Vikan - 01.09.1988, Blaðsíða 28
Mick Jagger og
Jerry Hall að skilja?
Mick Jagger og sambýliskona hans, fyrirsætan Jerry Hall, eru
um það bil að skilja. Samkvæmt því sem nánir vinir þeirra segja
Shamband hins 45 ára
gamla Rolling Stones
meðlims og hinnar
fögru Jerry hefur verið
stormasamt alveg frá byrjun
þessa árs og þau hafa rifist
heiftarlega, meira og minna
allan tímann. Og á síðustu vik-
um hefur sambúð þeirra, sem
staðið hefur yflr í 10 ár, verið
enn þvingaðri en nokkru sinni
eftir að Mick komst að því að
kærastan hans, og móðir
tveggja barna hans, hafði farið
á bakvið hann og staðið í
sambandi við ungan og mynd-
arlegan hefðarmann, Ogilvy
lávarð sem á litla höll þar sem
þjónustufólk er í hverju skoti.
Jerry, sem er 33 ára, og Da-
vid Ogilvy, sem er ríkur, þrí-
tugur og lávarðssonur, hittust í
brúðkaupsveislu hjá „fína“
fólkinu á írlandi í síðasta mán-
uði. Síðan hafa þau hist mörg-
um sinnum - Mick til mikillar
talinn eiga sem svarar hálfum
öðrum milljarði íslenskra
króna.
Kunningi þeirra hjónaleysa
sagði: „Mick varð alveg foxill-
ur þegar hann komst að því að
Jerry var að hitta þennan
mann. Hún var mjög hrifln af
Ogilvy þegar hún hitti hann
fyrst; það er stíll yfir honum og
hann er ótrúlega myndarlegur.
t>ó Mick sé einn af frægustu
skemmtikröftum heims, þá lít-
ur hann nijög upp til aðalsins
og hefði ekkert á móti því að
tilheyra honum sjálfur. Þannig
að nú þegar kærastan hans hef-
ur fallið fyrir einum úr þeim
hóp þá hlýtur það að snerta
hann mjög illa.
Jerry hefur ekkert verið að
fara í felur með samband sitt
við aðalsmanninn. Um daginn
voru þau saman í partýi og
vönguðu þá svo ])étt saman að
það hefði þurft logsuðutæki til
að aðskilja þau. Og í öðru var
það þannig að þó hún kæmi á
staðinn með Mick þá var Jerry'
hálft kvöldið með Ogilvy. Hún
flögraði á milli þeirra án þess
að skammast sín hið minnsta.
Hinir gestirnir trúðu varla sín-
um eigin augum - og vissu ekk-
ert um hvað þeir ættu að tala
við Jerry. Þeir vissu ekki hvort
28 VIKAN
þeir ættu að spyrja hana um
Mick eða David. Þetta var
nijög pínlegt."
Laumustefnumót Jerry við
laglega lávarðinn sinn hafa
orðið til þess að samband
hennar og Micks hangir á blá-
þræði ef hann er ekki þegar
slitinn. En áður en Ogilvy kom
til þá var ástarsamband þeirra
þegar orðið lítilfjörlegt og ekk-
ert nema vandamál — og það
stærsta að Mick neitaði að
kvænast Jerry.
Brúðkaup eða Jerry
hefur hótað brottför
Þessi sem allt vissi upplýsti í
viðbót að Mick hefði nokkrum
sinnum lofað brúðkaupi en
alltaf hætt við á síðustu
stundu. „Sem varð til þess að
Jerry hefur sagt Mick nokkrum
sinnum að hún ætli að fara frá
honum, en hann hefur alltaf
litið á það sem ntarklausa
hótun. Núna eru þau aðskilin;
hún fór til New York þar sem
hún verður „aðalnúmerið" í
leikhúsverki og hann fór í liöll-
ina sína í Frakklandi.
Jerr\ hefur sagt okkur að
hún sé búin að fá nóg af Mick.
Ekkert okkar sem eru henni
nákomin getum ásakað hana
því hún hefur átt virkilega erf-
itt undanfarið. Nokkrir álíta að
hún sé að niðurlægja Mick op-
inberlega með því að vera ekk-
ert að fela samband sitt og
Ogilvy — og urn leið að þrýsta á
hann; þannig að vilji hann fá
hana aftur þá verði það ekki
nema þau gifti sig.“
Jeriy' er á leiðinni að feta i
fótspor Marilyn Monroe því
hún er að fara að leika í upp-
færslu leikhúss í New Jersey á
myndinni „Bus Stop“. En hún
hefur áður staðið í ástarsam-
bandi við annan á þessu 10 ára
tímabili sem hún og Mick hafa
verið saman. Það var með
milljónamæringnum og veð-
hlaupahestaeigandanum Ro-
bert Sangster árið 1982, eftir
að Mick hafði sést víða, alltaf
með ny'rri og nýrri — og auð-
vitað fallegri konu. Það var
ekki bara til að hefna sín held-
ur líka til að fá Mick til að
hegða sér betur og það virkaði
svo sannarlega. Hún gerði
hann að fífli og það líkaði Mick
afar illa. Að lokum tókst hon-
um að vinna Jerry til baka með
því að lofa þvi að þau rnyndu
stofna fjölskyldu.
Vinir Jerry, sem á tvö börn
með Mick: Elizabeth Scarlett
sem er fögurra ára og James
sem er tveggja, telja að ástand-
ið sé mun aivarlegra núna held-
ur en þegar fyrirsætan frá Tex-
as hljópst á brott með Sangster
fyrir sex árum. Vegna þess að
Jerry heíúr unnið að því síð-
ustu mánuðina að verða fjár-
hagslega sjálfstæð þannig að
hún geti tekist á við skilnaðinn
— og svo hefur heyrst að Ogil-
vy sé tilbúinn að kvænast
henni.
Hún hefur undirritað marga
girnilega samninga — þar
á meðal samning um að vera í
auglýsingu í breska sjónvarp-
inu þar sem verið er að aug-
lýsa kjötsoðsdrykk og fyrir það
fær hún sem nemur ríflega 20
milljónum króna. Einnig hefur
hún skrifað undir samning við
framleiðendur sundfata um að
hún fari af stað með eigin línu
í sundfötum og þetta ætti að
gefa henni um milljón dollara í
aðra hönd. Hún hefur einnig
keypt sér hús í London, sem
hún ætlar að nota sem sinn
samastað. Og nú þegar henni
hefur loks tekist að fá aðal-
hlutverkið í „Bus Stop“ þá ætti
henni að takast að skapa sér
nafn í skemmtanabransanum —
og ekki bara fyrir að vera kær-
asta Mick Jagger.
Kunningi hennar sagði:
,Jerry hefúr gert sér grein íýrir
því í nokkurn tíma að hún
þyrfti að geta staðið á eigin fót-
um - fjárhagslega, vegna þess
að samband þeirra Mick hefur
gengið svo illa.“
Mick hefnir sín
Mick hefúr brugðist við
þessu á þann hátt að fara með
fallega, enska fyrirsætu, Cam-
illa Nickerson sem er 23 ára,
til pínulítillar „paradísareyju"
úti fý'rir strönd Florída, eftir
því sem sagt er. Áður hafði sést
til þeirra í ST. James klúbbnum
í London þar sem einkar vel
virtist fara á með þeim, þó
Mick neiti því að um ástar-
samband sé að ræða; Camilla
svarar þó ekki á sama máta.
Vinkonu Camillu sagði: „Hún