Vikan


Vikan - 21.07.1988, Qupperneq 10

Vikan - 21.07.1988, Qupperneq 10
glasabörn AIH að vinna Vikan rœðir við konu, sem býr sig nú undir glasafrjóvgun Hún er komin nokkuð yfir þrítugt og á eitt bam sem komið er á unglingsaldur. Hún og eiginmaður hennar eiga ekkert bam saman. Hún hefur lokaða og laskaða eggjaleiðara eftir móðurlífsbólgur og legslímu- villu (endometriosis). „Þetta er vítahringur,“ eins og hún kallar það, sem margar konur kannast því miður við. Hún og eiginmað- ur hennar ætla að halda til Eng- lands í sumarleyfinu til þess að freista þess að fá bót meina sinna á Bourn Ilall Clinic. Hún segir að þessi möguleiki hafi fyrst komið til tals fyrir tveimur árum, en þá varla í neinni alvöru. Síðan frétti hún af konum sem höfðu farið þessa leið eða voru á leiðinni og um það leyti samþykkti Tryggingastofnun að taka þátt í kostnaði þannig að þetta fór að verða raunhæfur möguleiki. „Þegar búið var að taka ákvörðun um að reyna þetta fór ég í speglun, því nýleg speglun þarf að liggja fyrir. Þegar niður- stöður úr henni lágu fyrir skrifaði læknir- inn minn umsókn til stofnunarinnar úti. Það leið ekki langur tími þar til við feng- um svar, sem var tvíþætt. Annars vegar var okkur sagt hvaða rannsóknir við þyrftum að fara í, blóðprufur og annað því um líkt. Hins vegar vorum við boðuð í viðtal út á stofhunina. Það kom okkur nokkuð á óvart í fyrstu en við fórum út og erum mjög ánægð með að hafa gert það. Við erum því búin að koma á staðinn og tala bæði við lækni og hjúkrunarkonu sem koma til með að annast okkur þegar þar að kemur. Við- talið tók um tvo tíma. Ég fór þarna í smá- vægilega rannsókn, en síðan var rætt við okkur um forsögu málsins og það sem framundan er. Þarna er svo tekin ákvörð- un um hvort meðferðin hentar eða ekki. Við fundum að við vorum vel undirbúin Líkurnar á árangri eru ekki miklar og fólk verður að gera sér fulla grein fyrir því. að heiman og engin stórvægileg aðtriði sem okkur hafði ekki verið kunnugt um. Læknirinn okkar hafði upplýst okkur mjög vel. Auk þess höfðum við lesið upplýsinga- bæklinga frá stofhuninni. Þarna er líka upplagt tækifæri að spyrja um það sem manni kann að liggja á hjarta. Allt þetta var mjög gagnlegt og ekki síst að hafa komið á staðinn, séð aðstæður, prófað að koma okkur sjálf áfram og því um líkt. Það er ýmislegt í þessu sambandi sem maður er að hafa áhyggjur af, svo sem varðandi húsnæði og fleira, en stofhunin sér um að útvega fólki húsnæði í nágrenninu sé þess óskað. Að hafa séð aðstæður, svo og góður undirbúningur héðan að heiman gerir það að verkum að við förum róleg og áhyggju- laus út í meðferðina og það hjálpar áreið- anlega til.“ Það kemur firam í máli hennar að stofh- unin reynir að gera ýmislegt til að létta þeim lífið sem koma langt að. Hún segir að hjúkrunarkonan hafl látið sig hafa skrá um hvenær og hvaða lyf hún eigi að taka. Nán- ari upplýsingar um lyfjagjöf fær hún síðar. Lyfln getur hún síðan fengið hér á landi þegar þar að kemur og hún þarf því ekki að fara utan fyrr en rétt áður en hún á að leggjast inn. En hvernig leggst þetta í hana? „Þegar fólk stendur frammi fýrir ákvörð- un sem þessari, þá er margt á undan gengið. Það er því ekki erfltt að taka þessa ákvörðun. Þetta er eins og eðlilegt fram- hald af því sem á undan er komið, eins konar lokakafli á löngu ferli. Líkurnar á árangri eru ekki miklar og fólk verður að gera sér fulla grein fyrir því. Aðalatriðið er að fara með réttu hugarfari, búast ekki við of miklu, en vona það besta. Oft tekst það ekki í fýrstu tilraun, en þá er sjálfsagt að reyna aftur. Læknirinn úti sagði okkur að það væri misjafht eftir því hvernig konan tæki við lyfjunum hvort hægt væri að reyna strax næsta mánuð eða hvort rétt væri að bíða einn til tvo mánuði. Það hefur vissulega reynt nokkuð á okk- ur andlega að eiga við þetta að stríða, en við höfum reynt að láta það ekki ná tökum á okkur. Við höfum upplifað bæði vonir og vonbrigði í þessu sambandi og lært af öllu að búast ekki við of miklu. Þegar við stóð- um ffiammi fýrir því að þetta var að verða raunveruleiki þá get ég ekki neitað því að hugurinn fylltist af alls kyns spurningum, vangaveltum og jafhvel efasemdum. En þegar ákvörðun er tekin er þetta eins og hjól sem rúllar áffiam. Við höfum allt að vinna og engu að tapa og því sjálfsagt að reyna. Ef þetta gengur ekki, er það þó full- reynt." Hún segir mér að aðeins nánir ættingjar og vinir viti af því hvað stendur fyrir dyrum. Þeir sem þau hafa rætt þess mál við hafa verið mjög jákvæðir og skilnings- ríkir. „Stuðningshópur væri mjög æskileg- ur til þess að geta fengið sem bestar upp- lýsingar um þessi mál. Miklu máli skiptir þó að það ríki gott, traust samband milli læknis og sjúklings, því það er fyrst og fremst læknirinn sem sjúklingurinn stólar á . Það er því mjög dýrmætt að hafa fengið svo góðan undirbúning af hans hálfu.“ □ 10 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.