Vikan


Vikan - 21.07.1988, Page 48

Vikan - 21.07.1988, Page 48
I____________ SKonur og ástir TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR Shere Hite hefur áður skrifað tvær bækur um kynlíf og kynhegðun karla annars vegar og kvenna hins vegar. í þessari nýju bók fjallar hún á hinn bóginn um samskipti kynjanna frá sjónarhóli kvenna. Bókin þykir draga upp dökka mynd af ástandinu. Samkvæmt niðurstöðum hennar eru konur afar ó- ánægðar með hlutskipti sitt í sambúð og ástarsamböndum. Viðhorf þeirra einkenn- ast af uppgjöf og reiði. Konur eru orðnar langþreyttar á því rð vera stöðugt í hlut- verki hins fórnfúsa gefanda. Hite setur fram kenningar um að afleiðing þessarar uppgjafar sé meðal annars sú að konur verði fráhverfar hjónabandinu. Margar konur kjósi heldur að beita kröftum sínum í starfi og leita hugsvölunar og útrásar til- finninga meðal barna sinna og í skamm- vinnum ástarsamböndum. Niðurstöður Hite-könnunarinnar eru hreint ekki uppörvandi. Margar konur hafa lýst yfir að þær telji bókina lýsa ástandinu mætavel, en aðrir hafa dregið niðurstöður hennar í efa. Peir sem finna bókinni flest til foráttu benda meðal annars á óvísinda- leg vinnubrögð höfúndar. Hite segist hafa sent út um hundrað þúsund spurninga- lista til ýmissa kvennasamtaka víðsvegar um Bandaríkin. Heimtur voru lélegar, eða aðeins fjögur þúsund og fimm hundruð, eins og áður sagði. Auk þessa litla úrtaks hafa gagnrýnendur Hite bent á að með því að senda kvennasamtökum spurningalist- ana hafi hún fýrirfram beint könnuninni í ákveðinn farveg. „Óánægðar konur“ sé frekar að finna í kvennasamtökum, í það minnsta þær sem nenni að svara slíkum spurningalistum og því hafi niðurstöðum að nokkru leyti verið stýrt fýrirfram. Hite svarar gagnrýninni með því að hún hafi sent og fengið svör lfá kvennasamtökum af ólíkum toga og úrtakið sé nægilega stórt til að gefa góðar vísbendingar. Víst er, að þótt bók Shere Hite sé um- deild er efhi hennar engu að síður mjög áhugavert. Athugasemdir kvennanna og eindregin svör gefa ótvírætt til kynna að ekki sé allt með felldu. Tilfinningatregða karla Níutíu og átta af hundraði kvenna segja að þær vildu komast í nánara talsamband við menn sína. Þær vilja að mennirnir í lífi þeirra tjái frekar hugsanir sínar, tilfinning- ar, fýrirætlanir og efasemdir og að þeir spyrji þær um hið sama. „Mesti vandinn sem ég á við að glíma (í sambandinu sem ég er í núna) er að geta ekki sagt honum eða útskýrt fyrir honum hvað er að þegar ég er reið eða neikvæð á einhvern hátt. Hann lærði það í uppvext- inum að bæla allar sínar tilfinningar og lít- ur á þær sem veikleikamerki. Ég hef þurft að læra að kæfa reiði mína (þegar það er hægt), eða leyfa honum að koma fram við mig eins og barn (þegar ég get það ekki). Hann hefur stöku sinnum beðist afsökunar á þessu á óbeinan hátt.“ Á síðastliðnum vetrí kom út í Bandaríkjunum bók sem vakti milda athygli, umtal og jafnvel deilur. Bóldn ber titilinn Women and Love eða Konur og ástir og er eftir konu að nafni Shere Hite. Bóldn er byggð á athugunum sem Shere Hite gerði meðal um fjögur þúsund og fimm hundruð kvenna, svör- um við spurningum og athugasemdum í ritgerðarformi. I bóldnni kemur fram að flestar konur eru að meira eða minna feyti óánægðar í sambúð og hjónabandi. Eitt helsta umkvörtunarefni kvennanna er þegjandaháttur lcarla. Karlmenn eru, með þumbarahætti sínum og tregðu til einlægra og opinna tjásldpta við konur sínar, ásamt stöðugrí kröfu um að konur séu óskiptar í hlutverki hins fórnfúsa gefanda, á góðrí leið með að gera út af við hjónabandið. Um áttatíu og fimm af hundraði einhleypra kvenna segja að langflestir karl- menn telji sjálfsagt að fara í rúmið við fýrstu kynni. . . 46 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.