Vikan


Vikan - 21.07.1988, Qupperneq 19

Vikan - 21.07.1988, Qupperneq 19
flnna það sem honum hentar." Steinunn talar um árangur sinn á stúd- entsprófinu af mikilli hógværð. „Ég bjóst alls ekki við að fá öli þessi verðlaun, ég fékk heilt bókasafn!" segir hún og undrun- artónninn er enn merkjanlegur í röddinni. „Þegar ein vinkona mín orðaði það við mig stuttu áður að ég væri ekkert ólíkleg- ur dúx þá fannst mér það alveg út í bláinn. Enda efast ég ekki um að einhver af yngri krökkunum hefði hæglega getað náð betri árangri, en þau skortir ef til vill alvöruna á þessum árum. Það skemmtilegasta við myndirnar sem voru teknar af mér við út- skriftina er líka svipurinn á mér þegar mér voru afhent verðlaunin, ég var svo hissa." Alltaf eitthvað til að hlakka til — Það er ef til vill út í hött að spyrja svona önnum kafna konu um áhuga- mál? „Tómstundirnar eru frekar fáar og yfir- leitt eytt með fjölskyldunni. En ég sauma fötin á okkur, saumaði stúdentsdragtina á mig og næsta verkefhi er að sauma flug- mannajakka á Friðgeir. Hann er búinn að safha heilmörgum merkjum til að setja á jakkann, þetta verður rosalega flott. Ég les Andrés Önd fyrir svefhinn og á sérstökum stundum les ég bókmenntir, en þá verð ég að hafa gott tóm til þess. Ég fékk ritsöfti Mark Twain og Steins Steinarrs við út- skriftina og á eftir að líta í þau þegar tæki- feri gefst til.“ - Attu þér einhvern uppáhaldsstað? „Ég er nú eiginlega alþjóðaborgari og hef ferðast heilmikið innanlands og utan, en uppáhaldsstaðurinn verður alltaf „dal- urinn græni“, Reykjadalur í Þingeyjarsýslu, þar sem afi minn og amma bjuggu. Þaðan á ég bestu minningarnar. Svo hef ég alltaf hálfgerða heimþrá til Þýskalands, ég kunni afskaplega vel við mig þar. Við bjuggum í litlu þorpi í N-Þýskalandi, rétt fyrir utan Bremerhaven. Þorpið er byggt í kringum hæð, efst er mylla og húsin eru ekta gamal- dags hús úr rauðum múrsteinum með stráþökum alveg eins og klippt út úr Grimmsævintýrum." Hún sýnir mér mynd- ir og bendir á kastala sem er í miklu uppá- haldi hjá þeim mæðginunum. Við ætluð- um að vera þarna í þrjú ár, en vorum bara búin að vera í þrjá mánuði þegar slysið breytti öllu. Síðan höfum ég og strákamir farið tvisvar í heimsókn og erum að gæla við þá hugmynd að fara aftur nú í sumar, Friggi leggur fyrir alla blaðburðarpening- ana sína fýrir ferðinni," segir hún stolt af syni sínum. — Hvað um annað hjónaband? „Ég hef ekki fundið herra Súpermann ennþá,“ segir hún hálfhlæjandi." Hún hikar aðeins, leitar að réttu orðunum. „Mér finnst ég líta svolítið öðruvísi á lífið en mínir jafnaldrar, ég tek því alltaf með fyrir- vara. Það er alltaf sá möguleiki að allt geti klikkað aftur, ekki það að ég láti það aftra mér í neinu. En að þessu leyti er ég ef til vill svolítið eins og gömul kona. Mér finnst karlmenn í dag bara vera barn síns tíma en þeim finnst ég ef til vill alltof alvarleg. Hins vegar er ég ekkert að leita, ég hef ekki farið út að skemmta mér í 2—3 ár, það er svo mikið skemmtilegt að gerast í mínu lífi að þetta mætir afgangi. Bræðrum mín- um og vinum finnst að vísu fullmikið vera komið af einsemd og það kemur fýrir að vinir mínir stunda smá miðlun, en ég hef þá kenningu að þetta komi þegar maður er tilbúinn." - Ertu aldrei einmana? „Ekki núorðið. Áður kom það fyrir, en ég á góða að sem hafa verið mér allt. Ég finn lítið fýrir þvi að vera ein, er sjálfri mér nóg. Það er líka alltaf eitthvað til að hlakka til.“ Við göngum firam í forstofúna, þar sem Steinunn hefúr á prjónunum að rífa niður veggfóður og setja nýjar flísar. Parketið á stofuna og ganginn lagði hún sjálf með að- stoð bróður síns og ófá handtök hefúr hún lagt í breytingar á öðrum herbergjum ásamt syni sínum. „Kona sem býr ein getur gert svo til allt án mikillar aðstoðar,“ segir hún yfirlætislaust. „Það er bara spurning um vilja og sjálfstraust. Ekkert er ómögu- legt.“ Ég kveð Steinunni Friðgeirsdóttur, en óbilandi bjartsýnin og lífsgleðin fylgir mér út í bílinn og inn í vordaginn. □ Mér finnst ég líta svolítið öðruvísi á lífið en mínir jafnaldrar, ég tek því alltaf með fyrirvara. ww Ásamt yngri syninum, Gunnari Magnúsi, sem er þroska- heftur. VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.