Vikan - 01.09.1988, Page 12
niður. Ég er að leggja þetta
niður lyrir mér áður en ég á-
kveð mig endanlega.
— Ég veit að þú hefur fengið
tilboð um að fara til Svíþjóðar
til að halda fyrirlestra á jtes.su
sviði?
— Jú, þetta er fyrsta aljtjóð-
lega ráðstefnan um stuðning
við fjiilskyldur fatlaðra sem
segir nú dálítið um það hvern-
ig við höfum staðið að því að
sinna fjölskyldunum sem hafa
eignast fötluð börn. Þetta er í
fyrsta sinn sem það er rætt á al-
þjóðlegri ráðstefnu hvernig
við getum stutt fjölskylduna
og veitt fjölskyldunni þjónustu
þannig að hinn fatlaði geti
búið með fjölskyldu sinni í
staðinn fyrir það sem við höf-
um venjulega gert. Þetta verða
tvö erindi og það sem ég ætla
að tala um er annars vegar það
sem best er verið að gera í
Bandaríkjunum í þjónustu við
fjölskyldur fatlaðra. Ég ætla að
segja frá rannsóknarverkefni
sem ég hef tekið þátt í ásamt
hópi fólks við háskólann. Við
höfúm meðal annars ferðast
um öll Bandaríkin og skoðað
þjónustu við fatlaða og fjöl-
skyldur þeirra. Við skoðum
hvað hefur gengið vel og
könnum hvað fjölskydurnar
vilja, og könnum hvernig
fjármagnsstreymið og opinber
stefhumörkun hefúr áhrif á
fjölskyldurnar, hvernig stuðn-
ingi fjölskyldurnar óska eftir.
Gögnum um það sem vel gengur
höldurn við til haga og höfum
þau til reiðu fyrir þá sem vilja
læra af þeim. Við erum þeg-
ar búin að safna mjög miklu af
upplýsingum um hvað vel er
gert og jafhframt hvað það er
sem hindrar það að fjölskyld-
um sé veitt þessi þjónusta. Það
er það sama í Bandaríkjunum
og hér að allt fjármögnunar-
kerfið miðar að því að fjár-
magna sérúrræði. Þegar svo
hugmyndafræðin hefur breyst
þá er fjármögnunarkerfið á eft-
ir þannig að það er miklu auð-
veldara að fá fé til að byggja
upp stofnanir og sérúrræði
heldur en að veita stuðning
við fjölskyldurnar. Það kann að
þykja fyndið að sósíalisti frá
Islandi skuli vera kominn í það
hlutverk að tala fyrir hönd
Bandaríkjanna á alþjóðlegri
ráðstefnu. Ekki óraði ntig fyrir
því að þetta ætti fyrir mér að
liggja og allra síst að ég myndi
halda því á lofti sem best er
gert í Bandaríkjunum.
Hinn fyrirlesturinn verður
um þessa rannsókn sem ég var
að segja frá um fjölskyldumál-
efni fatlaðra og hvernig þessi
mál snúa sérstaklega að
konum.
— Af því að þú ert búin að
vera tvö ár í Bandaríkjunum
og ert fljótlega á förum þangað
aftur langar mig til að spyrja
12 VIKAN
hvernig koma Bandaríkin Al-
þýðubandalagskonunni fyrir
sjónir?
— Bandaríkin eru afskaplega
stórt land og þar býr stór þjóð,
um 240 milljónir manna.
Þarna eru samankomnir ákaf-
lega ólíkir kynstofnar. Það er
afar erfltt að tala um Bandarík-
in í sama orðinu og alhæfa
nokkuð. Þaö kom mér mjög
margt ákaflega spánskt fyrir
sjónir. Það sem kom mér mest
á óvart hversu margt var öðru-
vísi heldur en hér hjá okkur.
Menn klæða sig öðruvrsi,
borða öðru vísi, borða til
dæmis alltaf með gafflinum og
nota eiginlega aldrei hníflnn,
og þeir borða öðru vísi mat.
Það tók mig dálítinn tíma að
átta mig á því hvernig þeir sjá
hlutina. Bandaríkjamenn eru
ákaflega uppteknir af sjálfum
sér á meðan íslendingar eru
uppteknir af sinni sögu, fortíð
og hefðum, og ekki bara af fs-
lendingasögunum heldur af
sögu fjölskyldunnar og hvaðan
þeir séu ættaðir og hveriir séu
forfeður þeirra. Þegar lslend-
ingur er spurður, hver ert þú,
þá er jafnvel byrjað á Ingólfi
Arnarsyni og rakið að sjálfum
sér. En þegar Bandaríkjamað-
urinn er spurður þá segist
hann vera það sem honum finn-
ist hann vera. Þeir leggja mikið
kapp á að fletta af sér sögunni,
hefðunum og íjölskylduregl-
unum. Fyrir innan allt þetta
leita þeir að sjálfum sér. Þeir
eru niikið í því að útskýra hvað
þeim finnist sjálfum og hvern-
ig þeini líður sjálfúm í sam-
bandi við allskonar hluti. ís-
lendingar nota allt önnur rök,
nota rök utan við sjálfan sig.
Þannig var það dálítið erfitt í
byrjun að átta sig á hvernig
þeir hugsuðu.
— Þú hefur haft einhverjar
ákveðnar vonir unt Bandaríkin
annars hefðir þú ekki sótt þar
um nám. Hafa Bandaríkin mætt
óskum þínum til dæmis í
sambandi við þitt verksvið?
— Já, ég er afskaplega ánægð
í Bandaríkjunum. Þetta nánt
sem ég er í er geysilega gott og
mér líkar stórkostlega vel í
náminu. Það er verið að gera
þarna merkilega hluti. Það er
góð tilfinning að maður er að
stækka og vaxa, og bæta við sig
og þroskast. allt það sem snýr
að mér persónulega gengur
mjög vel og ég er mjög ánægð
þarna. Það er mjög gott fólk í
þessari deild sem ég er við og
í þessum rannsóknarstörfum
sem rekin eru í tengslum við
háskólann. Þarna vinnur fólk
sem er leiðandi í málefnum
fatlaðra í Bandaríkjunum. Ég
er komin þarna í mjög góð
tengsl við þá sem standa fremst
í málefnum fatlaðra í þessu
stóra landi og hef fengið góða
yfirsýn yfir þessi mál, ekki bara
það sem er að gerast í deild-
inni minni heldur líka vegna
ferðalaga sem ég hef farið í
rannsóknarskyni. Ég er þarna í
ntjög góðri aðstöðu og hef lært
ntjög margt.
En það fer náttúrlega ekki
hjá því að ég sjái hvers konar
óréttlæti á sér stað í þessu
landi. Óréttlætið í Bandaríkj-
unum og misskipting gæðanna
eru miklu sýnilegri heldur en á
íslandi. Þarna er fólki mismun-
að mjög mikið bara vegna þess
hvaða litarhátt það hefúr. Svart-
ir'til dæmis búa við miklu verri
kjör en hvítir og eiga verulega
undir högg að sækja. Það er
gífurleg fátækt meðal stórra
hópa á meðan aðrir vita ekki
aura sinna tal og búa við alveg
ótrúlegar vellystingar. Gæðun-
um er ógurlega misskipt og
það ofbýður réttlætiskennd
minni.
Svo hefur maður áhyggjur af
því sem ntaður sér af ýmsurn
sjúkdómseinkennum á banda-
rísku samfélagi sem ég held að
sósíalistinn í mér vilji tengja
við kapitalisma. Ofbeldið
sem þarna á sér stað er til
dærnis rniklu, miklu meira en
hér á landi. Það fer til dæmis
varla nokkur út eftir myrkur,
sérstaklega ekki konur. Þær
eiga það á hættu að verða
rændar, nauðgað, misþyrmt
eða jafnvel drepnar. Konur í
Bandaríkjunum búa að þessu
leyti við ákaflega skert ferða-
frelsi í eigin landi.
Eiturlyíjavandamálið er líka
óskaplega útbreitt og erfitt
viðureignar og þetta vandamál
er áberandi. Menn eru að berj-
ast við þennan vanda sem
hrjáir fyrst og fremst lægstu
Pað kann að þykja fyndið að sósíalisti
frá íslandi skuli œtla að tala
fyrir hönd Bandaríkjanna um það
sem vel er gert þar.
þjóðfélagsstéttirnar. Ofbeldið
og eiturlyfjaneyslan er að mín-
um dómi einkenni um sjúkt
þjóðfélag. Þetta vekur grund-
vallarvantraust á milli manna
sem við ekki búum við hér.
Það er of algengt að menn séu
of hræddir hvorir við aðra. Til
dæmis eru gangaverðir í
grunnskólum oft vopnaðir
byssum og það eru dæmi um
það í skólum að unglingar hafi
skotið á hvor aðra. Þetta fmnst
manni grimmur heimur.
En það er athyglisvert að ís-
lendingar apa helst eftir það
sem síður er, vitleysurnar, en
ekki það sem vel er gert. Hér á
landi vita menn alltof lítið um
það sem vel er gert. Það er of
lítið áberandi. Þarna vinnur til
dæmis fólk mjög vel að friðar-
málum og ég hef kynnst hópi
fólks í Syracuse sem hefur haft
sig í frammi í þeim efnum.
— Þú segir lirá því að í Banda-
ríkjunum sé barist fýrir friði og
þá koma friðunarmálin upp í
hugann. Manni dettur í hug að
Bandaríkjamenn hafa verið að
segja okkur til syndanna í
friðunarmálum og þá koma
hvalirnir upp í hugann.
— Friðunarmálin eru gott
dæmi um hvað Bandaríkja-
menn eru áhrifamiklir og hvað
þeir líta stórt á sig. Á mörgum
sviðum hafa þeir efni á því en á
öðrum sviðum ekki. Þeir líta á
sig sem „verndara hins frjálsa
heims“ eins og þeir orða það
sjálflr. Þeim finnst það ekkert
tiltökumál að segja öðrum fýr-
ir verkum og einn angi af því
hvernig þeir telja sig vita betur
og geta sagt öðrum fyrir verk-
um eru þessi hvalfriðunarmál
á íslandi.
Ég held að við eigum að
Ifiða hvalina en það breytir
ekki því að það pirrar mig
hvernig Bandaríkjamönnum
finnst þeir geta sagt okkur fyrir
verkum.
Svo finnst mér furðulegt
hvernig fólk lítur á ýmsa hluti
öðruvísi en við gerum hér á
landi. Glæpir þykja ekkert til-
tökumál lengur. Morð er til
dæmis engin stór frétt lengur.
Borgin sem ég bý í er út-
borg með um 250 þúsund
íbúa eða rúmlega eins og ís-
lenska þjóðin. Þarna er framið
um það bil eitt morð á viku eð
a 10 daga fresti og þess er get-
ið í fréttum aðeins með örfá-
um orðum.
Þegar ntaður sér og hlustar á
fréttaflutning þar sem anda-
dráp veldur nteiri úlfaþyt en
morð á vændiskonu, þá lái mér
hver sem vill þó mér finnist í
þessu fólginn nokkur siðferðis-
brestur.
— Með þessunt orðum þökk-
um við Rannveigu Trausta-
dóttur fý'rir fróðlegt spjall og
óskum henni alls góðs í áfram-
haldandi námi fyrir vestan □