Vikan


Vikan - 21.07.1988, Side 75

Vikan - 21.07.1988, Side 75
frystihúsafólkið fái fisk á borðin sín, að bændur fái skepnur á jarðirnar, að konurnar fái börn, ja, fái bara börn — en gallinn er reyndar sá að það eru ekki til nógu margir fiskar í sjónum, svo togararnir koma tómir af hafi, ffystihúsin loka. Og hvað svo? Það verður eitthvað að gera. Það er Ijóst. Það er aðeins til eitt ráð - eitt ráð. Maður guðs og lifandi! Ég segi það barasta! Og það er þetta: Við sendum helmingi færri togara á miðin en nú er. Þá verður nógur fiskur fyrir togarana. Sannið þið til. En þá kemur vandinn. Hvað á að gera við hina togarana sem liggja bundnir við bryggju? Það verður þá helmingur flotans. Viljið þið vita það? Ég sé ráð við því. Við breytum þessum togurum í dansskip og meira en það — við breytum þessum togurum í kirkjur. Þetta verða dansandi togarakirkjur. Hér verða um hönd hafðir — eða það sem ég vildi heldur segja - hér verða um fót hafðir þjóðdansar, sveita- dansar, rokkdansar, diskódansar, kammerdansar, vangadansar, lendadansar, magadansar - en lífið verður ekki dans á rósum — lífið verður dans á togurum. Og við gerum dansana að útflutn- ingi okkar. Ekki er það meira en þegar forfeður okkar fluttu út dróttkvæði og urðu ríkir og frægir af — en enginn skildi þó, ekki einu sinni skáldin sjálf — en dansinn er alþjóðlegt mál. Við setjum konur og karlmenn sem kunna að dansa út á skipin og þau sigla um öll heimsins höf og þá verður jarðarbúum kennt að lifa án lands — án þess að hafa þurrt land undir fótum. Þetta verður for- kennsla í lífsháttum áður en jörðin verður orðin yfirfull af mann- fólki, þar sem allir komast ekki fyrir. Maður guðs og lifandi! Ég segi það barasta! Og ekki má gleyma guðs kristni. Brú togaranna verður gerð að kirkjuskipi. Við látum hendur standa fram úr ermum og nýtum togarana. Við hefjum trúboð, kristniboð um gjörvalla jörð, hljómur skipsklukkna berst um allar strendur, kristin trú nemur lönd þar sem frummenn lyfta sér grein af grein. Á þúsund ára af- mæli kristninnar í Iandinu skulum við heita því að hafa kristnað allar þjóðir - ef ekki með góðu, þá með illu. Hvað gerði ekki Ólafur kóngur helgi? Skar hann ekki tungu úr mönnum eða stakk úr þeim augun ef þeir vildu ekki þýðast Krist? Þetta var nú kóng- ur í lagi. Maður guðs og lifandi! Ég segi það barasta! Við eigum að reka kristniboð um allan heim. Og ekki nóg með það. Við eigum að undirbúa kristniboð í geimnum, flytja menn okkar til annarra hnatta til að boða kristna trú. Þá mun aftur morgna. (Rödd úr salnum: Ætlarðu ekki að tala neitt um nýja forsetann?) Jú, nú kem ég að því máli, en mér er ekki gefið að hafa mörg orð um hann. Maður guðs og lifandi! Forsetinn og þjóðin. Það er það sem skiptir öllu máli. Forset- inn á að vera eins og þjóðin og þjóðin á að vera eins og forset- inn. En það er hægara sagt en gert. Hér þarf ýmsu að breyta. Við erum öll í innsta eðli okkar sáttfús og hjálpfus. Sáttfýsi er besti eiginleiki mannsins. Stundum reiðist ég við konuna mína eða hundinn minn. Þá finnst mér ég vilja allt brjóta og bramla. En hið innra í mér bærist þó einhver uppspretta hins góða. Ég kyssi hundinn og skamma konuna. Eða geri ég það í öfugri röð? Svo fellur allt í ljúfa löð. Sá maður, sem getur haldið saman stóru heimili með konu, börnum og hundi, hefur þjálfun og skilning á vandasamasta heimili landsins — forsetaheimilinu. Það ættum við að muna. Stjórnarfar er allt of losaralegt, í einkarekstri, hjá félögum, í skólum, á heimilum, í ríkisrekstri. Stjórnarfarið er eins og veður- farið. Maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Sólskin í dag — rigning á morgun. Hér er ekki vanstjórn — ekki heldur óstjórn. Hér er nefnilega engin stjórn. En af hverju er þetta þá svona? Ég hef látið hugann reika — og sjá, ég hef fúndið ástæðuna og skilið samhengið. Allt lýtur lög- málum. Þeir, sem sitja í hæstu stöðum, gefa fordæmið. Og nú er það svo, hvað sem hver segir, að ríkisstjórnin sjálf er ekki nógu samhent. Þar er hver höndin upp á móti annarri. Þetta sér fólkið og dregur dám af því. En er hægt að breyta þessu? Vissulega. Aðeins einn maður getur kippt þessu í lag, það er forsetinn, og það er meira að segja skylda hans. Það er og verður hlutverk forsetans að sætta hin stríðandi öfl þjóðfélagsins. Þótt valdið sé ekki alltaf hjá forsetanum getur hann samt haft þau áhrif að allir, já, allir landsmenn, lifi saman í sátt og samlyndi. Ég og kona mín höfiim heitið því að skiljast ekki við forsetaembættið fýrr en allt er komið fram sem við höfum sagt. Við viljum betra líf hverjum og einum til handa.“ Og svo var klappað. En það var eins og enginn vissi hvað gera ætti næst. Eftir nokk- urt hvisl niðri í sal, bendingar, augnagotur og höfuðhnykki gekk maður í ræðustól, stórmynntur og glaseygður, með mikið skegg en nauðasköllóttur. Það brakaði í skóm hans þegar hann gekk eftir gólfinu með hendur í vösum. Það var sjálfur oddvitinn í Skelj avíkurhreppi. Hann fór nokkrum orðum um þá hugsunarsemi borgarbúa að muna nú eftir fólkinu, sem stritaði myrkranna á milli og koma svo til að kynnast kjörum þess — „en ég veit svo sem að það er enginn munur á ykkar striti og okkar striti nema þá helst sá að við stritum í myrkri og kulda en þið stritið í Ijósi og hita. Og það vita þó allir, hvort sem þeir lifa í hita eða kulda, að strit er alltaf strit og verður aldrei annað. En sem sagt, í nafhi fundargesta, færi ég lögreglustjórahjónunum þakkir fyrir að eiga þennan fund með okkur“ — og oddvitinn ætlaði að halda áffarn en það var sem þrumu lysti niður við hlið Hróbjarts, hann kipptist við á stólnum og fölnaði, og kona hans tók andköf, brá höndum fyrir andlit sér, þar sem hún sat til hliðar við mann sinn. Hún missti hendur af veski sínu svo það féll niður og um leið féll tanngarðurinn í effi góm á gólfið. En Hróbjartur stóð upp og sgði byrstur: Hvað hefur gerst hér? Ég er ekki Iögreglustjórinn. Ég er Hró- bjartur Vilhjálmsson og kona mín heitir Ragnheiður Júlíusdóttir. Oddvitinn hafði ekki farið úr ræðustól og tók nú orðið og sagði: Nú sé ég hvernig í öllu liggur. Kaupfélagsstjórahænsnið hefur gert þetta. Hann hefur látið ykkur fara fundavillt. Það bjó eitt- hvað undir þegar kaupfélagsstjórinn bauðst til þess að aka ykkur hingað ókeypis. Ég sem oddviti Skeljavíkurhrepps var tilbúinn að senda bíl eftir ykkur á reikning hreppsins. En það sem hér hefur gerst er fýrir utan hreppamörkin og því ekki á ábyrgð okkar. En aldrei skal ég trúa kaupfélagsstjóranum framar. Vond- ur var faðir hans en verri er sonurinn. í þessu hafði Hróbjartur tekið gleði sína aftur. Hann skildi nú að það voru fleiri en hann sem höfðu farið villir á fundarstað og honum hló hugur í brjósti þótt hann léti á engu bera. En kona hans var stjörf á svip og þrútin af reiði og hafði ekki sinnu á því að taka upp tanngarðinn sem lá við fætur hennar. undurinn á Hausavík hófst líka um tíuleytið. Hann var hald- inn í stærstu kennslustofu Barnaskólans. Kristinn Hreinn gekk í ræðustól og spurði hvort byrja skyldi. Það voru aðeins níu manns mættir. Honum var sagt að ekkert þýddi að bíða. Fleiri kæmu ekki. Það væri nefnilega skyggnilýsingarfúndur hjá Sálarrannsóknafélaginu í bíósalnum og þar væri fullt hús. Þrátt fyrir þetta setti Kristinn Hreinn upp brosið sitt því að með því hélt hann að þá streymdu atkvæðin til sín. Síðan flutti hann ræðu: „Góðir fundargestir! En hvað það er gaman að vera kominn til ykkar hér í kvöld. Þið verðið auðvitað að taka ykkur frí. En verst er ef þið getið ekki verið á fullu kaupi þrátt fýrir það. Það ætti eiginlega að vera í lögum að menn fái óskert laun þótt þeir taki sér tíma til að hlusta á forsetaefnin. Þetta — að vilja kynnast skoðunum verð- andi forseta - er eiginlega hluti af lýðræði okkar, hluti af lýðveldi okkar, og því sanngjarnt að allir haldi kaupi sínu þótt þeir skreppi til að hlusta á okkur frambjóðendur. Ekki satt? Ætlið ekki að ég sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið. Þvert á móti, heldur er ég kominn til að uppfylla það. Við höfúm for- seta í þessu landi, það er staðreynd. Auðvitað má hugsa sér að hafa engan forseta. En sá sem vill það — er hann ekki kominn til að brjóta niður? Ég er á móti því en vil þó ekki útiloka hið gagn- stæða, þ.e.a.s. ef þjóðin er á því að Ieggja forsetaembætið niður þá þarf ég að hugsa mig um. Ég mundi segja að þetta væri til at- hugunar. Ekki satt? Við, sem komum til ykkar, gerum tvennt: Við komum og förum. Og þú, sem kemur á fundinn, gerir líka tvennt: Þú kemur og þú ferð. Þetta er lífsins saga. Ekki satt? En það verður erfitt að taka við forsetaembættinu. Til þess liggja margar ástæður. Það er alltaf vandi að koma á nýjan stað. Þar þarf kannski að breyta mörgu. Nýir siðir koma með nýjum herrum. En þar sem forsetinn er kosinn af þjóðinni held ég að best sé að hafa hann með í ráðum í öllum þegar breyting stendur fýrir dyrum. Það verður affarasælast. VIKAN 73

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.