Vikan


Vikan - 26.05.1988, Síða 22

Vikan - 26.05.1988, Síða 22
Einn af nýjusfu vinum Liz, útgefandinn Malcolm Forbes. Það fer ekki á milli mála að leikkonan er ekki 90 kíló lengur. að eiginkonan fylgdi honum og gerði sitt til þess að draga að atkvæðin. Sumir létu þau orð falla, að þar sem Elizabeth Taylor væri búin að vera sem leikkona hefði hún ekki annað betra við tímann að gera en að reyna að styðja við bakið á eiginmanni sínum. Ástæðan fyrir því að hún hellti sér út í kosningabaráttuna af jafnmiklum krafti og raun varð á var reyndar ekki þessi, að hennar eigin sögn, heldur það að hún elsk- aði Warner og trúði á hann og þess vegna lagði hún sig alla fram um að afla honum fylgis. Endalaus vinna Það rann ekki strax upp fyrir Liz að kosningabaráttan og allt sem henni fylgdi var í raun 24 tíma vinna á sólarhring. Hún hugleiddi því ekki afleiðingarnar af stöð- ugri þreytu og því að fá aldrei að vera í ffiði. Hún hugsaði ekki heldur út í hvað það gæti kostað hana að vera alltaf að borða óhollan mat og það á öllum tímum sólarhrings til þess eins að „halda þrekinu" eins og það var látið heita. John Warner var alltaf að undirbúa næsta fúnd, eða næstu heimsókn, ræðu eða móttöku og Liz vissi að hún varð að standa við hlið hans. — Ég vissi líka að ég var farin að þyngjast, segir hún, - rétt eins og marg- ar aðrar eiginkonur stjórnmálamanna gerðu, og mér var eiginlega alveg sama. Það eina sem skipti máli var að sigra í kosningunum. Þar sem ég var heldur ekki lengur starfandi leikkona, fannst mér ekki breyta neinu hvernig ég liti út eða hversu þung ég væri. Og leikkonan heldur áfram: — Ef ég hug- leiði nánar matarvenjur mínar þessa mán- uði, þá er næsta merkilegt, að ég skuli ekki hreiniega hafa sprungið. Og það eru engar ýkjur þegar sagt er að leiðin upp á stjórn- málahimininn hefur eyðilagt líf jafhmarga og eyðilagðir hafa verið í Hollywood. Eg 22 VIKAN Elizabeth Taylor er hér hátt í 90 kíló. Sjálfs- virðingin orðin mjög lítil og útlitið eftir því. Hún er á leið í Studio 54 með eigandanum, Steve Rubell. Myndin er tekin árið 1979. hafði ekki áhuga á neinu öðru en kosning- unum. Það var ekki hægt að leyfa sér neins konar lúxus, en ég hafði einmitt alltaf not- ið þess að hafa fallega hluti í kringum mig og njóta lífsins. Ég hafði líka kunnað vel að meta að á mig væri horft. Margir vinir mín- ir töldu því heldur ólíklegt að ég ætti eftir að halda þetta út. -Þú veist Elizabeth að þú átt eftir að þurfa að ferðast til staða, þangað sem aðeins er hægt að fara í Grey- hound áætlunarbíl, og þú veist að þú getur ekki tekið þjónustulið með þér, já og þú veist að þú getur ekki haft með þér hár- greiðslukonu heldur. Gæti hún klætt sig og verið stundvís? John Warner hafði líka áhyggjur af eig- inkonu sinni. Gæti hún þolað aflt umstang- ið, gæti hún klætt sig sjálf, lagað á sér hárið, og það sem mestu máli skipti, — myndi hún geta verið á réttum tíma á rétt- um stað. Liz sýndi þeim sem í kringum hana voru að hún gat gert það sem þurfti, þegar þess þurfti. Hún fór á fætur eld- snemma á morgana, ferðast í áætlunarbíl- um og gerði það sem til var ætlast af henni. Hún hélt andlegu og líkamlegu þreki með því að borða. Eini lúxusinn sem hún nú gat leyft sér, að því er virtist, var að borða, og það þótt stundum væri ekki um annað að ræða en belgja sig út á hamborg- urum og ffönskum kartöflum. Ekki fékk kona frambjóðandans að ráða því hverju hún klæddist. Hún hafði lengi haft mikið dálæti á fljóubláum fötum, en nú gerðist það dag nokkurn að til hennar kom sendinefnd frá Republikanaflokknum og sagði að hún mætti ekki lengur klæðast fjólubláu. Liturinn táknaði ástríður og auk þess tengdu margir hann við kóngafólk, og hvorugt hentaði flokksmönnunum. Það var ekki um annað að ræða en leggja til hliðar allt sem fjólublátt var. En það var fleira sem Elizabeth Taylor varð að þola á þessu kosningaferðalagi. Hún var stöðugt að heilsa fólki með handabandi og endir- inn varð sá að hún fmgurbrotnaði og hægri höndin bólgnaði öll upp. Flestir sýndu henni skilning þegar hún reyndi að hætta að heilsa með handabandi, en hún átti líka eftir að heyra um það rætt hversu ókurteis hún hefði verið þegar hún tók á móti fólki með hendur fyrir aftan bak. Eftir því sem lengra leið á kosninga- baráttuna og álagið varð meira fór hún að auka við sig matinn. Oft var ekki tími til þess að borða viturlega og hvenær sem því

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.