsins en ekki í matvöruverslunum eins og tíð- kast víðast hvar erlendis. Að meðaltali voru um 80% kjósenda undir fertugu fylgjandi 6 VIKAN Nær helmingur kjósenda á íslandi treystir því ekki aö bjórfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi veröi afgreitt af þjóðkjörnum fulltrúum þjóöarinnar. Hins vegar er mik- ill meirihluti þjóöarinnar fylgjandi sölu áfengs bjórs á !s- landi samkvæmt skoðanakönnun sem Hagvangur gerði fyrir Vikuna í lok janúar. Úrtak Hagvangs var 1000 manns af báðum kynjum um allt land á aldrinum 18 til 67 ára. Svarendur voru valdir af handahófi úr þjóðskránni í sam- ræmi við opinberar reglur um slíkar skoðanakannanir. ■ Skilaprósenta var 85,5 sem er mjög hátt hlutfall og ætti að gefa nokkuð nákvæma mynd af vi|ja íslenskra kjós- enda í bjórmálinu á þessum dögum hækkandi sólar. „Egill sterki“, Polarbjór, er nú aðeins seldur í fríhöfninni og til erlendra sendiráða. sölu áfengs bjórs hér á landi en fylgjendum fer ört fækkandi í eldri aldurshópum og eru þeir komnir í minnihluta í aldurs- hópnum 60 ára og eldri. Það skiptist hins vegar nokkuð jafht á milli kjósenda hvort fólk telur að heildaráfengisneysla muni aukast með sölu áfengs bjórs hér á landi. Eðli málsins sam- kvæmt eru bjórandstæðingar í meirihluta þeirra sem telja að áfengisneyslan muni aukast eða 94,6% þeirra sem afstöðu tóku á móti bjórnum. Tæpur þriðjungur bjórfylgjenda eða 29,3% telur hins vegar líka að heildaráfengisneyslan muni auk- ast en þeir eru samt þeirrar skoðunar að leyfa eigi bjórinn. Nokkurt vantraust til Alþingis Óákveðnin var mest hjá svar- endum gagnvart spurningunni um hvort þeir teldu að þing- menn muni ganga til atkvæða um bjórfrumvarpið sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. 16,8% kjósenda treystu sér ekki til að svara þeirri spurningu en 58,2% þeirra sem tóku afstöðu gagn- vart þeirri spurningu svöruðu játandi. Hins vegar telja 41,8% þeirra sem tóku afstöðu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.