Vikan


Vikan - 11.02.1988, Qupperneq 6

Vikan - 11.02.1988, Qupperneq 6
Meira en 80% fólks undir fertugu er fylgjandi sölu áfengs bjórs á íslandi samkvæmt skoðnakönnun sem Hagvangur gerði fyrir Vikuna 80% kjósenda undir fertugu með bjórnum Það er áberandi í þessari könnun hversu fáir svarendur eru óákveðnir gagnvart spurn- ingunni um hvort þeir séu fylgj- andi eða andvígir bjór eða 6,8%. íslendingar eru því greinilega almennt ákveðnir í af- stöðu sinni í þessu umdeilda máli. Spurningar Hagvangs voru þrjár: 1) Ertu því fylgjandi eða andvíg(ur) að leyfð verði sala á áfengum bjór hér á landi? 2) Telur þú að heildaráfengis- neysla muni aukast hér á landi ef sala verður leyfð á áfengum bjór? 3) Telur þú að þingmenn muni ganga til atkvæða á þessu þingi varðandi það bjórfrumvarp sem þar hefur verið lagt ffarn? í spurningunum var ekki til- greint hvar bjórinn ætti að seljast, ef sala hans yrði leyfð en svarendur gengu nær undan- tekningalaust út frá því að um yrði að ræða sölu áfengs bjórs í verslunum ÁTVR og vínveit- ingastöðum landsins en ekki í matvöruverslunum eins og tíð- kast víðast hvar erlendis. Að meðaltali voru um 80% kjósenda undir fertugu fylgjandi 6 VIKAN Nær helmingur kjósenda á íslandi treystir því ekki aö bjórfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi veröi afgreitt af þjóðkjörnum fulltrúum þjóöarinnar. Hins vegar er mik- ill meirihluti þjóöarinnar fylgjandi sölu áfengs bjórs á !s- landi samkvæmt skoðanakönnun sem Hagvangur gerði fyrir Vikuna í lok janúar. Úrtak Hagvangs var 1000 manns af báðum kynjum um allt land á aldrinum 18 til 67 ára. Svarendur voru valdir af handahófi úr þjóðskránni í sam- ræmi við opinberar reglur um slíkar skoðanakannanir. ■ Skilaprósenta var 85,5 sem er mjög hátt hlutfall og ætti að gefa nokkuð nákvæma mynd af vi|ja íslenskra kjós- enda í bjórmálinu á þessum dögum hækkandi sólar. „Egill sterki“, Polarbjór, er nú aðeins seldur í fríhöfninni og til erlendra sendiráða. sölu áfengs bjórs hér á landi en fylgjendum fer ört fækkandi í eldri aldurshópum og eru þeir komnir í minnihluta í aldurs- hópnum 60 ára og eldri. Það skiptist hins vegar nokkuð jafht á milli kjósenda hvort fólk telur að heildaráfengisneysla muni aukast með sölu áfengs bjórs hér á landi. Eðli málsins sam- kvæmt eru bjórandstæðingar í meirihluta þeirra sem telja að áfengisneyslan muni aukast eða 94,6% þeirra sem afstöðu tóku á móti bjórnum. Tæpur þriðjungur bjórfylgjenda eða 29,3% telur hins vegar líka að heildaráfengisneyslan muni auk- ast en þeir eru samt þeirrar skoðunar að leyfa eigi bjórinn. Nokkurt vantraust til Alþingis Óákveðnin var mest hjá svar- endum gagnvart spurningunni um hvort þeir teldu að þing- menn muni ganga til atkvæða um bjórfrumvarpið sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. 16,8% kjósenda treystu sér ekki til að svara þeirri spurningu en 58,2% þeirra sem tóku afstöðu gagn- vart þeirri spurningu svöruðu játandi. Hins vegar telja 41,8% þeirra sem tóku afstöðu að

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.